Dagblaðið - 28.01.1981, Page 5

Dagblaðið - 28.01.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981. Snoppan á öðrum hestinum sem varð undir fargi skriðunnar gægist út um snjðstálið I hesthústólftinni. Fjárhúsin sem voru sambyggð við hesthúsið sluppu óskemmd, en litilsháttar vatn flæddi þar inn. Hér eru félagar úr björgunarsveitinni i Reykholtsdal að laga hornið á þaki fjárhússins. Þórði Ásgeirssyni forseta Alþjóða hvalveiðiráðsins er ókunnugt um ákvörðun Sovétmanna um hvalveiðibann: Slík frétt hefur áður komizt á kreik —en Sovétmenn samt haldið áf ram að draga hvalbjörg í bú Sovétríkin hafa ákveðið að hætta hvalveiðum. Frétt þess efnis var staðfest af hinni opinberu fréttastofu sovézkra stjórnvalda, TASS, í gær. Áður hafði skrifstofa umhverfis- samtakanna Greenpeace i París komið af stað sögusögnum um að Sovétmenn, sem eru í hópi umsvifa- mestu hvalfangara heims, hygðust draga sig í hlé og hætta veiðunum. Þórður Ásgeirsson skrif- stofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins og forseti Alþjóða hvalveiðiráðsins, sagðist í gær ekki hafa heyrt neitt sem benti til breyttrar stefnu Sovétríkjanna í hvalveiðimálum. Hins vegar hafi hliðstæð frétt komizt á kreik fyrir fáeinum árum, þess efnis að Sovétríkin hygðust hætta . hvalveiðum næstu 5 árin. Ekkertvarð þóúrþví. „Raunar má segja að hvort sem er sé búið að kveða upp dauðadóm yfir hvalveiðum Sovétmanna með sam- þykkt á aðalfundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins 1979 um bann við notkun verksmiðjuskipa á borð við þau sem Sovétmenn notuðu við veiðar á búr- hvölum. Eftir það veiddu þeir lítið annað en hrefnur af hvalakyni. Sömu sögu er að segja um Japani: Bann við notkun verksmiðjuskipa og ákvörðun um minni veiðikvóta hafa sjálfkrafa dregið úr veiðum þeirra.” Vísinda-, tækni- og lög- fræðinefndir hvalveiðiráðsins koma saman til fundar í Tókíó í lok febrúarmánaðar. Þar á að ræða hug- myndir um að breyta forsendum, sem notaðar eru við ákvörðun á hvalveiðikvótum. Þórður Ásgeirsson verður fulltrúi íslands á fundinum í Japan. Hann sagði erfitt vera að segja fyrir um hvað þarna yrði ákveðið um framtíðarveiðar og hvort eða hvernig það snerti hagsmuni íslenzkra hvalfangara. „Það eina sem hægt er að segja með nokkurri vissu er að reglunum almennt verður frekar breytt hvalnum í hag,” sagði Þórður. Af hvalveiðum til skelfiskveiða TASS-fréttastofan segir að þremur stærstu hvalveiðiskipum Sovétmanna verði breytt þannig að þau megi nota til fisk- og skeldýra- veiða. Um leið og hvalveiðibann gekk i gildi voru ákveðin svæði innan sovézkrar landhelgi í Kyrrahafi friðuð fyrir hvers kyns fugla- og dýraveiði. Reuter-fréttastofan sagði i frétta- skeyti í gær að ákvörðun Sovét- manna um hvalveiðibann mundi „einangra” Japani, umsvifamestu hvalveiðiþjóð heimsins. Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í júní 1980 hafi Japán og Sovétríkin verið í hópi „eindregnustu andstæðinga banda- rískrar tillögu um tíu ára bann við hvalveiðum.” ísland studdi þá sjónarmið Japans og Sovétríkjanna. -ARH. Þegar okkur bar að garði að Lundi var Þorbjörn bóndi að ráðgast við tryggingamenn um tjónið. Næst á myndinni situr Einar bróðir Þorbjörns og faðir þeirra er yzt til hægri. grenninu og einnig kom björgunar- sveitin úr Borgarnesi á staðinn en vegna háiku og vatnavaxta varð hún að fara um Hestsháls. Unnið var við það í nótt að koma þeim gripum sem eftir lifðu í húsaskjól og kanna rústirnar. Var unnið við það fram til klukkan fimm i gærmorgun en síðan hafizt aftur handa klukkan níu og unnið sleitulaust að því í allan gær- dag að taka til og binda hey sem var í hlöðunni og koma því i hús. Var unnið með jarðýtu og traktorsgröfu að ryðja skriðunni burt. í gærdag voru þarna að verki á milli 40 og 50 menn, bæði úr nágrenninu og einnig komu menn úr Reykholtsdal og Hálsasveit, félagar í björgunarsveit Slysavarnafélagsins, þangað til vinnu. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa þegar svona kemur fyrir,” sagði Þor- björn, þegar við trufiuðum hann þar sem hann var að ræða tjónið við fulltrúatrygginga. „Þetta var allt tryggt eins og hægt er,” sagði Þorbjörn, en vildi ekki gizka á hve mikið tjón hefði orðið þarna. Þorbjörn býr á Lundi ásamt for- eldrum sínum, þeim Gísla Brynjólfs- syni og Sigríði Jónsdóttur, en bróðir Þorbjörns, Einar Gíslason, býr einnig ásamt fjölskyldu sinni á Lundi, og voru þeir bræður til skamms tíma með félagsbú, ' en Einar vinnur nú á verkstæði á Bæ í Bæjarsveit. í gærdag voru kýrnar sem eftir lifðu fiuttar fram að næsta bæ, Hóli, en þar var autt fjós þar sem Þorbjörn hefur fengið inni með kýrnar á meðan hugað verður að þvi hvort og hvernig fjósið verður byggt upp aftur, en aðspurður sagðist Þorbjörn enga grein gera sér fyrir því núna hvað gert yrði í því að byggja upp húsin, sem sópuðust burt í skriðunni. Þorbjörn sagðist eiga næg hey, önnur hlaða væri á bænum full af heyi og svo væri nóg framboð á heyi í sveitinni. Björgunarmenn skiptust á að fá sér hressingu hjá heimilisfólkinu að Lundi. en þar voru margar hendur á lofti að gefa þeim kaffi og rikulegt meðlæti. Sigriður, móðir Þorbjörns bónda, er yzt til vinstri. WOODY ALLEN DIANE KEATON MICHÁEL MURPHY MARIEL HEMINGWAY MERYL STREEP ANNE BYRNE Manhattan hefur hlotið verðlaun, sem bezta erlenda mynd ársins víða um heim, m.a. í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu. Einnig er þetta bezt sótta mynd Woody Allen. Leikstjóri: WOODY ALLEN Aðalhlutverk: WOODY ALLEN, DIANE KEATON Sýnd kl. 5, 7 og 9. MANHATTAN" GEORGE GERSHWIN A JACK ROLLINS-CHARLES H. JOFFE ^ Written bv Directed bv WOODY ALLEN:„MARSHALL BRICKMAN WOODY ALLEN Prodfjced by Execufive Producer Directcx of Photography CHARLES H. JOFFE ROBERT GREENHUT GORDON WILUS 1 Umted Artists ATransamerica Company R WK8TWICTKD Copyright c 1979 Umted Artisls Corp All nghis reserved T H E A T R E

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.