Dagblaðið - 24.01.1981, Page 6

Dagblaðið - 24.01.1981, Page 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981. <1 Menning Menning Menning Menning I /■ Blandað af hugkvœmni Helst má kannski að þessu fyrirtæki finna að þar eru ekki teknar miklar áhættur og þeir „nýlistar- menn” sem boðnir eru til þátttöku eru flestir margreyndir og „viður- kenndir”. Vetrarmynd mundi gera gott með því að bjóða meö sér efni- legum og óreyndumn nýliðum öðru hvoru. Stærri hópur sýnir nú á vegum Vetrarmyndar en áður, 11 manns, en þetta er í þriðja sinn, sem þessi sam- sýning er haldin. Blandað er af hug- kvæmni, því hér eru hreinræktaðir olíumálarar, leirkerasmiður, vefari, tveir nýlistarmenn og nokkrir sem vinna með blandaöri tækni. Sjálf eru verkin yfir 90. Eins og áður er sýningin í háum gæðaflokki tæknilega séð, en samt fremur slétt og felld að yfirbragði. Þarna eru ekki óvæntir hlutir eins og myndir Atla Heimis forðum, skart Ófeigs Björns- Myndlist HÆFILEG ENDURNÝJUN Vetrarmynd með þriðju sýniuguna að Kjarvalsstöðum sonar eða glerflugdreki Leifs. Það sem í fljótu bragði virðist nýstár- legast, þ.e. ljósaverk Þórs Vigfús- sonar, er í raun mesta tuggan, — í beinan karllegg frá spámönnum eins og Dan Flavan og Barnett Newman. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Haukur Dór á hér 4 höfuðverk, tvær leirgrímur (framhald af grímum þeim sem hann gerði fyrir DB) og tvær kolteikningar. Mér þykja þetta mögnuð verk í sinni prímitífu skír- skotun og fáir skilja eins vel landslag andlitsins og Haukur. Ólgandi af nóttúru Það má alltaf reiða sig á hann Hring, segja þeir, föstu kúnnarnir hans. Hringur kemur ekki á óvart, enda liggur aðall hans fremur í því yfirvegaða ferðalagi sem hann stend- ur fyrir í hverri mynd, ferö inn í myndheim sem ávallt virðist nýr, er þó kannski eins gamall og sköpunin. Meðal nýrra noröanmynda Hrings eru a.m.k. þrjár úrvalsmyndir, Breitt yfir (37), Dalalæða (38) og Náttúrulögmál (39). í litkrítar- myndum hans má einnig finna blæbrigði i túlkun sem við erum ekki vön að heimfæra á Hring, augna- bliksstemmningar og hugdettur. Þau hjón Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð hafa lengi aöstoðað hvort annað í listinni og nú sýna þau vefnað sem ber ýmis form- ræn einkenni Leifs úr glerinu, en ef- laust hefur samvinna þeirra verið gagnkvæm. Þessi ofnu stykki þeirra eru litrík og ólgandi af náttúru. Lýsingin í salnum fer einna verst með hin fingerðu verk Magnúsar Tómassonar og áhorfandinn verður að vera með nefið næstum upp við glerið til að njóta þeirra til fulls. Gagnvönduð ljóðræna setur sterkastan svip á þessar myndir, orð og orðaleikir geta af sér sérstakt sjónhorn, eða þá að hið séða verður kveikjan að sérkennilegum orðasam- setningum. Eitt dæmi: myndþrennan „Hámynd, miðmynd, lágmynd” sýnir, i þeirri röð, gifsafsteypur af nefi listamannsins, nafla og fótum. Níels Hafstein vinnur gjarnan í myndröðum eða eftir fyrirfram gefnu kerfi. Hér tekst honum skemmtilega að nýta sér ákveðna ljóðræna líkingu og snýr pappírsfugU yfir í kopar- straujárn með yfirvegaðri um- myndun forma, en auk þess verður þessi óliki efniviður fyllilega virkur í andstæðu sinni. Tvíefldur til starfa Sigurður Örlygsson hefur verið fjarri öllu sýningarhaldi um skeið. Nú kemur hann tvíefldur til starfa og er hér meö einhver sterkustu málverk sín í nokkurn tíma. Sérstaklega er Hanagal (66) atkvæðamikið stykki. Bæði eru hin ýmsu form á myndfleti Siguröar óvenju samstæð og samvirk aö þessu sinni og litirnir sömuleiðis. Einnig virðist Sigurður hættur að hafa áhyggjur af því þótt litflötur beri ekki eitthvert ákveðið form, sé bara hreinn litflötur, innlegg í rúm- skipunina. -AI. Meðsitt meirapróf Bragi Hannesson hefur verið í stöðugri sókn sem myndlistarmaður síðastliðin fimm ár eða svo og hér kemur hann fram meö sitt meirapróf, fágaðar myndir sem bera honum gott vitni. Eftirtektarverður er sá lærdómur sem hann hefur dregið af myndum Ragnheiðar heitinnar Ream og nýtt sér á sinn máta. Einar Þorláksson held ég að hljóti að standa á einhverjum krossgötum í list sinni. Upp á siðkastið hefur hann verið að minnast á landslag og hlut- læga tilveru í verkum sinum, en einhver snurða virðist hafa hlaupið þar á þráðinn, ef marka má myndir hans hér. Hlutlægari myndimar eru Sigurður Örlygsson — Hanagal, blönduð tækni, 1978—80. Meðan gamalgrónar samsýningar eins og Haustsýning FÍM láta æ meir á sjá með hverju árinu sem líður, þá blómstra ýmsar aðrar og óformlegri hópsýningar, sem ekki eru háöar sömu reglum. Ein þeirra er Vetrar- mynd sem nú er að finna í vestursal Kjarvalsstaða, í kompaníi viö niður- lenska flatarmálsfræði og sænska furöufuglinn Carl Frederik Hill. Vetrarmynd er opinn hópur með lítinn kjarna, sem telur sig ekki þurfa að berja bumbur fyrir einhverri sér- stakri liststefnu og hann útilokar eng- an sýningarmöguleika. Live and let live. Og hefur gefist vel. Þessi stefna, eða stefnuleysi, gerir sýningar Vetrarmyndar jafnan fjölbreyttar og þar sem vanir menn eiga í hlut, þá þarf áhorfandinn ekki að óttast það að rekast á viðvaninga innan um atvinnumennina. Hringur Jóhannesson — Náttúrulögmál, olía, 1980. (DB-myndir Sig. Þorri). Kankvís erótlk Baltasar hefur verið aðalhreyfiafl þessara sýninga. Nú er hann ný- kominn frá Amríkunni og hefur með sér nokkrar teikningar af fólki sem hann fyrirhitti þar. Allt saman er þetta framkvæmt með þeim bravúr sem Mister B. er'þekktur fyrir. Sem fyrr sér hann karakter fólks I líkams- stellingum þess fremur en andlits- dráttum, en er þó búinn að staðla uppstillingar sínar á fólki svo mjög áð áhorfandinn velkist í vafa um það sem listamaðurinn er að segja í það og það skiptið. Bestar finnast mér þær mannamyndir Baltasar þar sem mest fer fyrir raunsæinu, t.a.m. í myndunum af prófessornum og lækninum. En þessar myndir hans leyna á sér — sjá yfírvegað absúrdítetið í Föðurlandsteikningum hans og kankvísa erótíkina í öðrum verkum. ofhlaðnar og beiskar i litum en stærri afstraktmyndir eiginlega of losaraleg- ar. Sigriður Jóhannsdóttir & Leifur Breiðfjörð — Kvikuhlaup og Hrlmskot, vefur, 1980. Haukur Dór — Gríma, leir. HREYFMl Slmi B 55 22 Hðfum fjársterkan kaupanda að einbýlis- eða raðhúsi í Mosfellssveit í skiptum fyrir fallega íbúð í Reykjavík. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 1 til 5. Eignanaust Laugavegi 96, sími 29555. \ /

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.