Dagblaðið - 23.05.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981.
upp meðan á aðgerðinni stóð. En
laeknar notuðu svonefnda „crash”
svæfingu, sem nýlega hefur verið
uppgötvuð! Með þeirri aðferð er
unnt að svæfa sjúklinginn í snatri án
þess að eiga það á hættu að hann selji
upp.
Skyndileg breyting á þrýstingi á
heilann kann oft að valda dauða
sjúklings við skurðaðgerð sem þessa.
Nú geta læknar hins vegar dregið úr
hættunni á slíku með því að gefa
sjúklingnum nýtt lyf, mannitol, sem
dregur úr þrýstingi á heilann.
Tölvustýrðar sniðmyndir, svokall-
aðar CAT röntgenmyndir, sem
fundnar hafa verið upp á síðustu ár-
um, gerðu Kobrine og aðstoðar-
mönnum hans kleift að meta heila-
sköddun Bradys af mun meiri ná-
kvæmni en venjulegar röntgen-
myndir hefðu getað.
Brady náði sér svo vel eftir
aðgerðina að þegar hálfur mánuður
var liðinn frá henni gat hann setzt
upp, lesið dagblöð og horft á sjón-
varp. Dr. Kobrine segir að bati hans
sé „með ólíkindum”.
Reagan forseti heldur blaðafull-
trúastarfínu enn lausu fyrir Brady og
dr. Kobrine segir, um leið og hann
leggur áherzlu á að hann vilji ekki
vera með neina spádóma: „Ekkert
stjórn. Eina manninum sem á þeim
tima tókst það sem formönnum
hinna stjórnmálaflokkanna tókst
ekki. En þess f stað valdi þingflokk-
urinn þá leið að hlusta ekki á Gunnar
og freista þess að stjórnarkreppan
yrði enn lengri svo landið gæti verið
enn lengur stjórnlaust. Allir vinnu-
samningar lausir, óafgreidd fjárlög
og margt og margt annað ógert. Þetta
kalla ég ófyrirgefanlegt kæruleysi. Ég
tel það skyldu þingmanna, eftir
hverjar kosningar, að mynda rikis-
stjórn. Við kjósendur veljum 60 þing-
menn úr 500 manna hópi sem hefur
gefið kost á sér til þingsetu. Og ég
held að allir kjósi eftir bestu sam-
visku. Þjóðin á því fyllstu heimtingu
á að þessir 60 þingmenn myndi rikis-
stjórn. Þjóðin þolir ekki að þing-
menn séu í skollaleik eða eilífum
hringdans eins og meinaðar sauð-
kindur, á þriðja mánuð án þess að
mynda stjórn, bara hirða launin sin.
Gunnars Thoroddsens verður allt-
af minnst, svo og Pálma landbúnað-
arráðherra og Friðjóns dómsmála-
ráðherra, fyrir að rjúfa sig úr þeim
sinnulausa og heimatilbúna víta-
hring, sem þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins var kominn í. Og þökk sé
Albert Guðmundssyni fyrir að verja
ríkisstjórnina falli. Þar sýnir sá
heillamaður mikla ábyrgð eins og
ætíðáður.
Hefði síðasti landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins verið svo framsýnn
að kjósa Albert Guðmundsson og
Gunnar Thoroddsen til formennsku i
flokknum þá hefðu Geirsmenn ekki
nú þurft að senda sína súkkulaði-
drengi út um landið til að koma á
sáttum innan Sjálfstæðisflokksins.
Og þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn
ekki heldur klofnað og gengið þrí-
klofinn til síðustu kosninga. En áður-
greindir menn geta, sem betur fer,
ekki miklast yfír því aö vera fæddir
meö silfurskeið I munni eins og Geir
miklaðist af í blaðaviðtali á sl. hausti.
Gunnar Thor. og Albert Guðmunds-
son áttu mörg systkini og byrjuðu
snemma að vinna sem börn. Voru í
sveit á sumrin, en þegar þeir stækk-
uðu var unnið við höfnina, farið i
vegavinnu og bara allt sem til féll. Já
það býr lengi að fyrstu gerð. Þá var
atvinnuleysi mikið hér á landi og
fengu því ekki nema dúglegustu
drengir vinnu og yfirleitt náðarbrauð
að fá vinnu, og ekki síst í Reykjavík.
Geir Hallgrímsson talaði aldrei við
Gunnar þegar hann var að reyna
stjórnarmyndun 1978, þrátt fyrir að
útilokar nú að Brady muni um síðir
reynast fær um að hefja sín fyrri
störf.”
Hann á þó enn talsvert langt í land.
Dr. Kobrine segir að þó Brady muni
verða haltur og ganga við staf og
með handlegginn í fatla þá muni and-
legt ástand hans verða „í grund-
vallaratriðum eðlilegt”.
Læknar segja að Brady muni mjög
vel það sem gerzt hefur fyrir löngu en
atburðir sem standa honum nær í
tíma eru honum ekki í eins fersku
minni, að því er taugaskurðlæknirinn
segir.
Kúlan vann mestar skemmdir
á þeim hluta heilans sem stjórnar
hreyfingum vinstri handarinnar.
Læknar segja of snemmt að spá um
hversu mikill máttur eigi eftir að
komast í handlegginn síðar. Brady
hefur hins vegar síðustu daga fengið
aukinn mátt í vinstri fótinn.
Mál, sjón og heyrn Bradys eru
sögð í eðlilegu lagi en lyktar- og
bragðskyni hans er nokkuð ábóta-
vant enn.
Hann gerir að gamni sínu við
lækna og hjúkrunarkonur með sömu
kímnigáfu og eiginkona hans segir að
hafi einkennt hann áður en hann varð
fyrir skotinu.
Margháttaðar aðgerðir sem Brady
hefur orðið að gangast undir hafa
gert það að verkum að hann þarf á
miklum svefni að halda. Þess á milli
ræðir hann við kunningja sem koma í
heimsókn til hans eða leikur sér að
litlu rafmagnsfótboltaspili.
(INT. HERALDTRIBUNE).
Brady blaðafulltrúl liggur helsærður
á gangstéttlnni eftir að hafa verið
skotinn i höfuöið 1 tilræðinu við
Reagan forseta 30. marz siðastliðinn.
Gunnar væri varaformaður Sjálf-
stæðisfiokksins. Þetta var lýðræðið
innan forystunnar. Óbilgirni og
mikilmennska Geirs var og er óþol-
andi. Enda var það auðséð að í þing-
flokknum hefur Geir verið svo til
einráður. Því þegar Geir kemur fram
i sjónvarpi, t.d. þegar nýlega var
verið að ræða byggingu flugskýlis !
Keflavík, þá átti stjórnandi þáttarins
fullt i fangi með Geir, því hann vildi
helst tala einn. Ég get ályktað að Geir
sé einræðisherra í þingflokknum. Og
er leitt til þess að vita. Þarna er
komin skýringin á hvernig komið er
fyrir flokknum í dag. Að sjálfsögðu
er sofandaskapur þingmanna aðalor-
sökin.
Mogginn segir 12. mai sl. frá fundi
sem Geir hélt nýlega. Þar á hann aö
hafa sagt: „Ég vil sprengja þessa
stjórn sem fyrst.” Og Geir gerir líka
allt sem hann getur til þess. Ábyrgð-
arleysið og sjálfsálitið er ótakmarkað
þrátt fyrir að hann hafí aldrei getað
rayndað rikisstjóm.
f Morgunblaðinu 28. mai sl. segir
frá fundi á Akureyri, þar sem Birgir
fsl. Gunnarsson segir: „Það hefur
enginn maður verið rægður svo
gegndarlaust sem Geir Hallgrímsson
og er varla samlfkingu að finna nema
ef vera skyldu árásirnar forðum á
Jónas frá Hriflu.” Ur því að Birgir
ísl. fer í sfnum barnaskap að minnast
á ljóta og ófyrirgefanlegu framkomu
ráðandi sjálfstæðismanna gagnvart
Jónasi frá Hriflu, þá mun ég álíta
hann meiri mann að segja þjóðinni
frá þeirri andstyggilegu framkomu,
sem sjálfstæöismenn sýndu Jónasi
með því að fara heim til hans óbeðnir
með lækni, sem sagði að Jónas væri
Kleppstækur.
Svanhildur Björnsdóttir tók einnig
til máls á Akureyrarfundinum og
segir: „Mér finnst ástæöulaust að
vera sífellt að slá á þá strengi að
ráðist væri ómaklega að formanni
flokksins. ” Undir þessi orð Svanhild-
ar get ég tekið. Það er tilgangslaust
að ræða við ekta súkkulaðidrengi,
þrátt fyrir að Geir hafi klofið Sjálf-
stæðisflokkinn í sinni formannstíð.
„Á þessum tíma var Sverrir sjáandi og ábyrgur þingmaöur.”
Geir Hallgrimsson er ómögulegur
formaður, enda tala verkin svo. Og
ef hann hefði verið með réttu ráði,
átti hann að segja af sér formennsku
strax og ljóst var að flokkurinn gengi
þríklofmn til síðustu þingkosninga.
Það var Geir sem stuðlaði að jóla-
kosningunum 1979. Hann vildi koma
Jóni Sólnes af Alþingi til að fá einn
súkkulaðidrenginn f viðbót í sína
vörslu áþing.
Pólitikin er það tryllitæki sem fáir
ráða við. Þess vegna vil ég kjósa
ábyrga menn á þing, sem hugsa af
alúð um það sem þjóðinni er fyrir
bestu f nútið og framtið, en ekki þá
menn sem hugsa bara um að sprengja
og sprengja hverja ríkisstjórnina eftir
aðra. Það er nauðsynlegt að eiga
góða ríkisstjórn (eins og við eigum
nú) en það er lfka jafnnauðsynlegt að
eiga trausta og heiðarlega stjórnar-
andstöðu. En það er annaðen hægt
er að með sanni að segja, því miður,
um Geirsbrotið í dag. Ef nú yrði
gengið til kosninga myndi Geirsarm-
urinn missa mikið fylgi vegna mein-
loku formanns síns. Núverandi ríkis-
stjórn á að fá að starfa í friði. En á
meðan þingið starfar er enginn friður
fyrir Geir Hallgrímssyni sjálfum.
Hann þarf að tala utan dagskrár um
alls kyns Gróusögur, sem enginn
tekur mark á. Betur hefði verið að
Geir væri enn borgarstjóri. Þar var
réttur maður á réttum stað. Þá trúi ég
að Sjálfstæðisflokkurinn væri búinn
að fá meirihluta á Alþingi íslendinga
ef Geir hefði aldrei tekið við for-
mennsku flokksins.
Já þeir geta orðið þjóðinni dýrir
súkkulaðidrengirnir. Og ekki síður
þeir sem eru montnir yfir því að vera
fæddir með silfurskeið í munninum.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Nú segja Geirsmenn að
þeir þurfi sem fyrst að fá þremenn-
inganaaftur í Sjálfstæðisflokkinn.Þá
sé hann á grænni grein. Og þá á Sjálf-
stæðisflokkurinn að geta allt. Já
Pálmi og Friðjón eru enn úr sveita-
kjördæmum og hafa þar af leiðandi
aldrei verið súkkulaðidrengir.
Dr. Gunnar Thoroddsen hefur
ætfð verið fjölhæfur og kurteis
stjórnmálamaður. Auk þess hefur
hann ávallt samið við fólk með ólíkar
skoðanir. Það eru góðir stjórnmála-
menn sem fá það besta út úr
hverjum flokki. Slíkir pólitfkusar
eru þjóðinni til heilla.
Regfna Thorarensen
Eskifirði.