Dagblaðið - 07.04.1981, Síða 1

Dagblaðið - 07.04.1981, Síða 1
7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL1981 — 82. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Kefíavík: Fermmgarvebdan snerist i hörkuslagsmál viö lögreglu —gestgjafínn varað vísagestisínumíbílastæðiþegar„löggan,,kom ogmálin tóku óvænta stefnu Til óvænts og næsta fátíðs at- burðar dró á götu í Keflavík um miðjan dag á sunnudaginn. Maður sem þar hélt fermingarveizlu og var að taka móti einum gesta sinna, varð næsta fyrirvaralítið fyrir ágangi lögregluþjóns af Keflavíkurflugvelli. Kom til harðra átaka milli þeirra og er allt málið nú í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna tengsla umrædds lögregluþjóns við lögreglu- menn í Keflavík. Þegar gestur Keflvíkingsins kom til fermingarveizlunnar þurfti hann að leggja bílnum og við það hjálpaði gestgjafinn sem fyrr segir. Var bíllinn í óvenjulegri stöðu á götunni er lögreglubíll af Vellinum kom aftan að honum. Kom til orðaskipta og síðan kallaði lögregluþjónn gestinn inn i lögreglu- bílinn. Gestgjafinn bankaði í rúðuna hugðist spurja hverju þetta sætti. Þá var læsing sett á dyr lögreglubílsins. Aftur bankaði gestgjafinn og spurði hvort lögreglumennirnir væru í þeirra umdæmi. Við þá spurningu snaraðist lögreglumaðurinn út, tók gestgjaf- ann hengingartaki og sneri hann í jörðina. Gestgjafinn kveðst hafa sagt við lögregluþjóninn að hann teldi hann ekki verðan að bera lögreglu- búning og hann mundi því verja sig. Urðu átök snörp. Gestgjafinn losaði sig úr taki lögregluþjónsins, sparkaði í hann og tókst að snúa hann undir. Voru nú mörg vitni komin á staðinn en vitni voru að atburðinum frá upp- hafi. Kom nú hinn lögregluþjónninn til aðstoðar, enda hafði sá er í átökun- um var beðið hann að koma með handjárnin. Kom nú Keflavíkurlögreglan á vettvang og var gengið á milli lög- reglumannsins og gestgjafans. Síðan var allur hópurinn færður á lögreglu- stöð. Skýrsla var tekin af gestgjafa og gesti og e.t.v. einhverjum vitnum en ennþá mun ekki búið að yfirheyra lögregluþjóninn. Öll átökin og eftirleikurinn tóku hátt i þrjár stundir svo gestgjafinn gerði lítið annað en heilsa sínum gest- um og kveðja þá. Kom hann heim i ónýtum fötum og með ónýtt tölvuúr. -A.St. Verkfail kennara: „Skín í gamla fordóma- grímu” — segirðlafur Sigurjónsson á Akranesi Öll kcnnsla i öldungadeildum fjölbrautaskólanna á Akranesi og í Breiðholti liggur niðri vegna verkfalls kennaranna. Ástæðan er deila um kaup og kjör við fjár- málaráðuneytið, sem staðið hefur frá því yfirstandandi námsönn hófst. Kennurunum i bóklegum greinum er greitt samkvæmt samningum sern eru í gildi í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Þar fá stunda- kennarar tvöfalt kaup miðað við stundakennslu i dagskólanunt og visað til þess að yfirferð náms- efnis sé helmingi meiri í öldunga- dcildinni. Fastir kennarar, sem kenna fulla skyldu t dagskóla frá 60% álag á stundakennsiu í öldungadeildinni. Að sögn Ólafs Sigurjónssonar, trúnaðarmanns kennara á Akranesi, fellst fjár- málaráðuneytið ekki á að þessar reglur gildi um greiðslu fyrir kennslu í verknámsgreinum fjölbrautaskólanna, þar skuli greitt einfaltkaup. „Röksemdir ráðuneytisins eru að ekki sé hægt að læra verknámsgreinarnar eins hratt og hinar grcinarnar. Þar skín i gömlu fordómagrímuna að verknámið sé sett skör lægra,” sagði Ólafur. Þrátt fyrir að liggi fyrir samþykkt fjármálaráðuneytis um að borga tvöfalt kaup fyrir bóknámskennslu I fjölbrauta- skólum, hafa kennarar heldur ekki fengið mcira en einfalda borgun frá þvi um áramótin. Krafa þeirra er því um að ráðuneytið borgi tvöfalt kaup samkvæmt samningi fyrir bóknámið, en viðurkenni og borgi tvöfalt kaup fyrir ^ARH. verknámið. „Heldaðíslend- ingumþyki væntumað borgaþennan skatt" — sjá bls. 5 KemurTravolta tiiíslands? — sjá bls. 17 Fólkáfrum- sýningu LaBohéme — sjá bls. 16 Vantarneðri hlutalíkamans -sjábls.9 Mannfall íóveðrinu íJúgóslavíu — sjá erl. fréttir bls.6-7 - J V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.