Dagblaðið - 28.01.1981, Page 7
Walesa
styður
verkföllin
Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sam-
bands hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga
í Póllandi, hefur lýst fullum stuðningi
við fyrirhugað verkfall bænda í
landinu.
Bændur krefjast þess sem kunnugt er
að fá að stofna eins konar dreifbýlis-
deild innan Einingar. Stjórnvöld hafa
verið ákaflega treg til að fallast á það.
Walesa er nú staddur í borginni
Rzeszow í Suður-Póllandi og hefur lýst
því yfir að hann muni ekki hverfa
þaðan fyrr en mál bænda hafa fengið
úrlausn. Bændur hafa staðið fyrir setu-
verkföllum i Rzeszow undanfarna
daga.
Þess hefur nokkuð gætt að undan-
förnu að Walesa hafi orðið að lúta í
lægra haldi fyrir róttækari öflum innan
verkalýðshreyfingarinnar, þeirra sem
vilja ganga lengra í kröfugerðinni gagn-
vart stjórnvöldum.
Mörg þúsund húseigna
á nauöungaruppboð?
Annmarkar vaxtahækkunarínnar taldir miklir
Mörg þúsund sænskir húseigendur
munu trúlega missa eignir sínar á
nauðungaruppboð í kjölfar hinna
nýju váxtahækkana sem ákveðnar
hafa verið í Svíþjóð. Bygging ein-
býlishúsa og sumarbústaða hefur
minnkað mjög og yfirvofandi er at-
vjnnuleysi í byggingariðnaði.
Þessa spá setja sérfræðingar i hús-
næðismálum fram eftir ákvörðunina
um hækkun vaxta úr 10 i 12%.
Hækkunjn á að koma í veg fyrir
gjaldeyrisútstreymi úr landinu en
kemur harðast niður á heimilunum.
Þessi hækkun kemi^t ekki strax niöur
á þeim sem búa í leiguhúsnæði, þar
sem leiga er í fiestum tilvikum
ákveðin ár fram í tímann. Einbýlis-
húsaeigendur voru þegar í fyrra mjög
aðþrengdir. f Stokkhólmi voru 1300
hús seld á nauðungaruppboði en 600
árið áður. Líkur eru fyrir þvi að sú
tala muni stórhækka á þessu ári.
Áætlað er að um 200 þúsund ein-
býlishúsaeigendur eigi eftir að lenda í
miklum greiðsluerfiðleikum. Þessi
hækkun kemur einna verst niður á
þeim sem keypt hafa dýr gömul hús,
með áhvíiandi lánum sem bera háa
vexti.
Thorbjðrn Falldin forsatisráðherra og Ola Ullsten utanrikisráðherra. Krfiðleik
arnir i efnahagslifi Sviþjóðar hafa valdið óeiningu innan rikisstjórnarinnar.
RIKISSKIP Sími
: 28822
BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK:
VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga
AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga
Biðjið um áætlun
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 198|.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
REUTER
Reagan heitir
hörðum
aðgerðum
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
fagnaði gíslunum 52 í Washington í
gær. Hét Reagan því að hryðjuverka-
starfsemi gegn Bandaríkjunum yrði
mætt af mikilli hörku í framtíðinni.
Mörg hundruð þúsund manns urðu til
að fagna gíslunum við komuna til
Washingtonígær.
íranir neituðu enn í gær ásökunum
um að gíslarnir hefðu sætt illri með-
ferð. Talsmaður ríkisstjórnarinnar,
Behzad Nabavi, sagði að itarleg viðtöl
við gíslana hvern fyrir sig myndu leiða í
ljós að þeir hefðu ekki sætt illri með-
ferð.
Brezkir gíslar
ennííran
Forsætisráðherra Breta, Margaret
Thatcher, taldi að frelsun gíslanna 52
væri góður fyrirboði varðandi lausn á
málum Bretanna fjögurra sem enn eru i
haldi í íran.
í þinginu kvaðst hún hafa látlaust
reynt að fá írana til að láta gíslana
lausa en þeir eru í fangelsi í íran án þess
að höfðað hafi verið mál á hendur
þeim. Bretarnir eru trúboðarnir John
og Audrey Coleman, Jean Wadell fyrr-
verandi ritari biskups írans og kaup-
maðurinn Andrew Pyke. Þau voru
handtekin fyrir fimm mánuðum
grunuð um njósnir.
Apamaður
íKína?
Kínverskur kvikmyndaleiðangur i
Hupei hefur fundið tvö hundruð ein-
kennileg fótaför. Það stærsta fannst í
2400 metra hæð og var 48 sm langt. Þar
með var tilvera apamannsins sönnuð,
taldi kínverska fréttastofan.
Ráðstefna múhameðstrúarríkja f Saudi-Arabíu:
Boðarheilagt stríð
gegn ísraelsmönnum
—algert viðskiptabann sett á Israel
Þriðja ráðstefna islamskra ríkja
(múhameðstrúarríkja) sem staðið
hefur í Taif í Saudi-Arabíu undan-
farna daga, ákvað í gærkvöld að
hefja heilagt stríð (jihad) gegn ísrael
með efnahagslegum þvingunum og
öðrum tiltækum ráðum. Reiknað er
með að áætlunin um þetta efni, sem
samin er að ráði hinna 42 islömsku
ríkja (ICO) verði birt í dag að lokinm
ráðstefnunni.
Heimildir greina að samþykkt ráð-
stefnunnar, sem kölluð er Mekka-
yfirlýsingin, muni hvetja islamskar
þjóðir til að styðja þvingunaraö-
gerðir Araba gegn ísrael.
í Mekka-yfirlýsingunni segir meðal
annars: „Við heitum þvi að heyja
„jihad” með öllum tiltækum ráðum
til frelsunar A1 Qods (borgin helga,
Jerúsalem) og herteknu svæðunum.”
Formaður ráðstefnunnar, Saud Al-
Fashad prins frá Saudi-Arabíu, sagði
á blaðamannafundi i gærkvöld, að
sérhvert það land sem viðurkenndi
Jerúsalem sem höfuðborg fsrael yrði
einnig beitt þvingunaraðgerðum.
Khalee Ibn Abdel-Aziz, konungur Saudi-Arabíu, tekur á móti Saddam Hussein,
forseta íraks, á flugvellinum i Taif i Saudi-Arabiu.
Carter fyrrum Bandarikjaforseti stóö i ströngu siðustu daga sina i forsetaembætti. Hann gaf sér þó tima til að fara út og
hlaupa annað slagið og i eitt skiptið hrasaði hann illa og ekki var að sökum að spyrja. Ljósmyndari var nærstaddur og festi
atvikið á filmu. Ýmsum þótti myndin táknræn fyrir lok valdaferils Carters en aðrir benda á að hann hafi þó leyst gislamálið
með sóma og spá þvi aö hann eigi eftir að fá betri dóm þegar frá liður heldur en þann sem kjósendur kváðu upp i nóvembcr
siðastliðnum.
■
Farþegaskip sökk:
YfírSOOmanns
ersaknað
Meira en fimm hundruð manns er
saknað af farþegaskipi, sem sökk á
Jövuhafi eftir að eldur hafði komið
upp í skipinu. Óttazt er um afdrif þessa
fólks en í hópi farþega voru margar
konur og börn.
Farþegaskipið, sem er 6139 tonn að
stærð og er frá Indónesu, var um 500
mílur norðaustur af Jakarta er slysið
varð. Mjög vont veður var á svæðinu
og hefur það gert björgunarmönnum
erfitt fyrir. Talsmaður ríkisstjórnar
Indónesíu sagði að tekizt hefði að
bjarga yfir 500 manns af skipinu.
1054 farþegar voru með skipinu auk
82 manna áhafnar. Margir stukku í
sjóinn fljótlega eftir að eldurinn kom
upp i skipinu og var 60 björgunar-
bátum kastað í sjóinn i þeirri von, að
einhverjum tækist að komast i þá og
bíða þar eftir hjálp.
Miklir erfidleikar í sænsku ef nahagslíf i: