Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.04.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 07.04.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. Sfjórnað harðri hendi Nú er rétt að blása á allar svoleiðis viðurkenningar og prófa plötur á eyr- unum á sjálfum sér. Remain in light vinnur á. í fyrstu verður maður helst var við dynjandi taktinn á gagnaug- unum á sér, og helzt kemur 'manni í hug gamlar smástelpuhljómsveitir /S AÐALSTEINN INGÓLFSSON ÁSGEIR TÓMASSON Rainbow— Difficultto cure „Nei, er komin ný plata með Kansas?” varð vini mínum að orði er hann kom í heimsókn fyrir skömmu. Það var hins vegar nýjasta afkvæmi Rainbow, Difficult to cure, sem hann barði þar eyrum. Það var e.t.v.ekki nema von að hann spyrði þvi á köflum er tónlist Rainbow átakan- lega lík Kansas, Foreigner og jafnvel Toto í bland — einkum og sér í lagi söngur hins nýja meðlims, Joe Lynn Turner. Hann gæti þess vegna verið bróðir Lou Gramm í Foreigner eða þá Walsh í Kansas. Rainbow hefur e.t.v. farið fram frá því á síðustu plötu, en á enn langi ; lund með að ná þeim styrkleika. sein cinkenndi hljómsveitina á tveimur fyrstu plöt- unum — einkum þó Rising. Þess vegna undrar mig ummæli plötu- gagnrýnanda Melody Maker. Hann hélt varla vatni yfir þessari plötu, en hún veldur ekki þvagláti á mínum bæ. Það er í raun ekki nema von að Eric Clapton — Another Ticket Hér vita menn að hverju þeir ganga Litum regnbogans tekið að fækka og hinir hafa fölnað blúsuð fyrir minn smekk. Það var einmitt blúsinn sem vakti áhuga Claptons á tónlist á unglingsárum hans. Síðan þá hefur hann verið uppáhaldsstefnu sinni trúr — mis- mikið þó — og látið allar tizkubólur í dægurtónlistinni lönd og leið. Fyrir bragðið vita aðdáendur hans að hverju þeir ganga þegar ný Clapton- plata kemur út. Þar er ekki verið að gera tilraunir með diskó eða aðrar bólur sem hæst ber hverju sinni. Á Another Ticket eru níu lög. Sex þeirra samdi Eric Clapton sjálfur, eitt reyndar í samvinnu við Gary Brooker. Þar er einnig að finna lagið Floating Bridge, fjörutíu ára gamlan standard eftir Sleapy John Easts, sem að mínu áliti er bezta lag plötunnar. Annað ágætt blueslag má nefna, Blow Wind Blow, frá árinu 1969. Lítt áberandi hljómsveit Það er mál manna að langt sé síðan Eric Clapton hafi haft jafn Hljómborðsleikarar eru Gary Brook- góðri hljómsveit á að skipa og nú. er og Chris Stainton, Á bassa er Dave Markee og Henry Spinetti á trommur. Gítarleikari með Clapton er Albert Lee (nei, nei, ekki Alvin Lee úr Ten Years After). Á plötunni Another Ticket eru þessir menn lítt áberandi. Þeir gera það sem þeir þurfa og lítið meira. Pottþétt er rétta orðið yfir hljómsveitina. Söngur og gítarleikur Claptons fær hins vegar að njóta sín til fulls enda er hann skrifaður fyrir plötunni. Öðru hverju heyrist í synthesizer í nokkrum lögum. Prívat sérvizka mín segir að hljóðin úr slíkum vélum henti ekki tónlist Claptons. Eric hefur verið flestum alþjóð- legum stórstjörnum duglegri við að senda frá sér plötur, bæði stórar og litlar. Frá því að Eric Clapton’s Rain- bow Consert var gefin út árið 1973 hefur reglulega komið út með honum ein LP plata á ári, — 1975 voru þær meira að segja tvær. Óskandi væri að sem flestar stórstjörnur væru svona ræktarsamar við aðdáendur sína. -ÁT- Eno og Talking Heads: MÖGNUD BLANDA Brian Eno — David Byme My IHe in the bush of ghosts (EQLP 48) TaNdng Heads Remain in light (Sire SRK 6096) Það er fremur erfitt að láta sér standa á sama um tónlistarmanninn Brian Eno, jjví allt sem hann brallar er meir en í meðallagi áhugavert. Eins og flestum er kunnugt, var Eno ein aðalsprautan í hljómsveitinni Roxy Music á sínum tíma og lagði grund- völl að framgangsmáta hennar: tvíræðum, gjarnan súrreliskum text- unum og óvenjulegri togstreitu sóló- hljóðfæra og annars undirspils. Árið 1972 sagði Eno sig úr Roxy og hóf að gera eigin plötur með ýmsum þekktum hljóðfæraleikururm, David Fripp og Ray Manzanera þar á meðal en þar ágerðust þau einkenni sem Finna mátti í Roxy. Tónlistin var knúin áfram með miklum hraða og trumbuslætti, en inn í hana var skotið ýmsum rafhljóðum, fram- leiddum með gítar eða synthetizer og einkennilega orðuðum textum. En Eno sýndi á sér aðra hlið í ofur hægum lögum, þar sem fallegar melódíur voru endurteknar í síbylju eða mynduðu eins konar tónvegg í bakgrunni laganna. Á plötum eins og Ambient niusic og Music for Airports gerði hann t.d. tilraunir til að bei/la hið svokallaða tónhrat (muzak) pg gera úr því tónlist sem áheyrandi átti fremur að skynja en heyra. Hrátt og filtrað í seinni tíð hefur Eno mest unnið með öðrum tónlistarmönnum og skemmtilegastan ávöxt hefur borið samvinna hans og nokkurra tónlistar- manna i New York sem kenndir eru við nýbylgju, — en enn veit ég ekki hvað þetta hugtak þýðir. Tónlistar- maður að nafni David Byrne fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að vefa tónlist kringum ýmislegt sem hann hafði tekið upp úr útvarpi, brot úr spurningaþáttum, negramessur, djöflasæringar, kveinstafi arabískra söngvara o.þ.u.l. Þeir Eno tóku til óspilltra málanna og úr varð ipögnuð plata, My life in the bush of ghosts. Þar er hið aðfengna efni notað hrátt, eða það er Filtrað gegnum ýmiss konar hljómtæki, og utan um þetta búa þeir Eno og Byrne til mikinn takt sem gefur harðasta diskó ekkert eftir ísumum lögum. í lögum eins og America is waiting (upphaflega skammarræða í útvarpi) og Help me somebody (negramessa) gerast sérdeilis áheyrilegir hlutir. Á síðara laginu má Fmna drög að öðru lagi, sem Byren vann síðan í sam- vinnu við hljómsveit sína, Talking heads. Og aftur kom Eno við sögu, í' þetta sinn sem upptökustjóri, fram- leiðandi og lagahöfundur. í Talking heads eru annars, auk Byrnes, Adrian Belew, Jerry Harrison og Tina Weymouth og platan sem ég er að tala um Remain in light, var á óskalistum margra helztu gagnrýn- enda hinnar vestrænu tónlistarpressu um áramótin. eins og 1910 Frutigum Company (man nokkur eftir þeim?) En svo gera alls kyns tilbrigði í takti vart við sig og ekki er laust við að afrískra áhrifa gæti á nokkrum stöðum. Inn í þessa blöndu koma svo raddirnar, fremur kaldar, sem fara með texta sem eru torræðir í meira lagi og svara/and- svara formið er talsvert notað í lög- unum. Allri tónlistinni er greinilega stjórnað harðri hendi, enda fer ekk- ert úrskeiðis. Hún gerir til manns kröfur um leið og hún leiðir út í fæt- urna, og því ber að fagna. Fyrir minn smekk eru bestu lögin Once in a life- time, Crosseyed and painless og The Great Curve. -AI. Diffucult to cure er ákaflega ósannfærandi plata í alla staði og þar ægir saman alls kyns áhrifum. Þar er að Fmna lög sem minna á Rainbow eins og hún var á Rising-tímanum, diskótakta i No release, skallapopp í Magic, eftiröpun á Foreigner í Freedom fighter og svo Rainbow eins og á síðustu plötum t.d. í laginu Can’t happen here. Þá er ráðist á klassíkina í Vielleicht das náchster zeit (úr níundu sinfóníu Beethovens) í anda Emerson, Lake og Palmer og guð má vita hvað. Þetta eru e.t.v.’ merki um tímamót og að hljómsveit- in viti ekki hvaða stefnu taka skuli. Þetta er plata sem aðdáendur Rain- bow kunna vafalitið að meta (enda þýðir ekki að segja þeim að hún sé slök), en varla vinnur hljómsveitin nokkurn á sitt band með þessu afkvæmi sínu. Litunum í þessum regnboga hefur fækkað talsvert og þeir sem eftir eru teknir að fölna. -SS. að hún sé góð. Hún vinnur reyndar á við hlustun og það er alltaf kostur en ég sakna illilega grófleikans, sem ein- kenndi hljómsveitina á þeim dögum er Cozy Powell barði húðir af djöful- móð. Þó er eftirmaður hans fjarri því að vera nokkuð að hlífa þeim. Don Airey, sem m.a. lék á plötum Ozzy Osbourne og Michael Schenker, sem út komu síðari hluta árs í fyrra, gerir margt gott í hlutverki hljómborðs- leikara, en dugir ekki til. Eric Clapton er búinn að vera í sviðsljósinu í tæp átján ár. Allt síðan hann gekk til liðs við ensku hljóm- sveitina Yardbirds árið 1964 hefur hann notið álits sem einn snjallasti gítarleikari heimsins. Aðdáendur hans eru raunar ekki í vafa um að hann sé beztur. „Clapton Is God” (Clapton er guð) er vel þekkt slagorð, sem málað var á veggi í London fyrir nokkrum árum. Blues í fyrirrúmi „Guðinn” sendi fyrir nokkrum vikum frá sér nýja hljómplötu sem hann nefnir Another Ticket. Hún er ákaflega þægileg áheyrnar, mátulega Ritchie Blackmore gangi illa að þróa hljómsveit sína, jafn ört og hann skiptir um meðlimi. Mér telst til að einir 16 hljóðfæraleikarar haFi gist Rainbow í lengri eða skemmri tíma. Það er skrambi mikil endurnýjun á ekki lengri tíma en 6 árum. Black- more með alla sína skapbresti stendur e.t.v. alltaf fyrir sínu en Rainbow er ekki lengur þungarokkshljómsveit í anda brezku stefnunnar. Hún líkist orðið þeim bandarísku hljómsveit- um, sem hvað mestum vinsældum hafa náð með þessari tónlist. Það er í, rauninni ekki hægt að segja að Diffi- cult to cure sé léleg, en heldur ekki

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.