Dagblaðið - 10.06.1981, Page 11

Dagblaðið - 10.06.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNf 1981. Tómas Arnason ræðir við EBE og EFTA um vandamál íslenzka iðnaðarins: „ATVINNUÖRYGGITUGÞÚS- UNDA í ALVARLEGRI HÆTTV’ 11 segir Davíð Scheving Thorsteinsson Tómas Árnason viðskiptaráð- herra hefur átt viðræður við EFTA, Friverzlunarbandalag Evrópu, sem fslendingar eiga beina aðild að, um vandamál islenzka iðnaðarms, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum. Þá telur DB sig hafa öruggar heimildir fyrir þvi, að ráðherrann hafi einnig rætt við EBE, Efnahags- bandalag Evrópu, af sama tilefni. „Ræðir Tómas nýtt aölögunar- gjald á innfluttar iðnaðarvörur viö Efnahagsbandalagið 1 Brtlssel?” spuröi DB 2. júni siðastliðinn. Enda jjótt ,,nýtt aðlögunargjald” sé ef til vill ekki nákvæmt orðalag, er enginn vafi á þvi, að erindi ráðherrans við áðumefnd bandalög, hefur efnislega verið náskylt tilganginum, sem að- lögunargjaldið haföi. „Rök þau, sem íslenzk stjórnvöld settu fram, þegar aðlöguanrgjaldið var fyrst sett á, vom þau, að mikil verðbólga á fslandi hefði komið i veg fyrir æskilega þróun iðnaðarins. Ekki var þá sizt haft i huga, hver aðstaðan var i samkeppni við erlend- an iðnað,” sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags isl. iðnrekenda, i viðtali við DB. ,,Þá væntu menn þess, að iðnaöur- inn myndi njóta góðs af iðnþróunar- stefnu, sem þáverandi og núverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, mælti fyrir á Alþingi fyrst 1979. Bent var á, að til þess væri þó enn ekki komið,” sagði Davið. Hann sagði, að auk þess hefði verið bent á almennt lélega stöðu iðn- aðarins islenzka, samanborið viö langþróaðan iðnað gróinna iðnaðar- þjóðfélaga. Verulegt átak yröi að gera til að breyta innri byggingu is- lenzkra iðngreina og aö þaö tæki tíma. „Vitanlega var ljóst, og á það bent, að hér væri að verulegu leyti um heimatilbúin vandamál að ræða. Þrátt fyrir það vom rökin tekin til greina,” sagði Daviö. Hann bætti við: ,,öll þessi rök em f fullu gildi i dag, og þó er langt frá þvi að sagan sé sögð svo sem vert væri og rétt. Stjómvöld á fslandi verða að laga sig að friverzlun. Það er númer eitt. Hér er gengi falsað gagnvart iðnaði með tilfærslum. Hér er iönaður skattlagður linnulaust. Sams konar iðnaður, sem íslenzkir neytendur kaupa vömr af, erlendis frá, nýtur skattfriðinda sem gerir hann sam- keppnisfæran. Þegar viðskiptaöryggi og atvinnuástand krefjast þess, er hann jafnvel niðurgreiddur. fslenzkur iðnaður verður að njóta sömu kjara og aörar atvinnu- greinar,” sagði Daviö Scheving,,,þaö er lágmarkskrafa. Á þvi er ekki skiln- ingur stjórnvalda, að minnsta kosti, ekki nægur ennþá. Hann er þvl alls ekki við þvi búinn að keppa við erlenda iönaðarframleiðslu, nema á mjög takmörkuðum sviöum. Það er meðal annars þess vegna, sem við- skiptajöfnuður okkar viö lönd Efna- hagsbandalagsins er öfugur um 40 milljónir dollara á sfðastliðnu ári. Þetta er fyrst og fremst vandamál islenzkra stjómvalda,” sagöi Daviö BRAGI SIGI 'GÐSSGN Scheving Thorsteinsson. „Þau verða aö snúa sér af alefli að þvi að leysa hann, ella blasir við alvarleg hætta fyrir atvinnuöryggi tugþúsunda manna.” -BS Ekki furða þó iandinn kvartl yfir orkureikningum: HÚSHITUN Á ÍS- LANDIKREFST 2/3 MEIRIORKU EN ALLURIÐNAÐ UR OG STÓRIÐJA SAMTALS Ástalffiö f Mörkinni var fjölskrúðugt, en botninn i buxunum gat blotnað. Við flytjum inn 56% okkar orkuneyzlu en íþann hlut fer 70% af orkureikningnum „Húshitun á íslandi tekur til sin tæplega 45% af núverandi orkunotk- un 1 landinu. Næst kemur iðnaður, að stóriðju meðtalinni, með um 28% orkunnar á árinu 1979,” sagði Hjör- leifur Guttormsson orkumálaráð- herra er hann ávarpaöi Orkuþing 1981, sem hófst i gær. Það þing sitja á þriðja hundrað aðilar, flest verk- fræðingar. Ráðherrann bætti við: ,,Af seldri orku f landinu 1979 var 44,6% inn- flutt eldsneyti, en 55,6% innlend orka. Kom 17,6% hennar frá vatns- afli en 38% frá jarðvarma. Líkur benda til, að hlutfall inn- lendrar orku og innfluttrar sé nú að nálgast 60:40. Munar mest um sam- drátt i notkun gasoliu til húshitunar. Eftir 3—5 ár á nær allt húsnæði i landinu að vera hitað upp með inn- lendum orkugjöfum, um 80% með jarðvarma og um 20% með raforku. Kostnaður af innfluttu eldsneyti er langt umfram hlutdeild þess f heildar- orkunotkun. Hann nam t.d. 64% af heildarorkureikningnum árið 1978 og um 70% tvö sl. ár. Á slöasta ári guldum við 5. hverja krónu, sem aflað var i gjaldeyri, til baka fyrir innflutta orku,” sagði Hjörleifur Guttormsson orkuráðherra. Hann fagnaöi þessu Orkuþingi, taldi það falla vel inn i rammaáætlun núverandi rikisstjórnar i orkumálum og ætti það, að hans dómi, að ,,fá varanlegan sess í nýjum orkulögum með víðum og sveigjanlegum ramma”. Innlend eldsneytis- framleiðsla Ráðherrann kvað vel fylgzt með og „aukin áherzla verður lögð á þróun á framleiðslu innlends eldsneytis úr rafgreindu vetni og kolefni, þar sem m.a. er litið til islenzka mósins og kolefnissambanda úr útblæstri frá verksmiðjum sem kolefnisgjafa. Gat ráðherrann mikilla framfara i raf- greiningartækni, sem flýtt gætu inn- lendri framleiðslu á eldsneyti. Ráðherrann kvað framleiðslu á innlendu eldsneyti kalla á mikla raf- orkunotkun. Þyrfti 1600 GWh vegna framleiðslu á 110.000 tonnum af til- búnu bensini, en það svarar til áætl- aðrar bensinnotkunar hér 1985. 2200 GWh þarf til eldsneytisframleiðslu fyrir fiskiskipaflotann. Enn hærri tölur — 7800-10500 GWh — eru nefndar i sambandi við framleiðslu á vetnisafurðum er kæmu að fullu i staö innflutts eldsneytis. Ráðherrann vék að hagstæöum niðurstöðum um rannsókn á olíu- hreinsunarstöð á íslandi og áfram- haldandi rannsóknum á setlögum með mögulega oliuvinnslu i huga undan íslandsströndum. En undir lok ræðu sinnar komst ráðherrann þó fyrst á verulegt flug. Hann sagöi m.a.: „Rikisstjórnin hefur sett sér það markmið að jafna orkureikning þjóðarinnar fyrir lok aldarinnar með nýtingu innlendra orkuiinda til gjald- eyrissparnaðar og með útflutningi orkufrekra afuröa til gjaldeyrisöfl- unar. Svarar þetta til um 4000 GWh orkuframleiðslu umfram vöxt al- mennrar raforkunotkunar og núver- andi sölu raforku til stóriöju og mun því kalla á umtalsverðar virkjunar- framkvæmdir í viðbót fyrir aldamót, umfram það sém heimild hefur nú veriö aflað fyrir. Miöaö við jöfnun orkureikningsins aö 20 árum liðnum, myndi orkuframleiðslan á ári þurfa að nema 10.000 GWh árið 2000. Þarf þvi til þess tima að ljúka við virkjun á þriöjungi þess afls, sem fá má frá virkjunum er gefa 300 GWh á ári, þ.e. kallast stórar eða miölungsstórar virkjanir,” sagði Hjörleifur ráð- herra. - A.St. „Skálaverðir minnast vart jafnmikillar drykkju/’ — segir Sigurður Sigurðarson útgefandi Áfanga, sem var í Þórsmörk um hvftasunnuhelgina „Ætli það hafl ekki verið um 1200 manns 1 Langadal, þar sem skáli Ferða- félagsins er og að langmestu leyti voru jietta unglingar á aldrinum 14—20 ára. Umgengnin hjá fólkinu var allan tim- ann mjög slæm, ekki aðeins var gengið illa um gróður, heldur var þr^naður i algeru lágmarki. öllu rusli, ftoskum og plastbrúsum, var hent eftir notkun og viða voru kveiktir eldar i kjarrinu. Ef meiri þurrkur hefði verið, hefðu eld- amir getað valdið miklum skaða,” sagði Sigurður Sigurðarson útgefandi Áfanga, en hann dvaldist 1 Þórsmörk um hvitasunnuhelgina. „Tjaldað var upp eftír öllum Langa- dalnum og hugsuðu fæstír um að hafa slétt undir tjöldum sinum. Raunin varð þvi sú að tjaldað var i brekkum og hvarvetna sem hægt var að hola niður tjaldi. Þess sáust t.d. dæmi aö tjaldað væri ímýri. Strax á föstudagskvöldið var orðinn töluverður drykkjuskapur, en þó tók út yfir allan þjófabálk daginn eftir. Allan laugardaginn var fólk að drifa að, og sjálfur kom ég seinni hluta dagsins. Um kvöldið hófst drykkja og var hún mjög almenn. Sögöust skálaverðirnir, sem verið hafa i Þórsmörk undanfarin sumur, Daníel Hansen og Sigurlaug Kristmannsdóttir, varla muna eftir jafnmikilli drykkju. Nokkuö var um að unglingarnir hefðu dáið áfengisdauða og sáum við Daniel um að koma þeim i tjöld sin. Voru sumir unglinganna orðnir nokkuð kaldir og var þeim komiö fyrir I skálanum eða tjöldum. Slysavarnadeild ffá Hvolsvelli var á svæðinu, en sá aöallega um að selja að- gangseyri inn á syæðfð. j Okkar gagn- rýni beinist fyrst og fremst að þvl að fjölmiðlar skyldu auglýsa þaö að staö- urinn væri opinn meðan allir aðrir staðir á Suðurlandi voru lokaðir. Siðan höfðu yfirvöld staðinn að féþúfu með þvi að selja inn undir þvi yfirskini að verið væri að innheimta gjald fyrir þjónustu og slysagjald. Sú þjónusta var hins vegar ekki veitt. Gróður i Langadal mun sennilega ekki ná sér þetta sumar, en þakka má fyrir að fólk skyldi ekki dreifast um all- ar jarðir inni i Þórsmörk,” sagði Sig- urður Siguröarson útgefandi Áfanga. -JH/SA Umgengni i Þórsmörk var slæm, rusl og flöskur út um allt. Gróður verður lengi að ná sér á strik aftur. DB-myndir Sigurður Sigurðarson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.