Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 24
Neisti ídínamíthvellhettur í vélageymslu við Búrfell: Feiknasprenging raufgat á húsiö —einn starfsmaður slasaðist—mildi að aðrír sluppu öflug sprenging varð í vélageymslu við Búrfellsstöð síðasta vetrardag. Einn maður slasaðist en slapp þó furðuvel og fékk að fara heim eftir læknismeðferð. Að sögn Steingríms Dagbjartssonar stöðvarstjóra Búr- fellsstöðvar i morgun voru geymdar hvellhettur fyrir dinamít i læstum tré- skáp í vélageymslunni. „Það var starfsmaður að slípa með slípirokk í nágrenni við skápinn og virðist sem neisti hafi smogið frá rokknum inn í skápinn og í hvell- hettu. Þaðvarð til þess að hátt í eitt hundrað hvellhettur sem þarna voru sprungu. Það varð feiknasprenging, en sem betur fer slapp starfsmaður- inn við stórmeiðsl. Hann var strax fluttur til læknis og hafði hlotið smærri brunasár, en fékk að fara heim fljótlega og er von á honum í vinnu aftur eftir helgina. Aðrir starfsmenn voru lengra frá þannig að þeir sluppu. Við þessa heljarmikiu sprengingu rofnaði gat á húsið og bíll sem stóð fyrir utan skemmdist. Það nötraði allt hér og sprengingin heyrðist um allt stöðvarsvæðið og mikill loft- þrýstingur fylgdi. Það var mesta mildi að ekki urðu frekari slys af. Þama var ekki geymt dínamít, það er geymt annars staðar, í svo- nefndum sprengiskúr. Hvellhetturnar hafa hins vegar verið geymdar í véla- geymslunni, sem er bogaskemma. Dínamítið er m.a. notað til þess að sprengja ís í ánni á vetrum,” sagði Steingrímur. -JH Ríkisstjómin: Nýjar ef na- hagsaðgerðir að fæðast — eitthvað verður slakað á verðstöðvuninni Búizt er við að rikisstjórnin ákveði framhald efnahagsaðgerða eftir 1. maí í dag eða um helgina. Sem kunn- ugt er voru sett lög um áramótin sem kváðu á um ráðstafanir í efnahags- málum. Lögin gilda til næstu mánaðamóta og með þeim vildi ríkis- stjórnin m.a. tryggja stöðugt gengi krónunnar nýju, halda niðri- verö- hækkunum og fleira i þeim dúr. Úr herbúðum ríkisstjórnar berast þær fréttir að ánægja mikil riki með hvemig til hefur tekizt frá áramótum og gert er ráð fyrir að halda áfram á svipaðri braut. Rikisstjómin fjaliaði á fundi í morgun um drög að efnahagsmála- frumvarpi sem lagt verður fram á Al- þingi þegar það kemur saman eftir helgina. Ætlunin er að setja lög frá og með næstu mánaðamótum t‘l að halda stöðugu gengi og framlengja lff „hertrar verðstöðvunar”, sem svo cr kölluö. Þó munu helztu breytingar verða þær að heldur verður siakað á verðstöðvuninni. Það þýöir, að sögn talsmanna ríkisstjómarinnar, ekki að menn þurfi ekki að búast víð mikiUi verðhækkunarskriðu í mai, heldur að „veröstöðvunin verði ekki eins ósveigjanleg og áður”. Eftir sem áður segist ríkisstjórnin ætla aö hafa hemU á verðhækkunum. - ARH Kortsnoj lofar að tefla á næsta Reykjavíkurmóti Skákmeistarinn Viktor Kortsnoj hefur lofað stjóm Skáksambands íslands að tefla á Reykjavíkurskák- mótinu á næsta ári, óháð því hvort hann verður þá orðinn heimsmeistari ískákeðaekki. í gær átti stjóm Skáksambands ís- lands fund með Korstnoj þar sem hann leitaði eftir stuðningi stjórnar- innar við fjölskyldumál sín. „Við lof- uðum að taka málið fyrir á næsta aðalfundi Skáksambandsins og við ætlum einnig að ræða þetta mál við Friðrik Ólafsson,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson, varaforseti Skáksam- bandsins, í samtaU við biaðamann Dagblaðsins í morgun. Að sögn Þorsteins mun Kortsnoj mjög ánægður með þær móttökur sem hann hefur fengið hér á landi og kveðst reiðubúinn að koma hingað aftur í byrjun næsta árs og tefla á Reykjavíkurskákmótinu eins og áður segir. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvílíkur fengur það er fyrir íslenzku skákhreyfinguna að fá svo öflugan keppanda á mótið sem Kortsnoj er. Kortsnoj heldur utan í dag. - GAJ Viktor Kortsnoj gengur á fund Ólafs Jóhannessonar utanrikisráðherra. Að bald honum má sjá Einar S. Ein- arsson, forseta Skáksambands Norðurlanda, og Halldór Blöndal al- þingismann, sem er formaður stuðn- ingsmannanefndar Kortsnojs hér á landi. DB-mynd Einar Ólason. Hryssa em í Kópavogi hélt upp ó póskana og vorkomuna meo því að kasta. Najhið ó móðurmni vit- um við því miður ekki, en hitt er ó hreinu að hún er dóttir Sörla fró Sauðórkróki. Og afkvœmið er hryssa. DB-mynd S. frjálst, últáð dagblað FÖSTUDAGUR 24. APRÍL1981. Sextán \ slysadeild úrtveimur árekstrum — slysin urðu með hálftíma millibili 4 fyrstu nótt sumarsins Sextán kariar og konur voru flutt í slysadeild frá tveimur bifreiðaárekstr- um sem urðu i höfuðborginni með hálf- tima millibili aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Eftir því sem bezt er vitað er enginn lífshættulega slasaður og flestir taldir með minni háttar meiðsli. Fyrri áreksturinn varð kl. 02.25 á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Gul blikkandi ljós voru á þannig að Miklabrautin á þá aðal- brautarrétt. Bil var ekið austur Miklu- braut. í honum var þrennt, fólk á aldrinum 48 til 61 árs. í sama mund var bil ekið norður Kringlumýrarbraut. í honum voru 6 ungmenni, 16—18 ára. Tveir farþegar úr annarri bifreiðinni köstuðust út úr bíl sínum. Allir i báð- um bilum meiddust eitthvað og þurfti þrjár sjúkrabifreiðir til að flytja fólkið í slysadeild. Kl. 02.52 varð svo harður árekstur á Vesturlandsvegi, rétt vestan við Gufu- nesvegamót. Bíl meö R-númeri var ekið í átt til Reykjavíkur eftir Vesturlands- vegi. Á fyrrnefndum stað lenti sú bif- reið aftan á bíl með G-númeri, sem var kyrrstæð á veginum. Við áreksturinn kastaðist kyrrstæða bifreiðin út af veginum. í henni voru sex manns og meiddust allir, kvörtuðu m.a. um eymsli i hálsi. Sjö manns voru fluttir í slysadeild en ekki lá nákvæmlega fyrir í morgun hversu alvarleg meiösli fólksins eru talin. -A.St. Skákþing íslands: Jón L og Helgi efstir Að loknum 8 umferðum á Skákþingi íslands eru þeir Jón L. Ámason og Helgi Ólafsson efstir og jafnir með 5,5 vinninga og eru báðir taplausir. Keppn- in á mótinu er æsispennandi og jöfn og til marks er, að fimm skákmenn eru jafnir í 3.—7. sæti með 5 vinninga hver. Það em Bjöm Þorsteinsson, Elvar Guðmundsson, Guðmundur Sigurjónsson, Ingi R. Jóhannsson og núverandi íslandsmeistari Jóhann Hjartarson. Úrslit í 8. umferð sem tefld var í gær urðu þau að Jóhann vann Braga, Ingi vann Jóhann Þóri, Jóhannes Gísli vann Björn, Elvar vann Ásgeir Þór. Jafntefli gerðu Helgi og Guðmundur og Karl Þorsteins og JónL. Biðskákir voru síðan tefldar í gær- kvöldi og þá vann Helgi Braga, Guð- mundur vann Jóhann Þóri og Bjöm vann Ásgeir Þór. 9. umferð verður tefld að Hótel Esju kl. 19 í dag. Þá mætir Helgi Inga, Jóhann mætir Guðmundi og Jón L. mætir Elvari. -GAJ Jtá \ diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU StllliLls

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.