Dagblaðið - 07.04.1981, Page 8

Dagblaðið - 07.04.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. I I Erlsnt Erlent Erlent Erlent 14% ailra hjónabanda í Sovétríkjunum eru bíönduð: Skilnaðartíðnin lægri hjá fólki GUNNLAUGUR A. JÓNSSON mönnum frá Póllandi Ferðamannabærinn Ystad. Eins og viðar i Sviþjóð hafa yfirvöld þar búið sig undir að taka á móti pólskum flóttamönnum. síðastliðnum til að ræða flótta- mannamáliö en þá höfðu á skömmum tíma borizt margar harðorðar yfirlýsingar frá Moskvu til Póllands. Leynileg áætlun um móttöku flóttamanna hafði þá verið samin og var hún nú yfirfarin af heilbrigðis- yfirvöldum, héraðsstjórninni, félags- málaráði, lögreglu, hernum, tollgæzlunni, Rauða krossinum og ýmsum öðrum samtökum. ,,Við kærum okkur ekki um að verða teknir í rúminu ef það versta mundi gerast,” sagði Mats Sjögren lögregluforingi í Malmö. „Tvær áætlanir voru samdar fyrir nokkrum árum og það er siðari áætlunin sem málið snýst núna um Hún er við það miðuð að verða notuó á friðarlímum við aðstæður eins og eru núna. Reiknað er með að flótta- mannastraumurinn bærist þá fyrst til Skáns. Langur listi yfir mögulega aðsetursstaði þeirra hefur þegar verið saminn,” segir Sjögren. Pólsku flóttamönnunum yrði komið fyrir í skólum, sem lagðir hafa verið niður, æskulýðsbúðum, lausu húsnæði í ferðamannabæjum o.s.frv. Ef þetta nægði ekki, þá eru yfirvöld tilbúin til að láta einnig i té þá skóla sem eru í notkun. Ef til þess kæmi þyrftu yfirvöld að leggja til rúm, dýnur, sængur og teppi auk þess sem þau yrðu að sjá flótta- mönnunum fyrir mat. Á Gotlandi, austasta hluta Svíþjóðar, eru yfirvöld einnig undir það búin að taka á móti pólskum flóttamönnum. Gotland er mjög vinsæll ferðamannastaður á sumrin þannig að þar er mikið af gistihúsum og annarri aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig þar er herinn tilbúinn að veita nauðsynlega hjálp. En yfirmenn hersins hafa þó mest- ar áhyggjur af því sem gæti gerzt úti á hafinu þegar bátar með pólsku flótta- fólki tækju að nálgast Svíþjóð. Einstakir herforingjar hafa þegar fengið leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við ef pólsk eða önnur skip eða flugvélar frá A-Evrópu veita flóttamönnum eftirför inn i sænska landhelgi. Yrði skotið á flóttafólkið hefur herinn fyrirskipun um að verja það og kæmi þessi aðstaða upp mun herinn á Gotlandi fá mikinn liðsstyri. (Dagbladet) af ólíku þjóðemi í Sovétríkjunum eru 66.3 milljónir fjölskyldna. 14% allra hjónabanda eru blönduð hjóna- bönd, þ.e. aðilarnir eru sinn af hvoru þjóðerni. Ljúdmíla Teren- tjeva, aðstoðarrektor Mikuluko- MaklajaPjóðháttastofnunarinnar við Visindaakademíu Sovétríkj- anna, gerir i eftirfarandi viðtali grein fyrir fjölgun blandaðra hjónabanda f landinu. „Hvað viljið þér segja um blandaðar giftingar, ef litið er á þær frá því sjónarmiði, hvaða rétt hver maður hefur til að velja sér lifs- förunaut?” „Það er einn liður í frelsi mannsins að fá að velja sér lífs- förunaut af hvaða þjóðerni sem er. Ef eitthvert þjóðfélag telur blandaðar giftingar afbrigðilegar, er varla hægt að telja það þjóðfélag lýðræðislegt. Blandaðar giftingar voru sjald- gæft fyrirbæri í Rússlandi fyrir byltingu. Lög rússneska keisara- veldisins leyfðu ekki, að rétt- trúnaöarmenn gengju í hjónaband með ókristnu fólki. Islam setti hindranir I götu múhameðstrúar- manna og fólks, sem játaði aðra trú, ef það hafði hug á að ganga í hjóna- band. Gyðingatrúarmenn í Rússlandi fordæmdu giftingar fólks af ólíkum kynþætti. Samkvæmt þessu ætti fjölskylda mín ekkiað vera til.” „Hvað eigið þér við með þessu?” ,,í minni fjölskyldu hafa blandast mörg þjóöerni. Ég er rússnesk, maðurinn minn er gyðingur, dóttir okkar er gift Þjóðverja, austur- þýskum borgara, og bróðursonur minn er kvæntur konu af tatarakyni. Þannig er í raun í Sovétríkjunum reglan: „Allt mannkynið er ein líf- fræðileg tegund, það eru hvorki til fullkomnir né ófullkomnir kyn- þættir.” „Hvað viljiö þér segja um starf yðar sem þjóðháttafræðings?” „Það má segja, að við þjóðhátta- fræðingar höfum yfir að ráða einstakri „rannsóknastofu”. Þar á ég við allt landið. Dæmið sjálfir. Sam- kvæmt upplýsingum úr manntalinu 1979 búa i Sovétríkjunum rúmlega 120 þjóðir, stórar og smáar, sem telja frá 400—500 manns (Alúetar, Negidaltsar) og upp I 137 milljónir (Rússar). Með hverju árinu sem líður fáum við meira og meira rannsóknar- efni upp í hendumar.” „Hvaða niðurstöður hafa komið út úr rannsóknum sovéskra þjóðháttafræðinga, sem hafa verið að kanna giftingar fólks af mis- munandi þjóðerni?” „Almennar tölfræðilegar upp- lýsingar og niðurstöður þjóðhátt- ar- og félagslegra rannsókna hafa leitt í ljós, að í öllum sovésku lýðveldunum 15 fer giftingum fólks af mismunandi þjóðerni fjölgandi. Fyrir tiltölulega skömmu var tíunda hver gifting í Sovétríkjunum blönduð, en nú eru þær 14 af hundraði allra giftinga. Giftingar fólks af óliku þjóðerni eru flestar i Lettlandi, Kazakhstan og Úkranínu, en í þessum lýðveldum er fimmta hver gifting blönduð. En aftur á móti í Armeníu eru blandaðar giftingar 3.7%. Það hefur komið í ljós, að í borgum allra sambandslýðveldanna eru fleiri blandaðar fjölskyldur heldur en í dreifbýlinu. í borgum Mið-Asíulýðveldanna eru blandaðar fjölskyldur 23.7 af hundraði. En i borgum í Moldavíu, Úkraninu og Hvíta-Rússlandi eru blandaðar fjölskyldur 30—40 af hundraði. Nú, en svo eru auðvitað undantekningar frá reglunni. í sjálf- stjórnarlýðveldinu Karelíu er fjöldi blandaðra fjölskyldna 30% hærri en almennt gerist og auk þess meira um slík hjónabönd í dreifbýli heldur en í borgum. Skýringin á þessu er sú, að fólk hefur komið frá öllum lands- hornum til Karelíu til að vinna við skógarhögg.” Brúðkaup tveggja ungmenna af óliku þjóðerni. Svetlana Sobko er frá Úkrainu og Timýr Seljev er frá Tadsjikistan. Bæði starfa þau við silkiiðnaðinn i Dúshanbe. „Koma tungumálaerfiðleikar ekki í veg fyrir nánari kynni fólks af ólíku þjóðerni?” „Slíkir erfiðleikar eru ekki til. Rússneska er sameiningartungumál allra þjóða Sovétríkjanna. Hún er það mál, sem þær læra næst á eftir eigin þjóðtungu. Þetta hefur rutt erfiðleikum úr vegi.” „Er hin blandaða fjölskylda föst í sessi?” „Nokkrir erlendra starfsbræðra minna telja, að hjón af blönduðu þjóðerni hafi ekki eins mikla möguleika á að venjast hvort öðru eins, og hjón af sama kynþætti. Mér virðist sem svo að spurningin um félagslega eða lifeðlisfræðilega yfir- burði „hreinna” hjónabanda umfram blönduð sé út í bláinn. Auðvitað er það ekki einfaldur hlutur að stofna til hjónabands, þeg- ar tveir aðilar af óliku þjóðerni eiga í hlut. Milli hjóna getur ríkt mikill mismunur á sálfræðilegu sviði, hvað snertir hefðir og lifsviðhorf. Hér ríkir krafa um gagnkvæma virðingu fyrir venjum og séreinkennum hinnar þjóðarinnar, menningu og daglegum siðum. Það kann að hljóma þver- stæðukennt, en reynslan hefur leitt í Ijós, að þegar upp koma erfiðleikar, þá eru hjón í blönduðu hjónabandi betur I stakk búin til að yfirstiga þá og hafa í því tilfelli eins konar „yfir- burði” fram yfir önnur hjón. Félagsfræðingar hafa staðfest, að skilnaðartíðni er miklu lægri hjá fólki af ólíku þjóðerni heldur en hjá hjónum af sama þjóðerni. Hér kemur einnig fram sú staðreynd að fólk, sem gengur i hjónaband með aðila af öðru þjóðerni hugsar sig betur um en ella.” „Af hvaða þjóðemi eru þau börn sem fæðast f blönduðu hjónabandi?” „Lagalega er gengið frá þjóðemi þegar viðkomandi nær 16 ára aldri og fær vegabréf. Hinn ungi borgari getur þá sjálfur ákvarðað þjóðerni sitt; hvort hann fylgir þjóðerni föðjr eða móður. Svíar eru tíIbúnir að taka á móti flótta- Sænski herinn hefur fylgzt af athygli með þróun mála í Póllandi undanfarnar vikur og mánuði. En það er ekki aöeins herinn sem hefur áhyggjur af því sem er að gerast í þessu nágrannakindi Sviþjóðar.Hinn almenni borgari fylgist einnig vel með og stjórnvöld hafa þcgar lagt á ráðin um, hvernig bregðast skuli við ef mikill fjöldi pólskra flóttamanna legði leið sína til Svíþjóðar eins og fastlega má reikna með að verði ef Sovétmenn ráðast inn í Pólland. Þeg- ar hafa verið gerðar ráðstafanir til að hægt verði að taka við talsverðum fjölda flóttamanna. Frá því í desembermánuði síðast- liðnum hafa héraðs- og sveitar- stjórnir á Skáni, Blekinge og Gotlandi undirbúið sig til að taka viö pólskum flóttamönnum. Suðurhluti Skáns er næstur Pól- landi og þaðan er daglegt ferjusamband milli Svíþjóðar og Póllands. Einnig fer ferja frá Nynáshamn fyrir sunnan Stokkhólm. Ekkj, er þó talið líklegt að fióttamennirnir kæmu þá leið. Líklegra þykir að þeir reyni aö fiýja í smábátum eða fiskibátum. „Við höfum góða möguleika til að taka á móti Pólverjunum,” segir Sven Carlquist i ferðamannabænum Ystad., Ráðamenn i Ystad komu saman til sérstaks fundar í desembermánuði Sovézkir skriðdrckar á æfingu í Póllandi. Ef svo færi að æfingin breyttist i innrás, eins og ýmsir óttast, þá reikna bæði Sviar og Danir með að verða að taka á móti miklum fjölda pólskra flóttamanna. I 11' I • i' V 1 I

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.