Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1981. 17 Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgðtu 49 — Simi 15105 FYRIRTÆKI ÓSKAST Viljum kaupa fyrirtæki í verzlun, framleiðslu eða þjónustu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðeins gott fyrirtæki eða fyrirtæki með góða möguleika kemur til greina. Vegna sérstakra kringumstæðna getur verið um mjög verulega útborgun að ræða eða allt að 1.000.000,— nýkr. Tilboð, sem farið verður með sem algjört trúnaðarmál, óskast send á augld. DB fyrir 1. febrúar nk. merkt „Framtíð — 502”. „Frumvarp að nýjum barnalögum hefur nú verið lagt sex sinnum fyrir Al- þingi án þess að hljóta afgreiðslu,” sagði Guðrún Erlendsdóttir í stórfróð- legu erindi, sem hún flutti á almennum fundi hjá félaginu íslenzk réttarvernd á fimmtudagskvöldið var. Hún gerði þar grein fyrir frumvarpinu, en hún er ein fjögurra lögfræðinga í sifjalaganefnd- inni sem hafa samið það að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Meðal þeirra nýjunga sem frumvarp- ið felur í sér eru þessar: 1. Foreldrum verður skylt að fram- færa börn sín til 18 ára aldurs (í stað 17 nú) og í sumum tilvikum allt til 24ra ára. 2. Mæður óskilgetinna barna fá greitt meðlag frá þeim tíma sem þær höfða barnsfaðernismál, i stað þess að áður var slíkt meðlag ekki greitt fyrr en faðernisviðurkenning var fengin og dómur fallinn, mörgum mánuðum eða jafnvel árum síðar. 3. Feður óskilgetinna barna fá aukinn rétt. Móðirin getur gefið barnið burt nema lögin verði samþykkt í Dagblaðinu 14. nóv. 1980 var greint frá föður sem búið hafði með konu í óvígðri sambúð í þrjú ár. Áttu þau ársgamalt barn, þegar upp úr sam- búðinni slitnaði. Móðirin vildi þá gefa barnið burt. Faðirinn óskaði eftir að fá það, en var með öllu réttlaus. Naut hann þó stuðnings bæði foreldra sinna og foreldra móðurinnar og loforða þeirra um aðstoð við uppeldi barnsins. Verði barnalögin nýju ekki sam- þykkt innan fárra vikna missir þessi faðir gjörsamlega af barni sínu. Og aðrar umbætur sem lögin fela í sér komast ekki til framkvæmda. Þau snerta fjölda unglinga sem eru að verða 17 ára og þurfa ef til vill að hætta námi nauðug vegna féleysis. Sýnir það furðulegt skeytingarleysi þingmanna um velferð barna og ungl- inga að hraða ekki þessu máli. Sú hugs- un læðist að manni hvort afgreiðsla laganna hefði ekki gengið hraðar fyrir sig ef fleiri konur sætu á þingi. Barnið er einstaklingur með róttindi, ekki eign foreldra Við samningu frumvarpsins var á margan hátt tekið tillit til þróunar í ná- grannalöndum. Nýr hugsunarháttur er að ryðja sér til rúms. Orðið foreldra- vald er ekki lengur notað heldur talað um forsjá. Það er litið svo á að for- eldrar hafi fremur skyldur gagnvart börnunum heldur en vald. Foreldrar eiga að sýna börnunum umhyggju, stuðla að því að þau fái menntun og starfsþjálfun við hæfi, og þeim ber að hafa samráð við börnin og taka tillit til óska þeirra. Annað mikilvægt atriði er að hlutur skilgetinna barna og óskilgetinna verður nú jafnari en áður, og ekki gerður jafnmikill greinarmunur eins og fyrrum á þvi hvort foreldrar hafa búið í óvígðri sambúð eða löggiltu hjóna- bandi. Maður sem býr með konu þegar hún fæðir barn eða tekur upp sambúð við Ættt það verði búið að ferma þessi börn, áður en barnalagafrum varpið hlýtur afgreiðslu? dómsmálaráðuneytisins að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag þess og þörfum. Ef það foreldranna sem hefur forsjá barnsins torveldar hinu að umgangast barnið er heimilt að beita dagsektum allt að 200 nýkr. þangað til úrhefurrætzt. Forsjárforeldrið má heldur ekki flytjast úr landi með barnið án samráðsviðhitt. Öll ágreiningsmál af þessu tagi eiga að leysast af dómsmálaráðuneytinu og jafnan fyrst og fremst með hag barnsins að leiðarljósi. Verið er að semja barnaverndarlög Allt þetta kom fram í erindi Guðrúnar Erlendsdóttur. Hún sagði einnig frá nýmælum er upp hafa verið tekin erlendis. { Bretlandi, Banda- ríkjunum og Svíþjóð geta foreldrar haft sameiginlega forsjá barna sinna (joint custody). Og í Noregi verða brátt samþykkt lög um sérstakan „barna- umboðsmann”. Hann á að vernda réttindi barna (t.d. þegar foreldrarnir deila), og ennfremur á hann að setja fram hugmyndir að bættum uppvaxtar- skilyrðum, t.d. við skipulagningu þétt- býlisstaða. Það kom greinilega fram, að laga- greinar falla ekki tilbúnar ofan af himnum heldur eru þær samdar eftir miklar vangaveltur og umræður. Nú eru ný lög um barnavernd í undir- búningi (þar eru m.a. ákvæði um hvað gera skal, þegar báðir foreldrar virðast óhæfir) og kom fram á fundinum mik- ill áhugi fyrir að ræða þau. Þess skal að lokum getið að félagið íslenzk réttarvernd hefur undanfarin ár beitt sér fyrir nokkrum fundum varð- andi réttindi almennra borgara, t.d. um upplýsingaskyldu stjórnvalda og um- boðsmann alþingis. Það hefur opna skrifstofu að Frikirkjuvegi ll.milli 10 og 12 á laugardagsmorgnum, sími 22035. Formaður félagsins er dr. Bragi Jósepsson. -IHH hana skömmu siðar telst faðir barnsins, nema hann mótmæli því sérstaklega. Hann fer einnig með forsjá barnsins ásamt móðurinni, og er það breyting frá eldri lögum þar sem ógift móðir fer ein með forsjá barns, þótt hún búi með föður þess. Og stjúpforeldri er skylt að framfæra stjúpbarn eins og væri það eigið barn. Forsjá er þá einnig sameiginleg. Dómsmálaráðuney tið sker úr ágreiningsmálum Eins og áður sagði aukast nú réttindi feðra óskilgetinna barna. Dómsmála- ráðuneytið getur kveðið svo á að þeim verði veitt forsjá barna sinna, t.d. i til- vikum þar sem móðir er ekki hæf til að hafa hana á hendi, eða ef hún veitir samþykki til að barnið sé ættleitt. Skal þá m.a. tekið tillit til tengsla barns við föður að undanförnu. Þótt foreldrar búi ekki saman á barnið rétt til umgengni við báða, nema sérstök atvik valdi því að mati Afgreiðsla bamalaganna gengur seint: VELKJAST Á ALÞINGI SJÖnA SINNK) í RÖD — Feður óskilgetinna bama fá aukinn rétt, meðlagsaldur hækkar úr 16 í 17, meðlagsúrskurðir ganga greiðar fyrir sig—og það viðhorf verður sterkara að böm séu einstaklingar með eigin réttindi 20" 7800 7410 22" 8550 8120 CD CM 9925 9430 Verð Staðgr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.