Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 20
Sýnishorn af hollensku skarti.
Gerhardt von Graevenitz — Án nafns, 1971.
hún því hún stendur ekki i beinum
tengslum við þekkjanlega hlutveröld.
Umbreyta
f ormi og lit
En hann tekur einnig fram að geó-
metrísk afstraktlist sé eins fjölbreytt
og fígúratíf list og geómetrían og sé
listamönnum aðeins tæki i rannsókn-
um á myndlistarsviði. Og séu hinir tíu
listamenn sem þarna er að finna
skoðaðir til hlítar kemur í ljós að
þrátt fyrir sameiginlegar forsendur
verður útkoman mjög mismunandi
hjá hverjum og einum. Sumir þeirra
(Peter Struycken til dæmis) kanna
tengsl forms og litar, aðrir (t.d. Ad
Dekkers, Gerhardt von Graevenitz)
vinna í myndröðum út frá einu tema
eða fleirum og enn aðrir gera hvort
tveggja: umbreyta formum og litum
eftir fyrirfram gefnum formúlum.
Markmið hinna hollensku harð-
línumanna eru einnig margbreytileg.
Bonies segist vera að búa sér til eins
konar algilt, sterkt myndmál. Franck
Gribling kannar áreiðanleika mann-
legrar skynjunar: hvað er það sem við
sjáum i raun og veru? Og aðrir þykj-
ast leita að grundvallarreglum náttúr-
unnar.
Silfur, brons,
plexigler
Það þarf sérstakt hugarfar til að
njóta verka af þessu tagi til lengdar,
svo mjög sem þau eru dauðhreinsuð
og gerilsneydd á köflum. En þau geta
lika verið nauðsynleg stikkpilla þá
tima þegar önnur kúnst þjáist af
þembu.
En geómetrískrar strangtrúar gætir
ekki aðeins í myndlist heldur einnig í
húsbúnaði, arkitektúr og flestallri
listiðn Hollendinga. Til að minna
okkur á þá staðreynd hefur verið sett
upp skartgripasýning með grafíkinni,
í kössum sem eru svo haganlega úr
garði gerðir að minna á kistil Steinars
bónda. „Skart” er eiginlega ekki
rétta orðið yfir þessi stykki úr silfri,
bronsi og plexígleri því sumir hönn-
uðanna virðast beinlínis gera sér far
um að búa til and-skart, — gripi sem
minna meir á rennibekkinn og tölvu-
búnað en lífræn form hefðbundinna
skartgripa. En sumar hugmynda
þeirra sem koma upp í leiðinni eru
samt stórsniðugar og vænlegar til
endurnýjunar í iðninni. Ég vil hvetja
alla áhugamenn að gaumgæfa þessa
hollensku framleiðslu.
- AI
nægjusemi og nákvæmni og þær
dyggðir hefur strangtrú mótmælenda
tamið þeim, ásamt öðrum slíkum. En
viðskiptatengsl þeirra og nábýli við
óigandi haf annars vegar og volduga
nágranna hins vegar hefur einnig
tamið þeim pragmatisma sem hefur
haldið allri ofsatrú í skefjum og
haldið þeim opnum fyrir þróun mála
annars staðar í heiminum.
Hreint og klárt
Það ætti því ekki að koma neinum
á óvart þótt þessi einkenni settu
einnig svip á myndlist Hollendinga.
Sem þau og gera. Skýr myndbygging,
hreinir og klárir myndfletir, nákvæm
og vönduð útlistun smáatriða —
þetta er aðall hollenskrar myndlistar
allt frá Sanredam, Ruysdael, Cuyp
og allar götur til Mondrians og De
Stijl hreyfingarinnar. Sú arfleifð er
ekki aldeilis dauð því geómetrísk af-
straktlist á sér hvergi fleiri né mælsk-
ari talsmenn en einmitt þar i landi,
eins og glöggt kemur fram á þeim
tveim sýningum frá Hollandi sem nú
er að finna að Kjarvalsstöðum,
Grafík frá landi Mondrians og Hol-
lenskt skart.
í formála að þeirri fyrrnefndu skil-
greinir Gijs van Tuyl einmitt
hugtakið „geómetrísk afstraktlist”
sisvona: geómetrisk er hún vegna
þess að listamenn nota frumeiningar
geómetríunnar, beinar línur, hringi,
þríhyrninga, ferninga. Afstrakt er
AÐALMANNTAL
1981
Til starfsmanna við manntal
Starfsmenn við manntal 1981 í þéttbýli
á höfuðborgarsvæði og á Akureyri eru
beðnir að mæta til starfa í hverfamið-
stöðum í kvöld kl. 18.
SVEITARSTJÓRNIRNAR.
AÐALMANNTAL
1981
Manntalseyðublöðum verður dreift í
kvöld til íbúa á höfuðborgarsvæði og á
Akureyri.
Fólk er beðið að kynna sér eyðublöðin
vel, en láta útfyllingu þeirra bíða til
helgarinnar, vegna sjónvarpsþáttar á
föstudag og laugardag.
SVEITARSTJÓRNIRNAR.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
Hringur, þríhym-
ingur, femingur
Hollensk myndlist og skart að Kjarvalsstöðum
Það er gömul tugga að segja sem sjónhringurinn óendanlegur, aðeins háhýsi, bátsmastri. Þetta land hafa
svo að náttúra og siðferðilegur rofinn af stöku lóðréttu formi: tré, Hollendingar þurft að 'yrkja af
þankagangur með hverri þjóð hafi
úrslitaáhrif á þá myndlist sem þar
verður til. En í slíkum tuggum er
jafnan að finna sannleikskorn og
hvað ofangreinda fullyrðingu snertir
er eitthvert skýrasta dæmið að finna
meðal Niðurlendinga, einkanlega
Hollendinga.
Myndlist
Þar er land flatt og takmarkað,
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON