Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1981.
13
Kjallarinn
Jón
Bttðvarsson
,... ckki er ætlað að varpa rýrð á starfsmenn sem fyrir eru.” Starfslið menntamálaráðuneytis (ásamt Magnúsi Torfa). Myndin tekin í fyrra.
kosti. Einungis verður rætt um þrjár
þessara deilda, — fyrst um skipulags-
annmarka, siðan framkvæmd ein-
stakra stjórnunarþátta. Deildir
þessar nefnast háskóla- og alþjóða-
deild, verk- og tæknimenntunardeild
og fjármála- og áætlanadeild.
við brot á mannréttindum I þjóðfé-
lagi sem þykist vilja fylgja nútima-
háttum og sýna ljóslega öfugþróun
sem er I hæsta máta öfgafull.
Hver eru tildrögin?
Það væri mjög fróðlegt að fá fram,
I eitt skipti fyrir öll, þau rök sem
mæla svo eindregið með þvi að verzl-
anir í Reykjavik eingöngu skuli vera
lokaðar á iaugardögum yfir sumar-
mánuðina.
Er ástæðan gildandi kjarasamn-
ingar sem eru svona miklum mun
þrengri f Reykjavík en annars staðar
á landinu? Er það borgarstjórn
Reykjavikur sem setur reglugerð um
afgreiðslutima verzlana, eða búum
við enn við reglugerð félagsmáiaráð-
herra frá 1972, sem formaður mat-
vörukaupmanna vitnaði til í blaða-
grein fyrir svo sem einu ári? — Það
hlýtur einhver eln aðalástæða að vera
fyrir þessu fáránlega fyrirkomulagi.
Á meðan engin frambærileg opin-
ber skýring er gefin fyrir lokun verzl-
ana í Reykjavik, umfram verzlanir
annars staðar á landinu, er auðvitað
nærtækast að telja stéttarfélögin tvö,
Kaupmannasamtökin og Verzlunar-
mannafélag Reykjavikur, ábyrg fyrir
þeim molbúahætti sem auglýsing
þessara samtaka boðar ibúum höfuð-
borgarinnar i verzlunarháttum.
Vinnuálag
er yfirvarp
Það hefur mörgum sinnum komið
fram í umræðum um opnunartíma
verzlana að kjarasamningar við
stéttarféiag verzlunarmanna (VR) séu
þess eðlis, að vinnutiminn miðist nú
einu sinni við þann opnunar/lok-
unartima sem giidir i dag.
Undir einum hatti
Meðan Fræðslumálaskrifstofan
var við iýði var framhaldsskólastigið
miklu fáskrúðugra en nú er. Þarflitið
hefur þvi sennilega þótt að velja
skólamenn til starfa i menntamála-
ráöuneytinu, enda heyrðu sumir
Vinnutimi fram yftr þann tíma sé
ekkert vel þokkaður af launþegunum
sjálfum, vinnuálagið sé nóg fyrir.
Laugardagsvinna, hvað þá vinna á
sunnudögum sé því ekki til umræðu.
Ekki skal það dregið i efa að
vinnutími verzlunarfólks er yfrið
nógur og er vel skiljanlegt að starfs-
fóik kunni að meta þann tima sem nú
fer i hönd með styttu vinnuálagi.
Það hefur og mörgum reynzt löng
leið frá afgreiðslustarfmu til hins
sjálfstæða verzlunareiganda. — Og
ekki hafa verkalýðsrekendur hins
fjölmenna stéttarfélags, Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, verið þess
umkomnir að gera umbjóðendur sina
að hálaunafólki. Þar er oft pólitísk
pallborðsseta viljanum yfirsterkari.
Og varla þarf að leiða getum að þvi
að margur launþeginn i hópi verzl-
unarmanna myndi, hvað sem liður
lögleiddu sumarfrii, velja nokkra
umframtfma i vinnu, ætti hann þess
kost að drýgja laun sin með vinnu á
laugardögum. Það er hreint yfirvarp
að halda þvi fram að launþegar á
ísiandi hafni yfirvinnu, sé hún I boði.
Launþegar innan VR hafa, þvi
miður, fulla þörf fyrir hverja þá
aukavinnu sem býðst og er fullt sam-
komulag milli flestra þeirra og vinnu-
veitenda að laga opnunar/lokunar-
framhaldsskólar undir önnur ráðu-
neyti, og svo er enn i dag. Land-
búnaðarráðuneytið fer t.d. með mál-
efni bændaskóla, og sumir sérskólar
á heilsugæslusviði lúta stjóm heil-
brigðismálaráðuneytisins. Flestir
framhaldsskólar starfa þó undir
umsjá tveggja eða allra þeirra deilda
menntamálaráðuneytisins sem til
umræðu eru i greinaflokld þessum.
Undanfarin ár hefur starfssvið
þeirra þanist út vegna vaxtar sem
hljóp i framhaldsskólakerfið. Starfs-
mönnum hefur ekki fjölgað að ráði
nema i fjármála- og áætlanadeild, —
en þeirri reglu hefur verið fylgt að
fastráða engan skólamann. Enginn
lykiimaður i þessum deildum hefur
nokkrusinni haft kennslu á fram-
haldsskólastigi að aðalstarfi, og
sumir þeirra hafa aldrei i skólum
unnið nema sem nemendur. Af þvi
stafa sumir annmarkamir sem hér
verða ræddir, — en ekki allir.
Háskóla- og alþjóðadeild fjallar
tíma verzlana hérlendis að hætti ann-
arra menningarþjóðféiaga og gefa
þar með neytendum betri þjónustu.
Skólafólk -
húsmœður
f flestum vestrænum löndum er
margfalt meira frjálsræði i verzlunar-
og viðskiptaháttum en hér tiðkast,
þ.á m. hvað varðar lokunartíma
verzlana.
Mest er þetta áberandi i Bandaríkj-
unum, þar sem verzlanir eru opnar til
kl. 9 á kvöldin, alla laugardaga og frá
kl. 10—5 á sunnudögum. Evrópu-
löndin flest hafa mun lengri þjón-
ustutima en hér er þótt þar sé alla
jafnan lokaðá sunnudögum.
Enginn þarf að láta sér detta i hug
að f þessum löndum séu launþegar
kúgaðir til þess að vinna myrkranna á
milli. Vinnuvernd er einmitt miklu
strangari þar en hér á landi.
En hvernig geta þá verzlanir í þess-
um löndum gefið neytendum slfka
þjónustu?
1 Bandarikjunum, þar sem sá er
þetta ritar leitaði upplýsinga, er al-
gengt að skipt sé um starfsfólk þegar
hinum hefðbundna vinnutfma lýkur.
Skólafólk, húsmæður giftar sem
ógiftar, fólk sem sækist eftir vinnu
aðeins nokkra tima á dag eða einn til
tvo daga í viku hverri er ráðið, til þess
að þjónusta við hina almennu neyt-
endur falli ekki niður. 1 borgum og
þéttbýlum svæðum er hreinlega ekki
hægt að ætlast til þess að fólk geti
einskoröað sig við svo takmarkaðan
opnunar/lokunartima verzlana sem
hér á við i Rey kj avík.
Enn hefur ekki verið rætt um það
hagræði sem af þvi skapast að fólk
sem vinnur svokallaða fulla „venju-
lega vinnuviku” geti verzlað og gert
innkaup við eðiilegar aðstæður og
þurfi ekki að vera á siðasta snúningi
til þess að ná f verzlun fyrir lokun.
Þá skyldi þvi ekki gleymt að eðli
ýmiss konar verzlunar er með því
marki brennt að hjón eða fjðlskyldur
vilja gjarnan fara saman til innkaupa
eða vöruvals og skoðunar og hafa
nægan tima, ef um stórinnkaup er að
ræða eða val á dýrum tækjum.
Margir hafa þá sögu að segja að
þeir hafi í raun stórskaðazt i inn-
kaupum sinum vegna timaskorts.
Þannig er um marga húsbyggjendur
sem annaðhvort verða að taka sér fri
frá vinnu eða verða að láta aðra og
oft óviökomandi gera út um hluti og
vörur, sem þeir svo siðar þurfa að
líða fyrir.
Hugsjónir gleymast
Á siðari timum hafa íslendingar
svo kynnzt þjónustu í viðskiptahátt-
um á ferðalögum sinum erlendis að
þeim flnnst sjáifsagt að þar sé þjón-
ustan á þann hátt sem hún er, verzl-
anir opnar fram eftir kvöldi og fleira
í þeim dúr. Og tslendingar eru hvað
vandfýsnastir ef þeir ekki geta gengið
að slikri þjónustu á erlendri grund,
þdr eru vanir sliku þar og sætta sig litt
við refjar í þeim efnum.
um fleiri málefni en nafnið gefur til
kynna, — m.a. allt menntaskólanám
— hvort sem stundað er I mennta-
skóium, fjölbrautaskólum eða
verslunarskóium. Deildarstjórinn,
Ámi Gunnarsson, er mjög hæfur og
mikilvirkur. Hann hefur fáa starfs-
menn sér til fulltingis, en verkefni
deildarinnar eru svo margþætt og
sundurleit að ég tel óráðlegt að hafa
þau öll undir einum hatti þótt
dugað hafi meðan menntaskólar voru
fáir og einhæfir.
Skipulag
úr böndum
Starfssvið verk- og tæknimennt-
unardeildar hefur einnig vaxið mjög
á undanförnum árum, og er mér
ofætlan að lýsa þeirri þróun i stuttu
máli svo vel sé. Deildarstjórinn,
Stefán ólafur Jónsson, hefur þá sér-
stöðu að hafa kennaramenntun og
starfsreynslu, — en á grunnskólastigi
— áður en þróun verkmenntunar
hófst að marki. Stefán er framfara-
sinnaður og hygg ég að enginn dragi i
efa einlægan vilja hans tii góðra
verka. En við ramman reip er
að draga.l kki er einungis að starfslið
hans sé fámennt heldur skortir þar
tilfinnanlega menn sem í senn hafa
kennslureynslu og víðfeðma þekk-
ingu á tækniþróun. Auk þess er tor-
velt að sinna mörgum verkþáttum
deildarinnar, m.a. vegna þess að þeir
heyra að nokkru undir önnur ráðu-
neyti (heilbrigðismálaráðuneyti,
iðnaðarmálaráðuneyti) eða
Iðnfræðsluráð sem er valdamikil
stofnun, laustengd menntamálaráðu-
neytinu. Hafi sú ráðstðfun verið rétt
á sínum tfma að fella verksvið
Fræðslumálaskrifstofunnar undir
menntamálaráðuneytið hlýtur sú
spurning að vakna hvort verk- og
tæknimenntunardeildin eigi ekki aö
innbyrða starfsemi sem nú fer fram á
skrifstofum Iðnfræðsluráðs.
í röðum skólamanna er sú skoðun
útbreidd að skipulag háskóla- og
alþjóðadeildar og verk- og tækni-
menntunardeildar hafi í upphafi
verið viðhiitandi, en farið úr böndum
af tveim meginástæðum: annars
vegar vegna aukinna og margþættari
verkefna, hins vegar vegna skorts á
sérhæfðu og reyndu starfsliði. Fram
skal tekið að orðum þessum er ekki
ætlað að varpa rýrð á starfsmenn sem
fyrireru.
Skipulagsannmarkar fjármála- og
áætlanadeildar eru að nokkru af
öðrum toga, en um þá fjallar næsta
grein.
Jón Böðvarsson
skólameistari,
Keflavik.
Margir þessara íslenzku feröa-
manna hugsa kerfinu í isienzkum
verzlunarháttum þegjandi þörfina er
þeir koma til baka. — En það breytist
margt við lendingu á Keflavikurflug-
velli, ekki sizt hugarfarið.
Og eftir að hafa gengið í gegnum
hina ömurlegu flugstöðvarbyggingu
þar syðra, sem fengin var íslending-
um í hendur með láns- og leiguliöa-
kjörum, eins og reyndar flugvöllur-
inn allur, þá er lítið eftir af því stolti
og þeirri hugsjónastefnu sem margir
fá fyrir brjóstið eftir vel heppnað
sumarfri, jafnvel á „hóstaströnd
Spánar” (fyrirgefðu Svarthöfðí!) og
góðan „kokkteil” á „gamla verð-
inu” i flugvélinni. Því miður.
Það er annars stórfurðulegt að á
landi sem hefur tvenns konar veður-
far, annars vegar langan og dimman
vetur með eins konar heimskauta-
veðráttu og hins vegar bjart og nokk-
urn veginn viðsættanlegt sumar,
a.m.k. á islenzka vfsu, skuli það
slðarnefnda vaida þvl, að það þyki
heilög skylda að leggja allt atvinnu-
og viðskiptalif niður — eða svo gott
seml
Á hinn bóginn þykir ekkert tiltöku-
mál að búa smábörn og brjóstmylk-
inga til útferða úr húsum laust eftir
kl. 7 á morgnana og færa þau til
dvalar á einhverju fátækrahælinu
undir verndarvæng hins opinbera
herra „Bumble”.
í landi hins mikla jöfnuðar væri
mun skynsamlegra að auka þjónustu
þá sem landsmenn eiga kröfu á að fá
en umfram aiit aö gera hana jufnuri.
Ein þeirra aðgerða er að afnema þá
fásinnu að hafa verzlanir lokaðar á
laugardögum.
Geir R. Andersen.
„Hvernig geta aörar þjóðir veitt slíka
þjónustu?”