Dagblaðið - 28.01.1981, Side 3

Dagblaðið - 28.01.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1981. Járnblendiverksmiðjan á Grundartantia. DÆMUMEKKIÆSKU LANDS- INS TIL FÆRIBANDAVINNU Spurning dagsins Ætlarðu að fá þér þorramat? Hjörleifur Friðriksson sjómaður, Vest- mannaeyjum: Það geri ég örugglega og það verður mjög fljótlega. Auróra Fríðriksdóttir umbi, Vest- mannaeyjum: Já, auövitað. Ég fæ mér þorramat með félögum minum í hjálparsveit skáta i Vestmannaeyjum. Garðar Björgvinsson, útgerðar- maður, Raufarhöfn, skrifar: Núverandi efnahags- og stjórn- kerfi þjóðarinnar er að líða undir lok, og er það vonum seinna. Þreytu- hljóð kveða við úr öllum burðarbit- um þjóðfélagsins. Flótti fólks úr landinu eykst með degi hverjum. Það er mjög alvarlegt að missa fólk úr hinni fámennu sjómannastétt og færa þannig keppinautum okkar í fiskiðnaði dýrmæta þekkingu og reynslu. „Nýtum vatnsaflið til að bæta af- komu fólksins í landinu,” segir Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendi- félagsins i Vísi 19. jan. sl. Þetta er hraustlega mælt hjá Jóni, í framtíð- inni getum við svo sannarlega notað vatnsaflið til að bæta lífskjörin hér á landi. En rétta leiðin er ekki sú að hleypa inn í landið erlendum auð- hringum. Við vitum öll hvaða mark- mið þessir erlendu auðhringar hafa og vonandi vill ekkert okkar vitandi vits hneppa æsku þessa lands við færibönd auðhringanna. Allt tal for- söngvara auðhringanna hér á tandi um styttri vinnutíma og betri lífskjör er blekking ein, nema þeir hafi sjálfir verið slegnir blindu af einhverjum annarlegum orsökum. Frumforsenda þess að fólk sé hamingjusamt er sú að það sé ánægt í vinnu sinni og finni til- gang í henni. Þeir menn sem hyggjast standa fyrir því að tekin verði erlend lán til að fjármagna stóriðju á íslandi eru vægast sagt grunnhyggnir, þessi lán þarf að borga og það verður æska Iandsins að gera. Hlekkjum ekki æsku landsins við færibönd auð- hringanna. GdP* gerid 9óð kaup Smáauglýsingar WBIABSINS Þverholtili sími 2 7022 Alfreð Kristjánsson verkstjóri: Já, það held ég nú. Maður fer svona að athuga hvar bezt er að kaupa hann. Benedikt Benediktsson bllstjóri: Nei, ég fæ mér ekki sérstakan þorramat. Maður er alltaf að éta góðan íslenzkan mat sem flokkast undir þorramat, eins og hákarl. Ásdis Rós Magnúsdóttir nemi: Nei, ég ætla ekki að fá mér þorramat. Guðriður Jónsdóttir húsmóðir: Nei, ætli það verði ekki eitthvað lítið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.