Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1981.
2
r
SOMU LAUNINNAN SOMU STETTAR
Hugi Hraunfjörð svarar þjáningabróður
Hugl Hraunfjörð skrifar:
Kœri þjáningabróöir i skattyrðing-
um lifsins, (Baralæknir) Sveinn
Rúnar Hauksson.
Ég þakka þér innilega fyrir
fræðsluerindið þitt i DB 1/6. Það má
heita aö þú hafir hitt naglann á
höfuðið með þessari svargrein þinni-
til min. Þú rakst bara ekki naglann á
réttan stað, þvi ég er ekki andstæð-
ingur þinn i kjarabaráttunni. Min
meining er sú aö þaö sé orðin landlæg
villa i öllum vinnudeilum að heimta
hærra kaup og láta annað sitja á hak-
anum. Þú ert að tala um of langan
vinnutima og vissulega er hann
skammarlega langur. En af hverju er
hann of langur? Læknar eru of fáir
og nota sama trixið og iðnaöarmenn.
Þaö má ekki hleypa of mörgum
mönnum inn í stéttina. Það er
ábyrgðarleysi af ríkisvaldinu að leyfa
ekki mönnum að læra það sem þeir
vilja og taka kúgunaraðgerðir félag-
anna til greina. Og það nær engri átt
að gera LÍN svo úr garði að sjóður-
inn verði námsmönnum fjötur um fót
að námi loknu. Ég held, Baralæknir
minn, að hvað sem mínum skoðunum
líður muni þjóðin ekki sjá eftir því að
greiöa ykkur læknum það kaup sem
um semst, en hinu mun enginn
gleyma að þið eruð of fáir i stéttinni.
Ég er ekki jafnlaunasinni að öðru
leyti en þvi að ég vil að menn innan
sömu stéttar hafi sömu laun. { Dags-
brún voru t.d. einu sinni niu launa-
flokkar enda ríður fávizkan ekki við
einteyming i félagsmálum á íslandi.
Sveinn Rúnar minn, kannski geta
læknishendur þínar borið smyrsl á
sárin. Stuðningur minn við lækna-
stéttina byggist ekki á því að ég hafi
fallið frá fyrri skoðun, heldur hinu
að við lækna veröur að semja þótt
aðrir fái hungurlaun sem aldrei
hækka.
Með baráttukveðju.
„Píslarganga” íbúðareiganda:
Frá fógeta til fasteignamats
—og allt í erindisleysu
7882—3771 hrlngdi:
— Ég er að kaupa mína fyrstu
íbúð og var því að vonum feginn
þegar ég fékk afsaliö af íbúðinni i
gær. í einfeldni minni hélt ég að það
eina sem ég þyrfti að gera væri aö
fara til borgarfógeta og láta þinglýsa
afsalinu. Ekki var það nú svo
auövelt.
Ég lagði af stað snemma morguns
og var kominn til fógeta rétt um
tíuleytiö. Þar var mér sagt að ég fengi
ekki afsalinu þinglýst fyrr en ég væri
búinn að fara til lóðarskrárritara sem
hefur aðsetur i Skúlatúni. Ég hélt þvi
þangað, en þá var mér sagt að fara
fyrst inn í Fasteignamat rikisins, sem
ég og gerði.Þegar þangað var komið
var mér sagt að allt erfiði mitt þennan
morguninn væri unnið fyrir gýg því
ég haföi gleymt að hafa sölusamning-
inn með mér.
Mér finnst nú anzi hart að stika
svona bæinn þveran og endilangan
og fara svo erindisleysu og verst þykir
mér að enginn, hvorki hjá fógeta né
lóðarskrárritara, skyldi segja mér frá
þvi að ég þyrfti að hafa sölusamning-
inn með.
BIAÐIÐ
& nKur
FYRIRTÆKI
ATVINNU-
REKENDUR
DAGBLAÐIÐ og VIKAN munu gefa út neytendabækl-
inginn „Heimilisbókhaldið þitt” í lok júní og senda
ókeypis með Dagblaðinu til áskrifenda, svo og
með hverju eintaki Vikunnar. — Áætluð
dreifíng 40 þús. eintök. Auk þess verður
bæklingurinn til sölu á öllum útsölu-
stöðum þessara blaða. Einkunnarorð
bæklingsins verða: „meira fyrir
mánaðarlaunin” og verður neyt-
endum gert kleift að fylgjast með
vikuútgjöldum heimilisins með því
að færa inn hina ýmsu útgjaldaliði á
auðveldan og hentugan hátt, í þar til
gerða dálka. Hægri síða á hverri opnu
er ætluð fyrirtækjum til auglýsinga. —
Auglýsing yðar verður því við hlið heimilis-
bókhaldsins eina viku í senn.
104
S'ffiUR
AUGLYSING
YÐAR
HRINGIÐ OG LEITIÐ
UPPL. t SÍMA 85320 eða 27022
Vill stofna
klúbb fyrir
einmana
Elnmana hríngdl:
— Ég var að lesa um þessa hug-
mynd sem 6787—1510 varpaöi fram í
DB i síðustu viku. Ég hef oft verið
að hugsa um þetta mál og gæti vel
hugsað mér að smala saman fólki sem
er einmana til að ræða þessi mál. Ef
áhugi er fyrir hendi þá má stofna eins
konar klúbb, eins og 6787—1510
bendir á, sem hefði það að markmiði
að rjúfa einangrun einmana fólks.
Áhugamenn um klúbbstofnun geta
snúið sér til DB í síma 27022 alla
virka daga á milli kl. 13 og 15.