Dagblaðið - 07.04.1981, Page 15

Dagblaðið - 07.04.1981, Page 15
'i- /z DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. 15 Iþróttir Iþróttir íþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir I Slrákarnir úr 2. flokki FH höfðu algera yfirburði i úrslitakeppninni, sem lauk um sl. helgi. Þeir unnu alia andstæðinga sina með yfirburðum, og eru hér brosmildir ásamt þjálfara sinum, Guðmundi „Dadú” Magnússyni. DB-mynd S. ÍK-stelpurnar i 2. flokki unnu Hauka 7—3 í aukaúrslitaleik, sem liðin urðuaðleika sl. sunnuda jskvöld. Voru ÍR-dömurnar vel að sigrinum komnar með landsliðsstúlkuna Erlu Rafnsdóttur í broddi fylkingar. Neðst til hægri er þjálfarinn, Sigurbergur Sigsteinsson, og formaður handknd. ÍR, Hákon Bjarnason. DB-mynd S. Island sigraði Wales 101-66 í Edinborg: Ungu mennimir blómstruðu Pétur í úrvalsliði mótsins — íslenzka landsliðið í körff uknattleik leikur við Belgíumenn f Liege á miðvikudag „Ég er mjög ánægður með þennan leik hjá strákunum. Þeir voru i allt öðrum gæðaflokki en mótherjar þeirra frá Wales. Stórsigur í þessum vináttuleik i Edinborg i gær, ísland 101 stig, Wales 66,” sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfarinn f körfuknatt- leiknum, þegar DB ræddi við hann í gærkvöld. Æfingamótinu i Skotlandi lauk I gær. Skotar unnu Norðmenn með litlum mun i gær en Skotland er í sama riðli og ísland i C-riðli Evrópukeppninnar i Sviss. Hins vegar er lið Wales i hinum C-riðlinum, sem háður verður f Jersey og hefst á miðvikudag. Efsta liðið úr hvorum riðli kemst i B-keppni Evrópu- keppninnar. „Það voru valdir fimm beztu menn æfingamótsins hér í gær. Pétur Guðmundsson var valinn í þann hóp. Hinir fjórir voru Bandaríkjamenn, sem leika í landsliði Englands og Skotlands. í leiknum við Wales gerði ég ýmsar tilraunir í fyrri háifleiknum með íslenzka liðið. Leyfði mönnum að spreyta sig á ýmsum hlutum. Staðan í Notts Co. færist nær 1. deild Notts County og Wrexham gerðu jafntefli 1—1 í 2. deild á Englandi á sunnudag. Leikurinn var háður í Nottingham. Notts County er í öðru sæti í 2. deild, níu stigum á eftir efsta liðinu, West Ham, en fjórum stigum á undan liðunum, sem eru i þriðja sæti, Swansea, Grimsby og Blackburn. Þau hafa 41 stig. Öll liðin hafa leikið 36 leiki af 42. Celtic sigraði Partick Thistle 0—1 í skozku úrvalsdeildinni á sunnudag í leik liðanna á leikvelli Partick í Glas- gow. Celtic hefur nú 51 stig eftir 32 leiki en meistararnir frá í fyrra, Aber- deen, eru í öðru sæti með 43 stig eftir Tveirmeð 12rétta: Vinningurinn hefði fleytt honum yf ir erf iðleikana í 31. leikviku Getrauna komu fram tveir seðlar með 12 réttum og var vinn- ingur fyrir hvora röð kr. 41.130.- en með 11 rétta voru 24 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.468.- Annar vinningshafinn með 12 rétta upplýsti að hann hefði fyrir nokkrum dögum neyðzt til þess að selja húsið sitt en ef hann hefði dokað aðeins við hefði þessi vinningur fleytt honum yfir erfiðleikana. 31 leik. Celtic þarf því aðeins þrjú stig úr þeim fjórum leikjum, sem liðið á eftir til að tryggja sér skozka meistara- titilinn í knattspyrnu. Einn leikur var háður á Englandi í gær. Það var í 4. deild. Mansfield tapaði á heimavelli 1—2 fyrir Alders- hot. Framkvæmdastjóri West Ham, John Lyall, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir móðgandi og ósæmilega framkomu gagnvart dómaranum Clive Thomas í fyrri úrslitaleik Liverpool og West Ham á Wembley 14. marz. Thomas ákærði Lyall fyrir að hafa kallað hann „svikara”, þegar hann dæmdi mark Liverpool í leiknum gilt, þegar leik- maður Liverpool lá rangstæður á vell- inum. „Ég talaði ekki til dómarans, þegar hann kom til mín. Sagðist ekki vilja ræða við hann, þar sem ég taldi að við hefðum verið sviknir,” sagði Lyall. hálfleik var 39—27 fyrir ísland. í síðari hálfleiknum var hins vegar sett á fulla ferð og þá skoruð 62 stig. Það var áber- andi í leiknum hvað ýmsir leikmenn /S Sigurður Svsrrisson „Þróttur var óskaliðið” — sagði þjálfari HK „Þróttur var óskalið okkar í undanúrslitunum og við erum bjart- sýnir á leikinn,” sagði Þorsteinn Jóhannesson, þjálfari HK, um dráttinn í bikarkeppni HSÍ í gær. „Ef þessir leikir að undanförnu og sú hvatning sem liðið hefur fengið hjálpar okkur ekki, já, þá veit ég ekki hvað.” í hinum undanúrslitaleiknum mætast íslands- meistarar Víkings og Framarar. Báðir leikirnir fara fram á fimmtudagskvöld og úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudag. „Við eram komnir upp á ný og ætlum okkur að vera þar” — þrumaði þjálfarí HK, Þorsteinn Jóhannesson, yf ir sfnum mönnum að loknum 18-15 sigri gegn ÍR í gærkvöld „Okkur tókst það sem við settum okkur sem takmark í haust. Við fórum e.t.v. óþarflega miklar krókaleiðir að þvi, en það hafðist. Við erum komnir í I. deiídina á ný og þar ætlum við okkur að vera,” þrumaði þjálfari HK, Þor- steinn Jóhannesson, yfir sínum mönnum í búningsherberginu í gær- kvöld eftir að HK hafði sigrað ÍR 18— 15 í leiknum, sem skar úr um hvort liðið færi upp í 1. deildina með KA. Sigur HK var nokkuð sanngjarn en um tíma virtist svo sem leikmenn liðsins ætluðu ekki að þola spennuna. HK leiddi 11—5 í hálfleik, en ÍR-ingar skoruðu 5 fyrstu mörkin í síðari hálf- leiknum og minnkuðu muninn í 10— II. Eftir það var jafnræði með liðunum fram yfir miðjan hálfleikinn og þegar staðan var 14—12 fyrir HK fengu ÍR-ingar vítakast. Bjarna Hákonarsyni brást þá bogalistin á ör- lagastundu. Skot hans hafnaði í stöng og þaðan út af. Hilmar Sigurgíslason skoraði skömmu síðar 15. mark HK og sigurinn var tryggður. ÍR-ingum tókst ekki að ógna forystu Kópavogsliðsins lokakaflann og fagnaðarlæti HK- strákanna voru geysileg er flautað var til leiksloka. Leikmenn hafa undanfarnar vikur spilað bolta sem þeir hafa haft meira gaman af en þeim kerfisbolta, sem við lékum fyrr í vetur,” sagði Þorsteinn þjálfari. „Nú höfum við leikið 4/2 í sókninni í stað 5/1 að undanförnu og það hefur gefið mun betri raun. Hins vegar höfum við lært mikið af kerfis- boltanum, sem komið hefur að góðum notum núna. Þá hefur marvarzlan hjá Einari verið frábær í síðustu leikjum og stemmningin í liðinu ákaflega góð. Við eigum fáa veruléga góða leikmenn og það kann að reynast okkur erfitt í 1. deildinni næsta vetur, en það er aldrei að vita nema okkur bætist liðsauki. Verð ég áfram með HK? Það er alger- lega óráðið ennþá,” sagði Þorsteinn og hélt aftur til liðs við leikmenn sína i búningsherberginu, rólegur og yfirveg- aður að vanda. Ef við vikjum aðeins aftur að leiknum í gær, var hann bráðfjörugur. HK náði betra starti og komst í 5—2, en eftir 22 mínútur var staðan 7—5, en þá hrundi botninn úr ÍR-liðinu. HK skoraði fjögur mörk í röð og það síðasta aðeins sek. fyrir leikhlé. Var aldeilis frábært. Hilmar gaf þá háa sendingu inn í hornið til Ragnars, sem Góður árangur Hauka — íyngri flokkunum íkörfuknattleiknum Árangur íþróttafélagsins Hauka í Hafnarfiröi í körfuknattleik í vetur er sérlega athyglisverður. Auk þess að vinna sér sæti í 1. deild næsta keppnis- tímabil unnu þeir 5 meistaratitla í yngri Valur meistari Valur varð meistari í 3. fl. karla eftir sögulega úrslitakeppni undir lág- nættið á föstudag. Valsstrákarnir eru á myndinni hér til hliðar ásamt þjálfara sínum, Boris Akbashev — lengst t.v. og formanni handknd., Vals, Guðmundi Einarssyni — fjórða f.v. í aftari röð- inni. DB-mynd S. ◄C flokkunum. KR vann 3 titla og Skalla- grimur og UMFN sinn hvort. Bikarkeppni KKÍ lauk sl. þriðjudag með úrslitaleik Hauka og UMFN í 2. flokki karla. Úrslit bikarkeppninnar voru þessi: 2. fl. karla Haukar—UMFN 83—68 3. fl. karla Haukar—KR 66—63 4. fl. karla Haukar—ÍR 49—32 2. fi. kvenna KR—Haukar 40—38 (eftir framlengingu) í nýloknu íslandsmóti voru eftirtalin lið meistarar í yngri flokkunum: 2. fl. karla Haukar 3. fl. karla Haukar 4. 0. karla KR 5. fl. karla UMFN 2. fl. kvenna Skallagrímur 3. fl. kvenna KR kom fljúgandi og skoraði rétt áður en flautan gall, 11—5. í HK-liðinu voru það þeir Hilmar og Ragnar ásamt Kristni, sem voru at- kvæðamestir í sókninni. Siggi Sveins þeirra HK-manna varð full bráður á sér oftast. í vörninni var Hallvarður eins og klettur og í markinu varði Einar frábærlega. Hjá ÍR var lítið um toppa. Magnús Pálsson varði vel í s.h. og Guðmundur Þórðarson reif sig þá upp með látum. Sigurður Svavarsson skoraði góð mörk úr hornunum, en í heildina virkaði liðið ósannfærandi, ef undan er skilinn upphafskafli s.h. Mörkin. HK: Hilmar Sigurgíslason 6, Ragnar Ólafsson 5/3, Kristinn Ólafsson 4, Sigurður Sveinsson 3. ÍR: Bjami Bessason 4, Sigurður Svavars- son 4, Bjarni Hákonarson 3/2, Guðmundur Þórðarson 3 og Brynjólfur Markússon 1. Dómarar voru þeir Gunnar Steingrímsson og Hjálmur Sigurðsson og án þess að djúpt sé i árinni tekið er óhætt að segja að þeir hafi verið afar slakir. Samræmi í gerðum þeirra ákaf- lega lítið og æ ofan í æ voru þeir of fljótir á sér. -SSv. Wendt til Uerdingen — kemur í stað Mattsson sem leysir Teitafhjá Öster Sænski landsliðsmaðurinn kunni í knattspyrnunni. Benny Wendt, hefur verið seldur frá Kaiserslautern til Bayer Uerdingen fyrir 500 þúsund vestur- þýzk mörk. Benny Wendt hefur um árabil leikið með Kaiserslautern ásamt sænska landsliðsmarkverðinum Ronnie Hellström. Þeir hafa átt mestan þátt í velgengni félagsins undanfarin ár. Bayer Uerdingen stendur mjög höllum fæti í vestur-þýzku Bundeslíg- unni. Er I næstneðsta sætinu og erfitt verður fyrir félagið að komast hjá falli niður í 2. deild. Wendt heldur þó áfram hjá félaginu þó það falli. Hann tekur stöðu Jan Mattsson hjá Uerdingen en Mattsson hefur verið keyptur til Öster í stað Teits Þórðarsonar. -hsím. íslenzka liðsins, sem lítið voru með í fyrri leikjunum við England og Noreg, blómstruðu í þessum leik. Já, þetta var bara mjög góður leikur og það er létt yfir mönnum,” sagði Einar Bollason ennfremur. Pétur Guðmundsson var stiga- hæstur í íslenzka liðinu með 25 stig. Hann lék þó ekki nema helming leiktímans. Torfi Magnússon var næstur með 17 st. Kristján Ágústsson var með 11 stig og Valur Ingimundar- son með lOstig. íslenzka liðið hélt frá Edinborg kl. sjö í morgun áleiðis til Belgíu með stanzi í Lundúnum. Landsleikur verður við Belgíumenn í Liege á miðvikudag. -hsim. Danícl Hilmarsson, Dalvfk, sigraði í stórsvigi pilta -mynd Þorri. Unglingameistaramótið á skíðum: Olafsfirðingar beztir í skíðagöngu að venju — Slæmt veður setti mörk sín á mótið Slæmt veður setti mjög mörk á unglingameistaramótið í skiðum, sem háð var í Bláfjöllum um helgina. Af þeim sökum var ekki hægt að Ijúka keppni í svigi. Keppendur á mótinu voru frá Reykjavík, Ólafsfirði, Akureyri, Dalvik, Húsavik, ísafirði, Austfjörðum og vfðar að. Ólafs- firðingar voru mjög sigursælir í göngu að venju. Áttu til dæmis þrjá fyrstu menn í 7,5 km göngu 15—16 ára drengja. Einnig sigurvegarann í 13—14 ára flokki. í stórsviginu voru Reykja- víkurstúlkur í tveimur fyrstu sætunum. Hér á eftir fara úrslit í einstökum greinum, sem hægt var að ljúka. Ganga stúlkna 13—15 ára (2,5 km) 1. Mundína Bjarnadóttir, S 11:11.6 2. Sigurlaug Guðjónsd., Ó. 11:25.6 3. Sigríður Erlendsd., R. 13:26.8 4. Margrét Gunnarsd., S. 13:50.6 7,5 km ganga drengja 15—16 ára 1. Finnur V. Gunnarsson O, 25:25.2 2. Þorvaldur Jónsson, Ó. 26:32.1 3. Axel P. Ásgeirsson, Ó, 27:23.2 4. Baldvin Valtýsson, S, 27:34.6 5. Haukur Eiriksson, A, 29:52.5 6. SigurðurSigurgeirsson, Ó, 30:31.9 Tíu luku keppni. 5 km ganga drengja 13—14 ára 1. Frímann Konráðsson, Ó, 2. Karl Guðlaugsson, S, 3. Garðar Sigurðsson, R, 4. Nývarð Konráðsson, Ó, 5. Baldvin Kárason, S, 6. Steingr. Ó. Hákonarsson, S, Keppendur 21. Stórsvig drengja 13—14 ára 1. Árni G. Árnason, H, Atli Einarsson, i, Guðm. Sigurjónsson, A, Guðjón Ólafsson, í, Jón Björnsson, A, Hrafn Hauksson, H, Smári Kristinsson, A, Tryggvi Haraldsson, A, Árni Þór Freysteinsson, A, Þorvaldur örlygsson, Á, 17:46.7 18:06.5 18:10.8 18:11.9 18:27.2 18:31 85.05 85.11 88.26 89.63 89.94 91.38 92.90 93.70 93.79 94.62 Keppendur 44. Af þeim luku 38 keppni. Stórsvig stúlkna 13—15 ára 1. TinnaTraustad., R, 112.11 2. Dýrleif Arna Guðmd., R, 114.32 3. Guðrún J. Magnúsd., A, 117.52 4. Berglind Gunnarsd., H, 121.76 5. Sólrún Geirsd., í, 123.10 6. Guðrún H. Kristjánsd., A, 124.39 7. Signe Viðarsd., 125.05 2. 3. 4., 5. 6. 7. ' 8. 9. 10. 8. Rósa Jóhannsd., R, 126.91 9. Ingigerður Júlíusd., D, 127.96 10. Björg Jónsd., H, 128.20 Keppendur voru 30. Af þeim luku 16 keppni. Stórsvig pilta 15—16 ára 1. Daníel Hilmarsson, D, 107.14 2. Bjarni Bjarnason, A, 108.81 3. Erling Ingvason, R, 110.32 4. Sveinn Aðalgeirsson, H, 111.66 5. Steingrímur Birgisson, R, 112.06 6. Friðgeir Halldórsson, i 112.51 7. Stefán Geir Jónsson, H, 112.87 8. Sigurgeir Stefánsson, H, 112.99 9. Ingi Valsson, Ak, 113.13 10. Eggert Bragason, Ó, 113.28 Keppendur 37. Af þeim luku 23 keppni. KR0L SK0RAÐISIGURMARK NAP0LI - 0G LIAM BRADY K0M JUVENTUS Á BRAGÐIÐ Það er mikil spenna í 1. deildinni ítölsku. Roma sigraði á útivelli á sunnudag og er einu stigi á undan Juventus og Napoli. Bæði mörk Roma skoraði Brasilíumaðurinn Roberto Falcao í 0—2 sigrinum á Udinese. Juventus sigraði Catanzaro 3—0 í Torino og eftir stöðuga pressu Juventus allan leikinn voru mörkin þrjú ekki skoruð fyrr en á síðustu sjö mínútunum. Liam Brady skoraði það fyrsta á 83. mfn. ítalski landsliðs- maðurinn Scirea það sfðast með loka- spyrnu leiksins. Napoli vann Brecia 1—2 á útivelli. Hollendingurinn Ruud Krol bar af á vellinum og hann skoraði sigurmark Napoli fimm minútum fyrir leikslok. Fór þá upp í sóknina og skoraði með þrumufleyg rétt utan vítateigs. N Önnur úrslit á sunnudag urðu þessi. Avellino — Pistoiese 3—0 Cagliari — Perugia 2—1 Cono — Ascoli 0—0 Fiorentina — Torino 2—0 Bologna — InterMilanó 2—1 Staðan er nú þannig: Roma 24 12 10 Juventus 24 12 9 Napoli 24 12 9 Inter 24 11 6 Torino 24 8 8 Fiorentina 24 6 12 Cagliari 24 6 12 2 35—18 34 3 38—14 33 3 27—14 33 7 33—20 28 8 26—25 24 6 21—20 24 6 20—22 24 Bologna 24 9 Catanzaro 24 4 Avellino 24 10 Ascoli 24 6 Como Udinese Brescia Pistoiese 24 Perugia 24 24 24 24 10 14 6 8 7 9 13 4 11 5 25—20 23 6 17—21 22 8 33—27 21 10 14—29 20 11 21—29 19 10 19—33 19 9 16—24 17 14 17-36 16 10 15—23 12 -SSv. Knattspymufólagið Haukar HYGGST HALDA fyrirtækjakeppni í innanhússknattspyrnu í Haukahúsinu v/Flatahraun, ef næg þátttaka fæst. Mótið verður haldið um páskana, 16.—20. apríl n.k. Þátttökugjald kr. 400.- Þátttaka tilkynnist í Hauka- húsinu, sími 53712, fyrir 14. apríl nk.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.