Dagblaðið - 24.01.1981, Síða 24

Dagblaðið - 24.01.1981, Síða 24
Mótmælaakstur á fund forsætisráðherra: „Ótti okkar orð- inn að veruleika gosdrykkiaiðnað. urínn geturekki annaztþessa auknuskatta- innheimtu, segja starfsmenn gos- drykkja- verksmiðjanna Starfsmenn gosdrykkjaverksmiðj- anna efndu til hópferðar á bílum verk- smiðjanna í gær og héldu frá Um- ferðarmiðstöðinni á fund forsætisráð- herra í Stjórnarráðinu. Með för þessari vildu starfsmenninrir mótmæla 30Vo vörugjaldi sem sett var á öl og gos- drykki um áramót. Eins og DB greindi frá í gær hefur verksmiðjan Vífilfell, sem framleiðir Coca-Cola, sagt upp 60 starfsmönnum og ölgerðin Egill Skallagrimsson hf. og Sanitas hugleiða einnig uppsagnir starfsfólks vegna samdráttar í sölu. Forsætisráðherra var ekki viðlátinn í gær en starfsmenn komu þó áleiðis mótmælum til ráðherrans. Þar segir m.a. að starfsmenn verksmiðjanna hafi mótmælt frumvarpi til laga um vöru- gjald af ótta við að starfsöryggi þeirra væri stefnt í hættu. Nú væri sá ótti orðinn að veruleika. „Þegar mótmæli okkar voru afhent alþingismönnum,” segir í mótmæla- bréfinu, ,,létu nokkrir þingmenn hafa eftir sér að vörugjaldið hefði ekki áhrif á sölu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að samdráttur i sölu er mjög verulegur og því augljóst að gosdrykkjaiðnaður- inn getur ekki annazt innheimtu á þess- um auknu sköttum á landsmenn.” Starfsmenn verksmiðjanna fara síðan fram á það að gjaldið verði fellt niður eða dreift á fleiri atvinnugreinar. ,,Það er trú okkar að með því móti einu sé hægt að vinna gegn samdrætti i okkar atvinnugrein og þar með tryggja atvinnuöryggi okkar og komið verði í veg fyrir að á annað hundrað manns voru einnig afhent fjármálaráðherra í gær. -JH m fifálst, aháð daghlað LAUGARDAGUR 24. JAN. 1981. Starfsmenn gosdrvkkjaverksmiðja á leið I Stjórnarráðið i gær. DB-nívnd S. búi við það óöryggi sem atvinnuleysi Þessi mótmæli voru samþykkt á smiðjanna og skrifa trúnaðarmenn á veldur.” fundum starfsmanna gosdrykkjaverk- vinnustöðunum undir. Mótmæli þessi „Krakkarnir kaupa alltaf jafnmikið” — starf sfólki söluturna ber ekki saman um það hvort sala gosdrykkja haf i minnkað „Ég hef alls ekki orðið vör við sam- drátt i gosdrykkjasölu hér,” sagði Inga Bragadóttir í Söluturninum Gnoðar- vogi 46 í gær. ,,Hérna rétt við söluturninn eru tveir skólar og krakkarnir kaupa alltaf jafnmikið gos.” „Nei, þetta er ósköp svipað og verið hefur,” sagði Páll Gunnólfsson í söluturninum Bræðraborgarstíg 43. „Það hefur verið svipuð sala og endra- nær á gosdrykkjum frá Sanitas og frá Coca-Cola verksmiðjunni, þó e.t.v. megi merkja ívið minni sölu á kóki síðustu viku. Það hefur helzt hallað á Egil Skallagrímsson en það kann að' vera eðlilegt þvi fólk á oft birgðir af öli og malti frá því um hátíðir.” „ Já, það er enginn vafi að sala gos- drykkja hefur dregizt saman að undan- förnu,” sagði Guðlaugur Guðmunds- son í Söluturninum Tindaseli 3. ,,Ég hef. ekki nákvæmar tölur um þennan samdrátt en ég gæti ímyndað mér að hann væri á bilinu 10—15%, líklega nær 15%. Þetta er samfara minni sælgætissölu því ég sé ekki betur en fólk hafi minni peninga handa á milli en verið hefur.” Ofanskráð sýnir að sjoppueigendur eru alls ekki sammála um það hvort um samdrátt í gosdrykkjasölu sé að ræða, ef dæma má af viðbrögðum viðmæl- enda í þessum söluturnum, einum í vesturbæ, einum í austurbæ og einum í Breiðholti. Forstjóri Vífilfells lét hafa það eftir sér i fjölmiðlum í gær að samdráttur í sölu á kóki næmi 27% frá áramótum. Þá var sett 30% vörugjald á gosdrykki. Formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks, spurði trúnaðarmenn að þvi í fyrradag, hvort ætla mætti að forstjór- ar gosdrykkjaverksmiðjanna beittu starfsfólki fyrir sig til þess að þrýsta á ríkisstjórn um afnám vörugjaldsins, en trúnaðarmenn sögðu samdráttinn slaðreynd. -JH. Fóstrur í kjarabaráttu íReykjavík, Kópavogi og á Akureyri: „Fóstrustarfið hefur lengi verið vanmetið” „Það er langt í frá að þetta sé skyndilegt upphlaup hjá okkur núna. Aðgerðirnar eiga sér langan aðdrag- anda. Okkar starf hefur verið van- metið mjög í gegnum tíðina og nú getum við ekki látið við svo búið sitja lengur,” sagði Arna Jónsdóttir fóstra í Reykjavík í samtali við Dagblaðið í gær. 139 fóstrur hjá Reykjavíkurborg hafa afhent uppsagnarbréf sem taka eiga gildi 1. febrúar og hætta þær störfum 1. mai nema þær fái leiðrétt- ingu á kjörum sem þær sætta sig við. Auk þess hafa 13 fóstrur á dagheimili Borgarspítalans sagt upp og búizt er við enn fleiri uppsögnum fóstra I: borginni. Fóstrur mótmæla nýgerð-. um sérkjarasamningi við borgar- starfsmenn en samkvæmt honum færast fóstrur úr 10. launaflokki í 11. en vilja færast upp í 12. flokk. Þá vilja þær fá fleiri undirbúnings- tima vegna starfs síns greidda en samningurinn kveður á um. Sam- kvæmt lögum getur borgin frestaö framkvæmd uppsagna um þrjá mán- uði, þannig að hún kæmi fyrst til framkvæmda 1. ágúst. Fóstrumálið mun hafa borið á góma á fundi í - Akureyrarf óstrur ætla að leggja niður störf 1. febrúar, Kópavogsfóstrur ræða kjaramál sín eftir helgi launamálaráði borgarinnar í gær en ekkert ákveðið af hálfu borgaryfir- valda. Fóstrur á Akureyri eiga i svipuðu stríði við yfirvöld bæjarins. Þær eru í 11. launaflokki en krefjast þess að fara í 14. flokk, auk fleiri krafna. Ólokið er sérkjarasamningi við bæjarstarfsmenn á Akureyri en búizt við að verkinu ljúki alveg á næstunni. Fái fóstrur ekki þá leiðréttingu mála, sem þær sætta sig við, hóta þær því að hætta störfum um næstu mánaða- mót og verður þá lokað 5 dagvistar- stofnunum 1 bænum. Akureyrar- fóstrur sögðu upp störfum 1. nóvem- ber en bæjaryfirvöld notuðu sér ekki heimild til að framlengja uppsagnar- frestinn um 3 mánuði. Þ^er eru því lausar allra mála 1. febrúar. Sigríður Gísladóttir, formaður samninga- nefndar fóstranna á Akureyri, sagði við Dagblaðið í gær að bæjarráð hefði skrifað þeim bréf og beðið um frestun aðgerða. Á fundi í vikunni tóku þær 16 fóstrur sem hér um ræðir ákvörðun um að hafa þau til- mæli að engu og ganga út um mán- aðamótin. Þá má enn nefna að Kópavogs- fóstrur, 38 talsins, hafa verið með lausa samninga frá árinu 1978 og sögðu þá upp störfum. Uppsagnir hafa þó ekki komið til framkvæmda en eru áfram í gildi. Krafa fóstranna er að þær fái hækkun byrjunarlauna úr 10. í 13. launaflokk, 5 tíma 1 undirbúning o.fl. í gær undirrituðu bæjarstarfsmenn og forráðamenn Kópavogsbæjar sérkjarasamning. Samkvæmt honum fá fóstrur hækk- un upp í 12. flokk og 2 tíma í undir- búning. Heiðrún Steingrímsdóttir fóstra, sem sat í samninganefnd bæjarstarfsmanna, sagði í samtali við Dagblaðið að fóstrur myndu koma saman á fund eftir helgina og ræða viðbrögðin við niðurstöðu samnings- ins. - ARH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.