Dagblaðið - 10.06.1981, Side 12

Dagblaðið - 10.06.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1981. MSMBIADIB frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. ■ m ** Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aöstoðarritstjórí: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjóman Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldssor Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hail- dórsson. Droifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð f lausasölu kr. 4,00. Odýra ferðamannalandið Ísland er ódýrasti gestgjafi í heimi samkvæmt tölum tímaritsins Business Traveller um kostnað á gistingu og mat kaupsýslumanna. Að borða og sofa hér á landi kostar ekki nema 42% af því, sem það kostar í Bretlandi. Samkvæmt þessum tölum er hlið- stæður kostnaður 72% í Danmörku, 88% í Noregi og 93% í Bandaríkjunum. í sólarlöndunum er hann heldur nær íslenzkum kostnaði, 50% í Portúgal og 72% á Spáni, allt miðað við Bretlandskostnað. Ástæða er til að ætla, að íslandsfarar þeir, sem miðað er við, hafi náð sérstökum kjörum, því að tölur íslands eru ótrúlega lágar. Eru þær þó reiknaðar á óeðlilega háu, skráðu gengi krónunnar. Rétt gengi gæfi enn meiri mun. Vitað var, að gisting væri tiltölulega ódýr hér á landi. Hitt kemur á óvart, að matarverð skuli ekki vega upp á móti lágu verði á gistingu. Tölur tímaritsins benda til, að matur sé ekki eins dýr hér á landi og menn vilja stundum veraláta. Niðurgreiðslur landbúnaðarafurða hafa nokkur áhrif. Með þeim eru skattgreiðendur látnir borga hluta af matarkostnaði erlendra ferðamanna eins og annarra neytenda í landinu. Þær eru dæmi um, hvað millifærsl- ur geta verið hættulegar. Annar þáttur hins tiltölulega lága matarverðs er ódýr sjávarafii hér á landi. Hinn þriðji er sennilega sá, að álagning í veitingarekstri sé lág í samanburði við út- lönd, svo sem almennt er í rekstri hér á landi. Samband veitinga- og gistihúsa hefur með aðstoð Klúbbs matreiðslumeistara búið til sérstaka tveggja rétta sumarmatseðla á 52 og 61 krónu. Þessir seðlar ættu mjög að treysta þá skoðun, að ekki sé of dýrt að ferðast til íslands. Flest bendir til, að í sumar muni ferðamenn streyma hingað meira en nokkru sinni áður, eftir nokkra lægð í fyrra. Þetta er okkur ágæt búbót og væri enn betri, ef við þyrftum ekki að greiða niður matinn þeirra. ísland verður aldrei neitt dæmigert ferðamannaland. Hin stutta sumarvertíð er of svöl. Aðstaðan mun aldrei standast samjöfnuð við sólarstrendur. En landið er ólíkt öðrum löndum og hefur nokkurt aðdráttarafl á sérvitringa. Það borgar sig ekki heldur að leggja of mikla áherzlu á móttöku ferðamanna. Hún felur í sér of miklar sveiflur, svo sem þjóðir Miðjarðarhafs hafa fengið að kenna á. Og ferðamannaþjónusta er líka dæmigerð láglaunagrein, þvímiður. í stórum dráttum hefur ferðamannaþjónusta okkar | þróazt á skynsamlegan hátt. Fjárfestingu hefur verið haldið í lágmarki með því að nota skóla sem hótel á sumrum. Um leið hefur verið útveguð sumarvinna fyrir fjöldaskólafólks. Hótelhaldarar, sem berjast við rekstur árið um kring, kvarta yfir, að sumarhótelin taki kúfinn af viðskiptunum. En satt að segja er ekki auðvelt að sjá skynsamlegri leið í landi, þar sem vor og haust ná næstum saman. Að vísu hafa málsaðilar yfirleitt ekki áttað sig á nútímakröfum um einkabað með hverju hótelherbergi. Fyrir bragðið hafa fæst hinna nýju skólahótela aðstöðu til að fá það verð fyrir gistingu, sem æskilegt hefði verið. Svo getum við auðvitað sjálf fært okkur í nyt þær erlendu upplýsingar, að gisting og matúr séu hér í ódýrasta lagi. Innlendir ferðamenn hafa hingað til of lítið notfært sér hina innlendu ferðamannaþjónustu. Skipulag og framkvæmd fræðslumála Sú var tið að sérstök fræðslumála- skrifstofa annaðist stjórn skólamála á barna- og gagnfræðaskólastigi. Ráðamenn hennar voru flestir vel kunnugir þessum málaflokki. Nokk- urrar óánægju gætti samt siðustu árin sem stofnunin starfaði, — en stafaði ekki af því að skólamenn teldu stjórnendur Fræðslumálaskrif- stofunnar hafa takmarkað vit á 1. grein kennslumálum. En þar kom að stjórnarráðsmönnum þótti hentugt að leggja þessa stofnun niður og færa verkefni hennar inn í menntamála- ráðuneytið. í kjölfarið var komið á þeirri skipan sem nú er að því ráðu- neyti er skipt í niu deildir, og lýtur hver þeirra stjórn skrifstofustjóra eða deildarstjóra. Skipulag þetta er skynsamlega hugsað og gefst vel á sumum sviöum. Hérlendis ríkir sú venja að segja fátt um það sem vel reynist, en beina athyglinni að hinu. Svo mun einnig fara i máli mínu að meira verður fjallað um annmarka en 1 1 --------------------------- Ingvar Gíslason menntamálaráðhcrra. Ráðuneyti hans cr skipt i niu deildir. Lokað á laugardögum Lokað á laugardögum! Þetta er nú ekki heilbrigt, er maðurinn enn að skrifa um laugardagslokun verzlana? verður sennilega mörgum þeim að orði er sjá fyrirsögn þessa kjallara. Margir eru þeir sem án efa htakka til þess tlmabils, sem senn dynur yfir landsmenn, þegar verzlun og þjón- usta dregst saman, bæöi vegna sumarleyfa starfsfólks, svo og vegna þeirra ákvæða sem tvö stéttarfélög hafa sett um lokunartíma verzlana i Reykjavik. „Kaupmannasamtök íslands og Verzlunarmannafélag Reykjavikur beina þeim tilmælum til viðskipta- vina verzlana að gera innkaup sin timanlega, þar sem verzlanir verða lokaðar á laugardögum frá 1. júni til 1. september”, segir i auglýsingu frá þessum samtökum hinn 4. þ.m. (,,með leyfi forseta” eins og þeir segja 1 Alþingi). öfgafull öfugþróun Já, auglýsingin hefur verið birt, svart á hvítu, og með félagsmerkjum beggja samtaka, sjónvarpsloftneti Kaupmannasamtakanna (sýnist það Kjallarinn Geir Andersen helzt líkjast því) og hlekkjuðu snák- unum Verzlunarmannafélagsins. Nú þarf enginn að fara I grafgötur um það, að Reykjavík er svo gott sem lokuð fyrir þjónustu á verzlunar- og viðskiptasviði tvo daga í viku. En þetta á sem betur fer aðeins við um Reykjavik. í nágrannabæjunum, Seltjarnarneskaupstað og Kópavogi, hafa þessar hömlur ekki enn komizt í tizku. Og þótt heyra megi á sumum Reykvíkingum að þeir á Seltjarnar- nesinu fái að njóta þess aö þeir eru viö bæjardyrnar á Reykjavik og greiði ekki skatta vegna þeirrar „viðamiklu” þjónustu sem Reykja-, vfk hefur upp á að bjóða, þá er sú „þjónusta” öll meira en velkomin gegn því ómetanlega framlagi sem Seltirningar veita Reykvíkingum með „ókeypis” verzlunarþjónustu alla daga vikunnar og á kvöldin, þegar Reykvikingar í verzlunarstétt hafa fengið nóg af verzlun og viðskiptum. — Ekki hefur heyrzt að vörur séu dýrari á Nesinu en annars staðar. Það má annars merkilegt vera að neytendur á Reykjavíkursvæðinu skuli vera þeir sem búa við hvað versta þjónustu á meðan íbúar næstu byggðalaga hafa ekki undan neinu að kvarta hvað varðar aðgang að verzlunum, helga daga sem aðra. Þær forneskjulegu og úreltu reglu- gerðir sem gilda fyrir neytendur verzlunarþjónustu i Reykjavik jaðra V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.