Dagblaðið - 07.04.1981, Page 11

Dagblaðið - 07.04.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. DIMMISSJON HJA STORMSVEmJM MS m \ V Það var dimmission hjá nemendum Menntaskólans við Sund í gær. Eins og færzt hefur í vöxt á undanförnum árum viðhöfðu nemendur ýmis skrípalæti á götum úti, klæddu sig i búninga af skrýtnu tagi og nutu Iffsins óþvingað. í miðborginni var óvenju margt skrautlega búinna ungmenna — og meira að segja viðskiptavinir sjálfs Landsbankans áttu erfitt með að komast þangað inn nema að brosa áður að stormsveit sem þar var á tröppunum. Þeir sem urðu við beiðni um bros fengu sumir koss á vangann i þakklætisskyni. DB-myndir Sig. Þorri. Flugfélag Nordurlands: Hraöfleyg, japönsk vél bætíst í fíotann Ný flugvél mun brátt bætast í flug- flota Akureyringa því Flugfélag Norðurlands hefur fest kaup á nýrri ellefu farþega Mitsubishi-flugvél og verður hún afhent félaginu í lok þessa mánaðar. Nýja flugvélin er búin jafnþrýstibún- aði, er með túrbinuhreyflum og mjög hraðfleyg, hraðfleygari en t.d. Fokker- vélar Flugleiða. Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Norður- lands, mun nýja flugvélin taka við sem aðalvél af Piper Chieftain-vélinni sem hefur flogið á öllum lengri áætlunar- leiðum félagsins. Nýja vélin gefur félaginu möguleika á mun fjölbreyttari verkefnum og verður hún því jafnt í áætlunar- og leiguflugi, utanlands sem innan. Sigurður sagði einnig að þessi nýja vél ætti ekki að vera dýrari í rekstri en aðrar vélar Flugfélags Norðurlands. Hún getur athafnað sig á stuttum flug- brautum og var hún einmitt valin með tilliti til þess að allflestir flugvellir landsins eru malarvellir. Lára Rafnsdóttir (t.v.) og Anna Júliana Sveinsdóttir: Samvinna þeirra hefur tekið stórstigum framförum, þótt ágæt væri fyrir, segir Eyjólfur Melsted m.a. í umsögn sinni. Komið er að minnsta kosti ár síðan heyrst hefur í listakonunum Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og Láru Rafns- dóttur saman. Mig minnir að það hafi verið á Hádegistónleikum hjá Söngskólanum. Vel á minnst, Há- deigstónleikarnir eru fyrirbæri sem ég sakna úr tónlistarlífinu í vetur. Ég held að sú góða reynsla, sem af þeim fékkst í fyrra réttlæti fyllilega áfram- hald þeirra. Hn Hádegistónleikar eru annars tónleikum þeirra listasystra nú tiltölulega óskylt mál. Anna Júlíana hefur víða komið við i efnisvali. í þetta sinn fetaði hún, áður, nokkurn veginn ótroðna slóð. Að vísu má segja að O del mio dolce Ardor, sé gamall kunningi, en íslenskir söngvarar hafa samvisku- samlega sneitt hjá Grieg, hin seinni árin, að minnsta kosti. Úr þessu bættu þær stöliu rækilega nú. Fyrst lék Lára þrjú lög ein og svo fylgdu á eftir Hjertets Melodier, En Svane og Med en Vandlillie. í seinni hlutanum ventu þær kvæði sínu í kross og glímdu við Albeniz og Granados. Svolítið finnst manni það skrýtið þegar púra gítarverki, eins og Asturias er snúið fyrir píanó. En Láru fórst nmsnúningurinn vel úr hendi og náði virkilega að skapa píanistiskan anda, bæði í Asturias og Castilla. Lög Granados, sem þær völdu, eru stutt, smellin og umfram allt, vel flutt. Mikið vatn rennur til sjávar á einu ári og oft breyast raddir og stíll lista- manna á skemmri tima. Samvinna þeirra Láru og Önnu Júlíönu hef- ur tekið stórstígum framförum, þó ágæt væri fyrir. í leik Láru gætir miklu meiri hlýju og mýktar, en áður, án þess að nokkru sé fórnað af krafti og snerpu. Rödd Önnu Júlfönu hefur líka vaxið að þrótti og hljó'mi. Þær hafa fundið hvor aðra og upp- skera ríkulega af samvinnu sinni. Tónleikar þeirra að Kjarvalsstöðum sýna, svo ekki verður um villst, að þær vaxa með verki. - EM AÐ VAXA MEÐ VERKI Ljófla- og píanótónleikar að Kjarvalsstöflum 2. aprfl. Rytjendur: Anna Júlíana Sveinsdóttir og Lára Rafnsdóttir. Á efnisskrá: Ljóðasöngvar og píanóverk eftir: C.W. Gluck, E. Grieg, I. Albeniz og E. Grana- dos. Flugfélag Norðurlands á einnig tvær Twin Otter-vélar og undanfarið hefur önnur þeirra verið leigð Flugleiðum. Sagði Sigurður að ætlunin væri að selja þá vél þegar nýja vélin kæmi. - GM, Akureyri. Lada Sport ’78, ekinn 42 þús., grænn. Toyota Corolla, ’79, 4ra dyra, silfur- grúr. Toyota Corolla, ’77, 2ja dyra, ekinn 47 þús., rauður. Subaru 1600 DL, ’78. Rauður, ekinn 32 þús. Útvarp. Góður bill. M. Benz 240 D, ’75, ekinn 140 þús., 5 cyl., B. Benz 230—6, ’73. Ekinn 23 þús. á vél. Báðir grænir og góðir bilar. Toyota Cressida, ’78. 2ja dyra hard- topp. Ekinn 46 þús. 5 gíra. Teina- felgur. Mjög fallegur bíll. Skipti ósk- ast á Nova Concours, ’77—’78. Chevrolet Monza „Monzter”, ’76. Sjón er sögu rikari. Klár f hvað sem Ford Mustang, ’79, 6 cyl., sjálfsk., Ekinn 28 þús. Mjög fallegur og vel með farinn. Range Rover, ’75. Bíll í toppstandi. Dökkgrænn. Skipti möguleg. er. Honda Civic, ’77. Gulur og sætur. Ekinn 60 þús. Beinskiptur. Bíli í toppstandi. Sanngjarnt verð og hag- stæð kjör. Útb. aðeins 25 þús. BÍLAT0RG Horni Borgartúns og Nóatúns Símar: 13630 og 19514

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.