Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 28
Klemenzlónsson leiklistarstjóri útvarps: Góðar horf - uríleikara- deilunni „Þetta er að lagast, menn ræddu saman i gær og ég er vongóður, ég á von á að deilan leysist á næstunni,” sagði Klemenz Jónsson leiklistar- stjóri útvarpsins i morgun. Svo sem DB greindi frá í gær slitnaði upp úr viðræðum leikara og ríkisútvarpsins um helgina vegna fréttar i sjónvarp- inu á föstudagskvöld. Ranghermt var i DB að sú frétt hefði verið í útvarp- inu. Gisli Alfreðsson formaður Félags íslenzkra leikara vildi afsökunar- beiðni vegna fréttarinnar sem hann taldi árás á leikara og kom Gísli fram i sjónvarpsfréttum í gærkvöldi til svara. „Málin eru að þróast í rétta átt,” sagði Klemenz. ,,Það er báðum deilu- aðilum fyrir beztu að verkfallið leysist. Málið var orðið nokkuð við-' kvæmt eins og gjarnan vill verða I kjaradeilum, en það horfir betur nú.” - JH Seattle í Bandaríkjunum: Islendingur myrti hátfsystur sína —greip til byssu íf jölskyldudeilu „Lögreglan kannaðist við málið en vildi lítið segja i nótt. Hún visaði á Tannsóknardeild lögreglunnar en hún er nú lokuð og verður ekki opnuð fyrr en t' fyrramálið,” sagði Sigurður Jensson fréttaritari Dag- blaðsins í Seattle í Bandaríkjunum í morgun. íslenzkur maður, Baldur Svavars- son, 32 ára gamall, varð hálfsystur sinni að bana í fjölskyldudeilum i út- borg Seattle. Baldur skaut hálfsystur sína, Mary Valdimars, 29 ára að aldri, hinn 3. janúar sl. og lézt konan í sjúkrahúsi 'sex dögum siðar eða á föstudaginn. Skotið hæfði Mary í hálsinn og var hún þegar flutt á sjúkrahús. Læknar töldu að hún væri á batavegi er henni hrakaði skyndilega. Baldur hefur nú verið ákærður fyrir morð á hálfsystur sinni. Baldur flutti með móður sinni til Bandaríkjanna barn að aldri. Hún gekk að eiga þarlendan mann og átti með honum tvær dætur. Mary var sú eldri. Berglind Ásgeirsdóttir í utanríkis- ráðuneytinu sagði í morgun að ráðu- neytinu hefðu engar upplýsingar bor- izt um atburðinn. Ekki væri vitað hvort fólkið væri islenzkir eða bandariskir ríkisborgarar, þannig að alveg væri óvíst hvort málið kæmi til kasta utanríkisráðuneytisins eða sendiráðs f slands I Bandaríkjunum. - JH Hann fer að kólna aftur ú SV-horninu þegar Itður að kvöldi og Veðurstofan spáði i snjókoma, einkum á Vestfförðuni. Þegar kólnar aftur erfljótt að héla innan á bílráð- morgun að kuldabelti muni fara yfir landið I nótt. Hiti var rétt ofan við frostmark I umog þá verður hált á götum. Reykjavlk í morgun og súld en annars staðar á landinu 2—5 stigafrost og vlða dálitil DB-mynd: Einar Ólason. Iðnaðarráðherra um ásakanir Gísla Jónssonar á hitaveituna: „Reiðubúnir að athuga málið” „Ráðuneytið er reiðubúið að at- huga þetta, ef hér er um að ræða mál sem snertir gjaldskrár,” sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra i viðtali við DB í morgun um ásakanir Gisla Jónssonar prófessors á hendur Hitaveitu Reykjavíkur. Gisli Jónsson hélt því fram i kjallaragrein i DB í fyrri viku, að hitaveitan kynni að hafa um 360 milljónir gamalla króna af notendum á ársgrundvelli með of háum gjöldum. „Gísli Jónsson prófessor hefur venjulega ratað til okkar,” sagði iðn- aðarráðherra. „Það er sjálfsagt að við skoðum málið, ef Gisli eða Neyt- endasamtökin telja að það sé þess eðlis.” - HH irfálst, áháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 13. JAN. 1981. InnbrotíNesti: Satíkartöflu- geymslunni með allt góðgætið Brotizt var inn f Nesti á Ártúnshöfða í nótt og stolið þaðan ýmsum munaði. Lögreglan hóf leit að gjörningsmanni og fannst maður í felum i kartöflu- geymslum i Ártúnshöfðanum. Líkur þóttu á því að þar færi hinn svangi, því slatti af þýft var i kringum hann á gólfi kartöflugeymslunnar. Þá var einnig brotizt inn í Austur- stræti 10 í nótt en rannsóknarlögregl- unni var ekki kunnugt um það í morg- unhverjuhafðiveriðstolið. -JH Dagblöðin ráðaekki eigin verði Dagblöðin verða nú að sækja um hækkanir til Verðlagsráðs, samkvæmt túlkun forystumanna þess á verðstöðv- un bráðabirgðalaganna um áramótin. Verðlagning dagblaðanna hafði áður verið gefin frjáls. „Við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í praxis. Þessi hækkun okkar á lausasöluverðinu um áramótin hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á þeim. Þeir virðast vera að hóta okkur að við verðum verr settir en fyrr við næstu verðhækkunartímamót,” sagði Har- aldur Sveinsson, formaður Félags íslenzka prentiðnaðarins, í morgun. „Þeir ætla að herða tökin á okkur. En ég sé ekki hvernig það má vera þar sem við þurfum nú til dæmis að taka á okkur stórhækkanir á pappír erlendis. Hér hefur átt að heita verðstöðvun í áratug og ég sé ekki hvað hefur breytzt.” Samkvæmt efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar á verðstöðvun að gilda með núverandi reglum til 1. maí. - HH Flugfreyjursömdu: Verkfall 22. janúar — í ríkisverksmiðjunum Flugfreyjur luku í gær gerð nýs kjarasamnings við viðsemjendur sína með því að undirrita um 10,2% kaup- hækkun sem er afturvirk til 27. októ- ber. Samningurinn gildir til 1. nóvem- ber. Áfram var unnið við samningagerð starfsmanna í ríkisverksmiðjunum i gær og er nýr fundur boðaður í dag. Verkfalli sem verkamenn höfðu boðað frá og með 12. janúar er frestað til 22. janúar. Þá eru hlaðmenn á Keflavíkurflug- velli boðaðir á fund sáttasemjara í dag en kollegar þeirra á Reykjavikurflug- velli sömdu skömmu fyrir jól. -ARH Mánuður til Stjömumessu ’81: Stjömuhljómsveitin '81 Undirbúningur Stjörnumessu ’81, sem haldin verður eftir réttan mánuð, 12. febrúar, er nú að komast á fullan skrið. Stjörnuhljómsveitin hefur verið valin og skipa hana að mestu hljóðfæraleikararnir sem mynda hljómsveitina Galdrakarlar, að við- ,bættumblásurum. Eins og á síðustu Stjörnumessu verður það Hendrik Berndsen blóma- skreytingameistari í Blómum og ávöxtum sem sjá mun um skreytingar í Súlnasal en í fyrra var það mál manna að salurinn hefði aldrei verið fallegri eða betur skreyttur. Stjórn Ijósa verður í æfðum höndum Gfsla Sveins Loftssonar, sem tvívegis áður hefur annazt ljósastjórn á Stjörnu- messu og hljóðstjórn og tækjaumsjá verður í höndum Bjarna Harðar- sonar hjá Tónkvísl sf. Bjami og Tón- kvisl hafa einnig tvívegis áður séð um hljóðstjórn á Stjörnumessu og hafa áður Ianga reynslu í slíkri vinnu með ýmsum af landsins fæmstu hljómlist- armönnum. Greinilegur áhugi er fyrir vin- sældavalinu, sem DB og Vikan gang- ast fyrir. Þegar eru farnir að berast inn tugir þátttökuseðla og í blaðinu í dag er seðillinn enn birtur. Skila- fresturertilmánaðamóta. • Aðgöngumiðasala á Stjörnumessu DB og Vikunnar 1981 hefst strax upp úr næstu mánaðamótum en tilhögun sölunnar verður nándV auglýst síðar. valin Er rétt að benda væntanlegum Stjörnumessugestum á að fylgjast vel með þeim auglýsingum, því þegar hafa borizt fjölmargar fyrirspurnir um borð og miða og óskir um að teknar verði niður pantanir. Aðgöngumiðaverð hefur ékki verið endanlega ákveðið, en búast má við að það verði á bilinu 250—300 kr. - ÓV / ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.