Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981. /■'“ .................. \ II \ til íslands í sumar Um þessar mundir er staddur hér á landi Steve Erickson framkvæmda- stjóri aksturslistasýningaflokksins American Hell Drivers. Hefur flokkurinn áhuga á að koma til ís- lands í sumar og halda hér sýningar, en Steve Erickson er, i samráði við Landssamband islenzkra aksturs- íþróttaklúbba, að vinna að því að fá nauðsynleg leyfi fyrir sýningunum. Fyrirhugað er að halda þrjár til fjórar sýningar á Melavellinum i Reykjavík, Steve Erickson, (til hægri) framkvæmdastjóri American Helldrivers hefur dvalizt hér á landi undanfarið til að undirbúa sýningarnar I sumar. DB-mynd JAK. . . *• I einu atriðinu stekkur mótorhjólakappinn yfir 10 bila sem radad er upp hlió vió hlió. eina sýningu i Keflavík og tvær sýn- ingar á Akureyri en þar er Bilaklúbb- ur Akureyrar að vinna að undirbún- ingi fyrir sýningarnar. Sýningarflokkurinn American Hell Drivers var stofnaður I Bandaríkjun- um fyrir um 35 árum og þá var ein- ungis um einn flokk að ræða sem feröaðist um og hélt sýningar á ýms- um glæfralegum akstursatriðum. í dag eru starfandi fimm sjálfstæðir sýningarflokkar og er það brezki hópurinn sem hyggst koma til tslands i sumar, en hann hefur nú starfað samfleytt f 15 ár. Hópurinn er á stöðugum feröalögum og sagði Erickson að þeir héldu um 130 sýn- ingar á ári, en æfingar eru stundaðar á hverjum degi. Hópurinn hefur farið víða um. Má þar nefna Ástralíu og meginland Evrópu, auk Bretlands- eyja, en i sumar hyggjast þeir koma til íslands og héðan fara þeir til Fær- eyja og halda þar sýningar. Sýningar flokksins eru mjög fjöl- breytilegar og í meira lagi glæfralegar en Steve Erickson segir að í rauninni sé engin hætta á ferðum því öku- mennirnir séu þrautþjálfaðir og viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Meðal þess sem ökukapparnir gera er að aka um á tveimur hjólum og standa þá stúlkur á þeirri hlið bílsins sem snýr upp. Þeir snúa bílunum hálfhring á fleygiferð, stökkva yfir bíla á mótorhjólum eða bílum en stundum kemur fyrir að þeir drífa ekki alveg yfir og þá þurfa þeir að fá sér nýja bÚa. Þeir velta bílunum og klessukeyra þá. Mótorhjólakapp- arnir aka í gegnum eldvegg og stund- um stökkva þeir af hjólunum á fleygiferð, en leðurbótin á rasshluta buxnanna sem þeir eru í þá þarf að vera vel þykk. Þrátt fyrir að lýsing- arnar á sýningaratriðunum fái hroll til að fara um mann segir Steve Erick- son að sýningar flokksins séu hin bezta fjölskylduskemmtun en í hópn- um er einn trúður og er hann að sögn mjöggóður. American Hell Drivers nota tíu bíla við sýningar sínar og tvö mótorhjól. Bílarnir, sem þeir nota, eru alveg óbreyttir, en þeir nota aðallega Opel og Vauxhall. Ef tilskilin leyfi fást og allt fer að óskum er líklegt að þeir verði margir sem fá gæsahúð i sumar við að fylgjast með sýningum American Hell Drivers. En sjón er sögu ríkari. -JAK. m Heimdellingar blása í herlúðra —hörkukosningar um formannsembættið á sunnudaginn Árni Sigfússon blaðamaður og Björn Hermannsson flugvirki bjóða sig fram til formennsku í Heimdalli, samtökum ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Aðalfundur Heimdallar er boðaður i Valhöll kl. 13.30 sunnudaginn 10. maí. Enn einu sinni er blásið í herlúðra innan Sjálfstæðisfl»kksins og engum blöðum er um það að fletta að hér stefnir í hörkukosningu. Atkvæða- smölun er I gangi á báða bóga, stuðn- ingsmannafundir og fleira tilheyrandi- kosningaslagnum. Ekki hafa heimildarmenn DB í Heimdalli treyst sér til að greina fram- boð þeirra félaga samkvæmt margum- töluðum forsendum: Alberts/ Gunnars/ Geirs-fylkingar. Enda segj- ast Árni og Björn í meðfylgjandi viðtölum mest lítið vera ósammála! Hvað um það, framboðin eru stað- reynd og hart verður barizt. Á því leikurekki vafi. Pétur Rafnsson er fráfarandi for- maður i Heimdalli. Hann var kjörinn í embættiö árið 1979. -ARH. Bjöm Hermannsson f lugvirki: FRAMBOÐIÐ Min HEFUR VAKIÐ HÖRÐ VIÐBRÖGÐ — með öllu móti reynt að draga f lokksmenn í dilka ,,Ég tel að mikil reynsla min í starfi fyrir ungliðahreyfmgar Sjálfstæðis- flokksins getið komið að gagni við að ná Heimdalli upp úr þeim öldudal sem félagið er í. Og ekki síður vil ég leggja mitt af mörkum til að lægja þann úlfa- þyt sem rikir f flokknum vegna forystu- mála,” sagði Björn Hermannsson flug- virki frambjóðandi til formennsku í Heimdalli. Björn gerðist félagi í Heimdalli árið 1970 og var kjörinn í fúlltrúaráð félags- ins 1971. Frá 1972 til 1977 sat hann i stjórn Heimdallar og var á því tímabili framkvæmdastjóri, ritari, auk þess að gegna varafórmennsku 1 2 ár. Árið 1977 fór Björn til útlanda til náms 1 flugvirkjun, en skömmu eftir heim- komuna var hann kjörinn 1 stjóm Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) (árið 1979) og situr þar enn. Hann hefur séð um útgáfumál Stefnis og annazt fjármál sambandsins. Þá má enn nefna að Bjöm hefur verið fulltrúi Heimdallar i stjórn Varðbergs, félags um vestræna samvinnu, 1 hálft þriðja ár. „Ég ætla ekki að lofa kjósendum neinu nema þvi að vinna vel og stuðla Bjöm Hermannsson: Endurnýjunar er þörf i forystu Sjálfstæðlsflokkslns, að þingflokknum meðtöldum. að auknu starfi i Heimdalli,” sagöi Bjöm aöspurður. Hann sagöist telja að framboðið nyti stuðnings „úr öllum hópum í félaginu.” „Ég held að viö Ámi Sigfússon séum ósköp lltið ósammála. Hins vegar er þvi ekki að leyna að reynt er með öllu móti að draga flokksmenn í dilka. Við erum þar engin undantekning. Því er ekki aö neita að framboöið mitt hefur vakiö hörð viðbrögð. Sögur em settar af stað sem ég m.a. gruna ákveðinn starfsmann Sjálf- stæðisflokksins um að standa fyrir. Því er til dæmis komið á kreik i siöasta Helgarpósti að Gunnlaugur Snædal sé varaformannsefni Árna Sigfússonar en aö Jón Bragi Gunnlaugsson sé mitt varaformannsefni. Staðreyndin er þó sú að Gunnlaugur Snædal lýsti yfír að hann myndi gefa kost á sér i stjórn Heimdallar hvort sem ég eða Árni yrðum kjömir formenn.” Björn var spurður um afstöðu hans til ríkisstjórnarinnar og forystumála sjálfstæðismanna: „Ég er stjórnarandstæðingur i sam- ræmi við yfirlýsta stefnu ungra sjálf- stæðismanna. Varðandi forystuna er ég þeirrar skoðunar að mikilla breytinga og endumýjunar sé þörf. Ekki aðeins að skipta um formann og varaformann heldur endumýja 1 forystunni yfirleitt, að þingflokknum meðtöldum.” -ARH. Ámi Sigfússon blaðamaður: Framboðið er óháð klof ningi og brölti eldri flokksmanna —aðalmarkmiðið er að reka slyðruorðið af Heimdalli „Aðalmarkmiðið er að reka slyðru- orðið af félaginu. Takist það ekki hef ég ekkert þarna að gera,” sagði Árni Sigfússon blaðamaður á Vísi, annar tveggja er býður sig fram til for- mennsku í Heimdalli. Árni er reyndar Vestmannaeyingur að uppruna. Hann hefur starfað í Heimdalli nokkur undanfarin ár og verið framkvæmda- stjóri þar i eitt ár, auk þess að sitja um skeið 1 stjórn. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstööum fyrir Samband ungra sjálfstæðismanna og haft af- skipti af umhverfisverndarmálum, til dæmis sem varamaður í umhverfis- málaráði Reykjavíkur. Árni var kennari í Vogaskóla i ein fjögur ár og hefur stundað nám 1 Kennaraháskól- anum meðfram blaðamennskunni. Hann lýkur kennaraprófi að vori. „Undanfarin ár hefur Heimdallur verið í mikilli lægð og almenningur þekkir félagið nánast ekki fyrir annaö en upphrópanir um að þar séu „stutt- Árni Sigfússon: Breytinga er þörf 1 forystu Sjálfstæflisflokksins, á þvi leikur enginn vafi. buxnastrákar”, „pabbadrengir” og annað eftir þvi. Jafnvel vilja margir sjálfstæðismenn sem minnst af félaginu vita. Við sem erum af yngri kynslóð- inni í HeimdaUi byrjuðum að breyta þessu, enda er vilji fyrir því, sérstaklega hjá skólafólki og öðrum ungliðum. Framboðið mitt er í beinu framhaldi og á því er ekki launung að við Gunn- laugur Snædal viðskiptafræðinemi setjum dæmið svo upp að ég bjóði mig fram tU formanns en hann til varafor- manns. Gunnlaugur er líka varafor- maður í núverandi stjórn HeimaUar. Lengi vel var ekki vitað um önnur framboð til formanns og Jón Magnús- son formaður SUS sagði að við Gunn- laugur værum þeir sem hann teldi aö hægt væri að ná samkomulagi um. ” Árni og Björn Hermannsson, hinn formannsframbjóðandinn, hafa starf- að mikið saman í HeimdaUi. Árni kvaðst ekki halda að hægt væri að tala um málefnalegan árgreining þeirra. „Hins vegar tel ég að þeir, sem standa aö baki framboði Björns, séu sumir hverjir ágætis menn en aðrir met- orðastritarar. Menn sem hafa það fyrst og fremst að markmiði að „komast áfram” i flokknum.” En hver er afstaða Árna tU ríkis- stjórnarinnar og forystumála Sjálf- stæðisflokksins? „Þvi er fljótsvarað að ég er ekki stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar. Um klofning i röðum eldri manna flokksins finnst mér ieiðinlegt að tjá mig. Mitt framboð kemur klofningnum ekki við og er óháö brölti eldri og yngri manna. Breytinga er þörf í flokks- forystunni, á því leikur ekki vafi. Fjöldi manna er nefndur til forystu og ég mun styðja hvern þann er lands- fundur velur til hennar.” -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.