Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.06.1981, Qupperneq 5

Dagblaðið - 10.06.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1981. „Hlemmiglásir” á borðum íslenzku þingmannasendinefndarinnar íSovét: TÓKU HÚS Á LENIN í GRAFHÝSINU —og hittu óvænt næsta mann við sjálfan Brésnef á toppi valdapíramít ans 5 N „Við fengum feiknamóttökur, vorum bornir alls staðar á höndum i veizlum þar sem hlemmiglásir voru á borð bornar,” sagði Sverrir Her- mannsson þingmaður í samtali við DB. Hann, ásamt þingmönnunum Jóni Helgasyni forseta sameinaðs þings, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni og Geir Gunnarssyni, er nýkominn heim úr heimsókn til Sovétríkjanna. Þeir félagar ferðuðust frá Moskvu til Leníngrad og heimsóttu líka ráð- stjómarlýðveldin Úkraínu og Eist- land. íslendingarnir áttu stuttan fund með Kuznetsov, varaforseta Sovét- ríkjanna og næsta manni á eftir sjálfum Brésnef í valdapiramidanum. ,,Sá fundur var óvæntur og utan dagskráj,” sagði Sverrir. „Við fengum fyrst að heyra um hann kvöldið áður og jafnframt að óskað væri eftir að forseti sameinaðs þings hefði orð fyrir hópnum. Við komum okkur saman um að spyrjast fyrir um mál skákmannsins Korts- nojs en óskað var þá eftir þvi viö okkur rétt fyrir fundinn að nefna það ekki. Siðar á fundi með A.P. Sjitikov, forseta sambandsdeildar Æðsta ráösins, kom Kortsnoj-málið til umræöu. Hann svaraöi því til aö hér væri um innanríkismál að ræða og þýðingarlaust að ræða það frekarl Þeir eru mjög harösnúnir i alþjóðapólitikinni, Sovétmenn, og sögðu til dæmis að við værum haldnir miklum misskilningi um Afganistanmálið. Þar hefðu Banda- rikjamenn ætiað sér meiri áhrif og uppbyggingu herstöðva.” Islenzku þingmennirnir gerðu meira en borða dýríndis steikur og ræða (eða ræða ekki) pólitík við gest- gjafa sína í Sovét. Þeir heiðruðu minningu milljón manna, sem létu lifið i siðara heimsstriðinu, með blómakransi i Leningrad. Þeir lögðu blómsveig við gröf óþekkta her- mannsins við múra Kremlar. Og siðast en ekki slzt báru þeir blóm að grafhýsi Lenins og skoðuðu hann liggjandismurðan á viðhafnarbörum. Hvernig skyldi Lenín hafa orðið við heimsókn þingmannanna af íslandi? „Honum brá ekki, karlinum, þar sem hann lá eins og sofandi væril” sagði Sverrir Hermannsson. f viðræðum við Sovétleiðtoga kom margoft fram vilji sem þeir sögðust hafa til eflingar og viðhalds heims- friðnum. Kremlverjar tóku gjarnan fram um leið að það væri öðrum en þeim sjálfum að kenna að minna hafi orðið úr slökun spennu i alþjóðapóli- tikinni en til stóð. islenzka sendinefndin bauð fulltrú- um Æösta ráðs Sovétrikjanna til íslands. Boðiö var þakksamlega þegið. - ARH Endurbyggð Thunderbolt-orustuvél millilenti íReykjavík: Hlutverk henn- ar var að berja á nasistum Ýmsir furðufuglar eiga oft leið um ísland. f síöustu viku millilenti á Reykjavíkurflugvelli endurbyggð or- ustuvél úr síðari heimsstyrjöld- inni. Var hún á leið til Sviss frá Banda- ríkjunum en þaðan hafði hún verið keypt fyrir 350 þúsund Bandaríkjadali sem eru um 2,5 miiljónir króna. Orustuvélin er af Thunderbolt-gerð en þó nokkuö frábrugðin upphaflegri gerð. Bæði stélið og hjálmurinn yfir flugmannsklefanum eru til dæmis öðruvisi. Geysiöflugur mótor er I Thunder- bolt-vélunum; 2300 hestafla, 14 strokka af Pratt & Whitney-gerð. Með slikum rokk geta þær klifrað i allt að 42 Aukatekjur Vinnið ykkur inn alll að 1000,- kr. auka á riku með léttri hcima- og fristundarinnu. Bœklinf; með u.þ.b. 100 ábcndingum um auðreldan heimilisiðnað, viðskipti, umboðsverzlun eða póstvcrzlun scndum við ykkur gegn kr. 50,00 fjaldi. 8 daga frcstur til að endursenda bœkl- inyinn ogfá gjaldið endurgreitt. An burðargjalds gegn fyrirframgreiðslu, en burðargjald greiðist ef sent er I póstkröfu til ykkar. Handelslageret Allegade 9, 8700 Horsens — Danmark. FILMUR OC3 VELAR S.F. SKÓLAVÚRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 -S 21715.23515 Reykjðvik: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta urvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis þúsund feta hæð og náð nærri 700 km hraðaáklst. Slíkar vélar voru hérlendis á stríðsár- unum. Margar þeirra voru einnig ferj- aðar um island frá Bandarfkjunum til Rússlands þar sem þeim var ætlað þaö hlutverk að berja á nasistum. Smiði Thunderbolt-vélanna hófst ekki fyrr en í miðri heimsstyrjöldinn: en þrátt fyrir það voru yfir 15.000 stykki smiðuð. -KMU Flugmaðurinn, á vxngnum, með skrúfjárn I hendi. dyttar að vélinni. ' DB-mynd Sigurður Þorri. Bítomarkaðurínn Grettisgötu 12-18 - Dodge Aspen Special Edition árg. 1979. Brúnsanseraður m/vinyltopp. 6 cyl. m/öllu. Gullfallegur. Verð 115.000. Skipti á ódýrari bil möguleg. möguleg. Mikil sala Vantar árgerðir ’80—’81 á staðinn Honda Accord 1978. RauOur (nýtt lakk), ekinn 48 þ.km. Ný deltk + snjódekk. Gullfallegur bill. Verð kr. 84 þús. (Sldptl möguleg k 8 cyl. Scout •77—’78. Ford Falrmont 1978. Svartur, eklnn 50 þ.km, 6 cyl. m/ölln. Snjódekk + sumardekk. Kassettutækl. Verð kr. 72 þús. Sldptl á ódýrarl bíl. i,m#| Slmca GLS 1977. Litur: Blá-sanser- aður. Eldnn 37 þ.km. Útvarp, snjó- og sumardekk. Verð kr. 42 þús. VW Golf 1977. Gullsanseraour, eldnn 64 þ.ltm. Útvarp. Verð lor. 65 þús. FaUegur bUl. Audi 80 LS, framdrifsbill. árg. 1977. Silfurgrár. Útvarp, segulband. Ekinn 71.000 km. Verð: 65.000 kr. Datsun Cherry GL árg. 1980. Hvitur. Ekinn 22 þús. km. Verð 79.000. Pontiac Flrebird 1975. Litur: Rauður, sjálfsldptur, aflstýrl og - bremsur, útvarp, segulband. Verð kr. 75 þús. Sldptl möguleg á Lada Sport. Kover 35001979. SUfurgrár, eldnn 14 þ.ltm. Sjálfsldptur, aflstýri og- bremsur, útvarp, segulband. Verð kr. 185 þús. þ.lcm. Útvarp, ný dekk, sUsaUstar. Verð lcr. 76 þús. Galant 1600 GL1979. Blásanseraður, eldnn aðeins 18 þ.ltm. Verð lcr. 77 þús. Datsun dts i I 1977. Grænn, nýupp- tekln vél, útvarp, segulband, nýtt lakk. Verð Itr. 70 þús. Honda Civic sjálfskiptur. árg. 1978. Silfurgrár. Ekinn aðeins 25 þús. km. verð kr. 65.000. Subaru G. F.T. 1600 1978. Drapp- lltur, eldnn 39 þ.km. Snjó- og vetrar- dekk. Verð lcr. 60 þús. Dalhatsu Charade 1979. Grásanser- aður. 5 dyra. Eldnn 25 þ.km. Verð kr. 60þús. ■ atymsp8?" Colt G.L. 1980. Lltur: Brúnsanserað- ur, eldnn 8 þ.lun, snjó- og sumar- dekk. Verð kr. 79 þús. WUIys CJ5 Atlantlc 1978. Lltur gulur, 6 cyl. vél. 232. Eldnn 28 þ.mU. Aflstýri, útvarp, segulband. Verðkr. llOþús. Austln Mlnl spedal 1978. SUfurgrár. Eldnn 34 þ.lun. Útvarp, snjó- og sumardekk. Verð kr. 38 þús. Flat 125P 1978. Blár, eldnn 16 þ.ldn. Snjó- og sumardekk. FaUegur bUI utan og Innan. Verð kr. 30 þús. Renault 20 TL Grænsanseraður, eldnn 39 þ.km, aflbremsur. Verð kr. 75þús. Honda Prelude Coupé arg. 1979. Rauður, sjálfskiptur, Ekinn 37 þús. km. Stereo útvarp. Topplúga. Fallegur sportbill. Verð kr. 100 þús.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.