Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. 5 Farþegar látnir borga farseðla f imm mánuðum fyrir brottför: AUGLÝSINGABLEKK- ING UM APEX-GJÖLD? fullkomlega ísamræmi við reglurnar, segja Flugleiðamenn „Flugleiðir auglýstu að menn ættu að borga APEX-flugmiðana hálfum mánuði fyrir brottför. Við vorum að panta miða til Bandarikjanna í septem- ber á APEX-gjaldi og þá heimtar fyrir- tækið að þeir séu borgaðir í topp — nærri fimm mánuðum fyrir brottför. Er verið að blekkja viðskiptavini Flug- leiða með auglýsingum?” spurði maður einn er hafði samband við DB og taldi Flugleiðir hafa komið aftan að sér i viðskiptum. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða var beðinn að svara kvörtun mannsins fyrir hönd fyrirtækisins. Hann vísaði á upplýsingamiða um APEX, sem víða liggur frammi, en benti fólki annars á að hafa samband við starfsfólk Flugleiða ef einhverjar spurningar vöknuðu um þetta fargjald eða önnur. APEX-gjöldin eru fyrirframbókuð frá Islandi til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Glasgow, London, New York og Chicago i sumar. Þau eru skráð til Evrópu frá 1. maí og til Bandaríkjanna frá 15. mai. Fargjaldið gildir aðeins fyrir ferðir báðar leiðir. Farbókun og full greiðsla farseðils verður að gerast samtimis og ekki siðar en 14 dögum fyrir brottför. Nauðsyn- legt er að bæði brottfarar- og heim- komudagar séu ákveðnir. Farseðlum er ekki hægt að breyta eftir að farpöntun og greiðsla hefur átt sér stað. Sveinn Sæmundsson gat sér þess til að í nefndu tilfelli hafi vélin til Banda- ríkjanna verið að fyllast og þvi nauð- synlegt að viðskiptavinir borguðu um leið og pantað er til að Flugleiðir gætu fylgzt með sætapöntunum með vissu og farþegar tryggt sér sæti. Þetta væri fullkomlega í samræmi við reglumar. Hætti farþegi við ferðina eftir að hafa greitt farseðil að fullu endur- greiðist helmingur fargjalds að því til- skildu að honum sé framvisað i síðasta lagi 14 dögum fyrir brottför. Annars er ekkert endurkræft af fargjaldinu. - ARH Fargjöld fyrir ferðamenn með fastmótaða ferðaáætlun! FLUGLEIÐIR Tfíiusl fölkhjá góöu feiagi m. STJÓRNARMAÐUR RAGNARS í FLUGLEIÐUM HF. ÁKVEDINN — skilyrðinu um söluna á Arnarf lugi hf. ekki f ullnægt enn Fjármálaráðherra tilnefnir þá tvo menn 1 stjórn Flugleiða hf. sem rikið hefur með hlutafjáreign sinni að öllu óbreyttu styrk til að fá. Oftast hefur verið rætt um það sem eðlilega tilhögun að samgönguráðherra réði vali annars þeirra. Víst er að fjármálaráðherra velur annan manninn. Verður hann sennilega ekki úr röðum þingmanna eða annarra stjórnmálamanna, eða toppembættis- manna. Nefndur er Rúnar Bj. Jóhanns- son hjá Ríkisendurskoðun. Samkomulag er um það, að sögn Steingrims Hermannssonar sam- gönguráðherra, að hann ráði þvi hver hinn maðurinn verður. Kári Einarsson verkfræðingur er nefndur. Samkomulagið sem að ofan greinir er á milli fjármilaráðherra og sam- gönguráðherra. Samkvæmt heimildum sem DB telur traustar telja sjálfstæðis- menn, að minnsta kosti einhverjir, að þetta mál sé ekkert einkamál Ragnars og Steingrims enda þótt fjármálaráð- herra beri lögum samkvæmt að tilnefna stjórnarmenn f fyrirtækjum sem ríkið á hlut í, ef annað er ekki sérstaklega tekið fram. Er þvi alls ekki með öllu útilokað að málið verði rætt og til lykta leitt í ríkis- stjórninni að ósk sjálfstæðismanna. Hefur jafnvel heyrzt að Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, sé talinn koma til greina ef öðruvísi skipast i málinu en til þessa hefur verið ráð fyrir gert. Sala Amarflugs hf. til starfsmanna þess var og er enn ófrávíkjanlegt skil- yrði af hálfu ríkisstjómarinnar fyrir þeirri fjárhagsaðstoð sem ríkið féllst á að veita Flugleiðum hf. Ennþá hefur ekki orðið af þessari sölu og skilyrðinu um hana því ekki fullnægt. Matsnefnd hefur verið að störfum vegna hinnar fyrirhuguðu sölu. DB veit með vissu að ríkisstjórninni þykir starf hennar orðið æði langdregið. Hefur það starf reynzt flóknara og vandasam- ara en í fyrstu var hugað. Er talið að því valdi meðal annars reikningsskil milli Flugleiða hf. og Amarflugs hf., sem ekki er samkomulag um. Hafi þau sum hver skotið upp kollinum sem óvænt vandamál þegar matsstörfin virtust að öðru leyti til lykta leidd. Er enn starfað að matsgerðinni og þykir sýnt að ekki verði skilyrðinu um sölu Arnarflugs hf. fullnægt fyrir aðal- fundinn i dag. Stjórnarfrumvarpið gerir ráð fyrir að þeir sem ekki hafi náð 15 ára aldri og séu undir 150 cm á hæð þurfi ekki að nota öryggisbelti f bilum. Stjómarfrumvarp á Alþingi: Skylda að nota bflbelti f f ram- sætum eftir 1. júní í frumvarpi til laga sem ríkisstjóm- in hefur lagt fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því að 1. júní nk. gangi í gildi lagaskylda varðandi notkun öryggis- belta í framsætum bifreiða á tslandi. Eftir þann tima má enginn sitja óspenntur í framsæti þegar ekið er á vegum nema ekið sé aftur á bak og/eða sérstök undanþága ráðherra komi til. Samkvæmt nýju lögunum mega þó allir sem ekki hafa náð 15 ára aldri og ekki ná 150 cm hæð skrölta lausir í framsætum eftir sem áður. Samhliða ákvæðinu um skyldu til notkunar öryggisbelta er í stjórnar- fmmvarpinu nú heimild til ,,að aka á reiðhjóli og leiða reiðhjól á gangstíg- um og gangstéttum, ef það er ekki til hættu eða óþæginda fyrir aðra veg- farendur. Þó má ekki aka léttu bif- hjóli á gangstígum og stéttum eða flytja á þvi farþega. ” Loks eru ákvæði í nýja frumvarp- inu um að heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti skipi einn af 18 fulltrúum í Umferðarráði. Mjög hefur verið um það deilt hvort lögleiða ætti notkun bílbelta hér eða ekki. t greinargerð frum- varpsins er rakinn gangur mála i þess- um efnum hér á landi. Sagt er að þrátt fyrir fræðslu og áróður um notkun frá þvl að sett var í lög að allir bílar sem til landsins komu eftir 1. jan. 1969 skyldu búnir öryggisbeltum hafi notkun þeirra litið aukizt hér á landi. Bent er á að Norræna umferðar- öryggisráðið mæli eindregið með skyldu til notkunar bílbelta þar sem tæknilegar og læknisfræðilegar at- huganir staðfesti að notkun öryggis- belta fækki dauðsföllum, dragi úr tölu slasaðra og meiðsli verði minni en ella beri slys að höndum. Þá er og bent á að á Norðurlönd- unum hafi notkun öryggisbelta verið lögleidd 1975 og 1976 og árangurinn orðið góður. Undanþáguákvæði lagaskyldunnar um notkun öryggisbelta eru mörg í nýja stjómarfrumvarpinu. Þannig er ekki skylt að hafa öryggisbelti spennt þegar ekið er aftur á bak. Sama gildir um akstur á bifreiðastæðum, við bensínstöðvar, viðgerðarverkstæði eða við svipaðar aðstæður. Þeir sem ekki eru orðnir 15 ára em undan- þegnir notkunarskyldunni svo og þeir sem lægri eru en 150 cm. Heimilt er ráðherra að setja fieiri undanþágu- reglur. Lagaskylda er ekki um notkun bíl- belta í leigubifreiðum í leiguakstri. Séu leigubifreiðir í öðrum akstri gildi skyldan. í skýringum við lagafrumvarpið er sagt að lagaskyldan um bílbelti gildi ekki „utan vega, svo sem á lóðum, lendum, afréttum og almenningum nema þar sé ekið um veg , ,í merking- unni: gata, götuslóði, torg, brú, húsasund, stígur eða þess háttar. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júni en eigi verði refsað fyrir brot á reglum um notkun öryggisbelta sem framin eru fyrir 1. október 1981. - A.St. Bifröst, sumarheimili allrar fjölskyldunna 15.6,—19.6. 4 daga orlof 475.00 29.6,— 4.7. 5 daga orlof 595.00 6.7,—13.7. viku orlof 930.00 13.7,—20.7. viku orlof 930.00 20.7,—27.7. viku orlof 930.00 27.7,— 3.8. viku orlof 930.00 3.8,—10.8. viku orlof 930.00 10.8,—17.8. viku orlof 835.00 17.8,—24.8. viku orlof 835.00 Aðstaða. Á 2ja manna herb. meö handlaug og útvarpi. Bókasafn, verslun og setu- stofa. Sturtur, gufubað og íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð og sími. Rómuð nátt- úrufegurð. Fæði. Stakar máltíðir eða afsláttar matarkort, hálft eða fullt fæði. Sjálfsafgreiðsla. Börn. Frítt fæði með gistingu fyrir börn orlofsgesta til 8 ára aldurs. Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára. Matur og kaffi. Fyrir einstaklinga, starfshópa, fjölskyldufagnaði og hópferðir. Pantið meö fyrirvara. Ráðstefnur — fundir— námskeið. Fyrir allt að 90 manns. Leitið upplýsinga og verðtilboöa. ISLENSKUR ORLOFSSTADU Pantanir og upplýsingar. 93-7500 Bifröst. _Ollumopinn!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.