Dagblaðið - 07.04.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.
Forsýningá nýjustu mynd „diskókóngsins” íLos Angeles:
Travolta sjálfur viðstaddur
frumsýningu ,BLOWOUT hér?
—sýhdi því áhuga á samtali við Áma Samúelsson bíóstjóra í Keflavík
„John Travolta, kvikmyndaleikar-
inn heimsfrægi, tók mjög vel í að
koma hingað til lands og vera við-
staddur frumsýninguna á nýjustu
myndinni sem hann leikur í,
Blowout. Þá væri hægt að sameina
frumsýninguna og vígsluna á nýja
kvikmyndahúsinu sem verið er að
reisa í Mjóddinni í Breiðholtinu í
Reykjavík og hafa Travolta sem
heiðursgest.”
Svo mælti Arni Samúelsson, kvik-
myndahúsrekandi í Keflavík og
bráðum í Reykjavík, en hann er ný-
kominn frá Bandaríkjunum ásamt
Guðnýju eiginkonu sinni af kvik-
myndahátíð i Los Angeles, sem
haldin var 21.—31. marz. 24 aðilar
stóðu að sýningunni, sem var hin
fyrsta í USA með þessu sniði. ,,Ég
ræddi við Travolta í 20 manna boði
sem haldið var eingöngu fyrir kaup-
endur „Blowout”, en myndin fjallar
um Chappaquiddickslysið, þegar
Edward Kennedy ók út af nefndri brú
og ung stúlka lét lífið. Travolta
hvorki syngur né dansar í myndinni
— heldur leikur hann ungan rann-
sóknarmann. Þarna er um að ræða
alger þáttaskil á leikferli Travolta í
hans fimmtu mynd. Ég sá tveggja
minútna hluta úr myndinni og eftir
honum að dæma verður um athyglis-
verða mynd að ræða.”
„John Travolta kom alla leið frá
Kansas City til að blanda geði við
kaupendur myndarinnar. Hann var
frjálsmannlega klæddur,” sagði
Guðný kona Árna, „í gallabuxum,
skyrtu og flannelsjakka. Hann var
ákaflega alúðlegur, með sín tindrandi
augu, sem vekja eftirtekt fólks og
eiga kannski mestan þátt í frægð
hans og frama.” Travolta er með
flugbakteríuna og kom í einkaþotu
sinni til boðsins ásamt flugkennara
sínum. „Fullnuma i fluginu á hann
auðveldar með að skjótast heimsálf-
anna á milli, þegar honum býður svo
við að horfa,” sagði Árni, „en áður
en hann kemur hingað til lands þarf
hann að þeytast um S-Ameriku þvera
og endilanga til að vera viðstaddur
frumsýningarnar þar, eftir að hafa
auðvitað heiðrað landa sína með
nærveru sinni við frumsýningu
myndarinnar í USA, hinn 24. júlí,
nk.”
Travolta tjáði þeim hjónunum að
hann hefði einu sinni komið við á
íslandi, á leið sinni til London, en
þau væru fyrstu íslendingarnir sem
hann ræddi við. Eftirminnilegast á
Keflavíkurflugvelli voru honum
vörurnar í íslenzkum markaði,
fallegar og mikið úrval. „Menn
búast við því að að „Blowout” verði
stór sigur fyrir John Travolta, enda
ekkert til myndarinnar sparað af
framleiðandanum, George Litto, en
hinn heimsþekkti Brian de Palma
annast leikstjórnina,” sagði Árni,
„svo ekki er að undra þótt menn séu
bjartsýnir.”
Er boðinu var lokið fór John Tra-
volta út bakdyramegin, í þjónalyft-
unni, — þaðan út í bílageymsluna og
ók svo lítið bar á út á flugvöll í
einkaþotuna, en öryggisverðir voru á
hverju strái af ótta við að einhverjum
dytti i hug að reyna að ráða hann af
dögum — „já, menn eru ekki alltaf
öfundsverðir af frægðinni,” sagði
Árni, „en þess má geta að Nancy
Alten, sem einnig leikur í myndinni,
var í boðinu sem haldið var af hálfu
Film Ways en Robert Mayers fram-
kvæmdastjóri þess fyrirtækis var
gestgjafinn. Boðið stóð í tvær
klukkustundir og var haldið á West-
wood Marquies Hotel í Los
Angeles.”
John Travolta ásamt Áma Samúelssyni og Guðnýju i American Film Market i Los Angeles. t nýjustu myndinni dansar
Travolta ekki eða syngur heldur leikur rannsóknarmann 1 sögunni af Chappaquiddickslysinu margfræga.
Guðný i félagi við þi Buddy Goldberg og Robert Mayers, sem stjórauðu 3000
manna veizlu i kvikmyndaveri Samúels gamla Goldwyns.
Þau Árni og Guóný þekktust boð
fleiri stjarna en Travolta. John Peters
og sambýliskona hans, Barbara
Streisand, buðu þeim hjónunum í
samkvæmi á Beverly Hills þar sem
allir þekktustu leikararnir búa. „Ég
þekkti Peters frá þvi að ég fór fyrst
að skipta við Polygram Pitchuri —
kaupa myndir frá fyrirtækinu. Þeir
eru mjög voldugir, eiga ýmis önnur
stórfyrirtæki víða um heiminn.
Streisand er ákaflega viðkunnanleg
kona en mér kom á óvart hve smá-
vaxin hún er,” sagði Árni.
AUt starfsfólk hjá þeim Peters og
Barböru Streisand er japanskt, 11
þjónar og fjöldi „geisha”, sem starfa
hjá þeim í eitt ár. Þá kemur líklega
nýr þjóðflokkur. Allt borðhald var
samkvæmt japönskum venjum, t.d.
sat maður flötum beinum við krabba-
átið, sem var fimmréttað, en allt jafn
bragðgott, tjáðu þau hjónin Árni og
Guðný og svo var þessu skolað niður
með tilheyrandi vökvum, bættu þau
við.
Svo að vikið sé að sjálfri hátíðinni
þá var hún sett með mikilti viðhöfn á
Century Plaza, af þeim Robert.
Mayers, forstj. Film Ways og George
Segal leikara, en hann klippti á kvik-
myndaspólu. Eftir gleðskapinn sem
fylgdi í kjölfarið, þar sem gnótt var
•veitinga, fóru hinir 1200 kaupendur
kvikmyndanna að skoða framleiðsl-
una og semja um hinar 150 myndir
sem sýndar voru í 24 kvikmyndahús-
um frá 9—5 á daginn. Þau Árni og
Guðný gátu samt gefið sér tíma til að
þiggja boð sem haldið var í Western
Urban Cowboy, ef einum viðskipta-
aðila þeirra í Universal Studios. Þar
var mikið um dýrðir. Allt í Western
stíl, dansar, klæðnaður, — allir voru
skyldaðir til að vera í kúrekafötum —
veitingar og þarna hittust margir
gamlir kunningjar ogglöddustá góðri
stund, en unt 70 manns, víða að úr
heiminum, voru i boðinu, — kvik-
myndakaupendur sem árlega fara á
markaðinn.
Eitt stærsta boð sem haldið hefur
verið í Hollywood var haldið á mið-
vikudeginum i Samuel Goldwyn
Studio, sem er í eigu Warners
Brothers. Þar voru samankomnir
3000 gestir. Allt fólk sem'er viðloð-
andi kvikmyndaframleiðslu, for-
stjórar, leikarar, leikstjórar, kvik-
myndatökumenn, handritahöfundar,
tæknimenn, umboðsmenn, kaup-
endur og fleiri sem of langt er upp að
telja. Gestgjafinn var American Film
Market ásamt þremur öðrum
dreiftngaraðilum. „Ég á ekki orð til
að lýsa dýrðinni,” sagði Árni, „og
það var mál manna að aldrei í sögu
Hollywood hefði verið haldin jafn-
glæsileg hátíð—hvernig sem það ei
skoðað — í skemmtiatriðum, mat-
föngum og ekki sízt í auglýsingum.
Tvær þyrlur sveimuðu yftr borginni
með ljósatöflu og geislar lýstu upp
himinhvolfið þar sem lesa mátti hvað
um væri að vera enda urðu margir
yfir sig hissa, eins og t.d. leigubíl-
stjórinn sem ók okkur, sem vart
mátti mæla af undrun.”
Á þessari hátíð, sem þeir Buddy
Goldberg og Robert Mayers stjórn-
uðu og undirbjuggu i 8—9 mánuði,
mátti líta heimsþekkta leikara
eins og Raquel Welch, Cristopher
Lee, Robert Hays, svo einhverjir séu
nefndir, en Guðný og Árni hættu að
taka eftir þessu fyrirfólki þegar það
var í öllum hornum, sama hvert litið
var. Ætlun þeirra hjóna var að vera
viðstödd afhendingu . óskarsverð-
launanna en þar sem henni var
frestað vegna árásarinnar á Reagan
forseta um einn dag urðu þau að
sleppa því vegna stopulla flugsam-
gangna við ísland. Hins vegar sáu
þau í sjónvarpinu skotárásina, sem
sýnd var 30 sinnum sama daginn, og
allir voru auðvitað uppteknir við að
skoða. Myndin var tekin af áhuga-
Ijósmyndara á videotæki svo hægt
var að sýna hana innan hálfrar
stundar frá árásinni. Myndatöku-
maðurinn hlýtur því að hafa fengið
dágóða upphæð fyrir myndina, sem
sýnd var um öll Bandaríkin af
mörgum sjónvarpsstöðvum, sagði
Árni.
Nú, og hvers vegna voru Ameríku-
menn að halda svo kostnaðarsama
kvikmyndahátíð? Svarið við því er
okrið hjá Frökkum á Cannes-hátíð-
inni. Kvikmyndaframleiðendur eða
dreifingarfyrirtæki hafa varla efni á
því að greiða milljón dali fyrir að
koma til Cannes í lOdaga þar sem 10
manna boð getur kostað 30 þúsund
dali. Hætt er því við að þeir sem
sömdu um sýningarrétt á kvikmynd-
um í Los Angeles leggi ekki leið sína
til Cannes á næstunni heldur bíði
næsta árs og skreppi þá aftur til Los-
Angeles, var skoðun þeirra Árna og
Guðnýjar.
-emm.