Dagblaðið - 10.06.1981, Qupperneq 28
„Lögleg en siðlaus” skipan í embætti forstjóra Brunabótaf élagsins:
„Legg til fordæmingu á
gerðum ráðherrans”
—segir Magnús H. Magnússon, formaður framkvæmdastjómar
„Ég mun leggja til aö fram-
kvæmdastjórnin fordæmi gerðir ráð-
herrans enda eru þær andstæðar
eindregnum vilja stjórnarmanna,”
sagði Magnús H. Magnússon, for-
maður framkvæmdastjórnar Bruna-
bótafélags íslands, i morgun.
Stjórnin kemur saman á fund f dag
(auk Magnúsar H. sitja i henni
Friðjón Þórðarson ráðherra og
Stefán Reykjalin byggingameistari á
Akureyri). Fjallað verður m.a. um þá
ákvörðun Svavars Gestssonar heil-
brigðis- og tryggingaráðherra að
skipa Inga R. Helgason hæstaréttar-
lögmann forstjóra Brunabóta-
félagsins frá 1. júU að telja.
„Rikissjóður á ekkert í félaginu og
ber enga ábyrgð á skuldbindingum
þess. Félagið er alfarið i eign og á
ábyrgð sveitarfélaganna, að undan-
skUinni Reykjavikurborg og fáeinum
hreppum,” sagði Magnús H.
„Ákvæði um að ráðherra skipi
forstjóra Brunabótafélagsins hefur
staðið óbreytt í lögum þess frá 1917.
Það eru einu afskipti rikisins af
stjóm félagsins og með öllu óeðlileg.
Ég get tekið undir að strangt tU tekið
sé ákvörðun ráðherrans lögleg en
siðlaus.”
Ásgeir Ólafsson, forstjóri Bruna-
bótafélagsins, sagði upp störfum sin-
um en framkvæmdastjórnin fór þess
á leit að hann gegndi þeim áfram til
ársloka 1982. Á það féUst Áseir, að
sögn Magnúsar H. Magnússonar, þó
með þvi skilyrði að ráðherra féUist á
það einnig. Magnús taldi ráðherrann
hafa gefið vilyrði fyrir því að for-
stjóri yrði ekki skipaður nema í sam-
ráði við framkvæmdastjórnina. Það
hafi hann ekki gert i reynd.
Þess má svo til gamans geta að Ingi
R. Helgason, nýskipaður Brunabóta-
félagsforstjóri, og Hallgrímur
Sigurðsson, forstjóri Samvinnutrygg-
inga, eru samstúdentar frá MR
1945. Þeir bekkjarbræðurnir munu
stýra þeim tveimur félögum sem eru
einna stærst á vettvangi trygging-
anna og takast á um hlutdeUd í
markaðnum.
-ARH.
V
✓
Nefnd gaum-
gæfirrétt-
mæti f lug-
skýrslunnar
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra hefur skipað nefnd til
þess aö gaumgæfa skýrslu þá sem
bandarískt ráðgjafarfyrirtæki gerði
um Norður-Atlantshafsflug Flug-
leiða hf.
í nefndinni eru þessir menn: Agnar
Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Birg-
ir Guðjónsson, deildarstjóri í sam-
gönguráðuneytinu, Kári Einarsson
stjórnarmaður í Flugleiöum, til-
nefndur af ríkinu, Martin Petersen,
fyrrum framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Flugleiða, og Rúnar Bj.
Jóhannsson, stjómarmaður í Flug-
leiðum, tilnefndur af ríkinu.
Er lagt fyrir nefndina að hraða
störfum svo sem verða má. Meðal
annars metur nefndin hverja kosti
áðurnefnd skýrsla bendir á i rekstri
Atlantshafsflugsins, þar með talið að
sjálfsögðu ekki sízt Luxemburgar-
flugið. Gert er ráö fyrir að afstaða
aðila til þess, þar með talið rikja
Luxemburg og Islands, verði ljós
fyrirlokjúiímánaðarnæstkomandi. ,
Nefndin metur hvaða hagsmuni
ríkið hefur að gæta í sambandi við
áðurgreindan rekstur og kannar öU
atriði skýrslunnar, hvort hún teiji
hana rétta i öllum atriðum. Metur
nefndin hvort ástæða sé til að athuga
sérstaklega einhver atriði hennar,
ekki sizt með tilliti tU hagsmuna rikis-
ins.
„Hvað sem líður beinum hags-
munum rikisins verður ekki gengið
fram hjá gífurlegum hagsmunum
allra þeirra sem við þetta starfa,”
sagði Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra, er DB spurði hann
um málið.
Leikarar og félagar i Sinfóníuhljómsveitínni
brugðu á leik i Austurstrætinu og á Lækjar-
torgínu i gær. THefnið var miðasala á miðnæt-
urskemmtun þessara aðila á fimmtudag og
föstudag en sfysasjóður þeirra stendur fyrir
skemmtununum. Á myndinni má sjá Sigriði
Þorvaldsdóttur með bangsabörn.
Ijii DB-mynd Gunnar Örn.
wpSSöNft*
Pálmi í Hagkaup skattakóngurmn 1980—efstu sætin ríðlast:
„SKATTSKRAIN VERBUR
KANNSKIALDRB RETT”
—segir skattstjórinn í Reykjavík—skráin miðuð við 1. marz
endanlega óaf greidd hiá ríkisskattanef nd
Pálmi Jónsson í Hagkaup er
skattakóngur ársins 1980 og það ekki
í fyrsta sinn. Hann er efstur á lista
yfir einstaklinga sem greiða hæstu
gjöldin samkvæmt skattskránni
1980, fékk endanlegan reikning upp á
tæplega 169milljónir gkróna.
Næstir Pálma i Hagkaup voru:
Þorvaldur { Sild og fisk, 86,8
millj.gkr., Ásgeir Bragi Ólafsson,
56,5 miUj., Ingólfur Guðbrandsson i
Útsýn 46,3 mUlj. Samkvæmt skatt-
skrá er þriðji skatthæsti einstakl-
ingurinn Gunnar Þór Ólafsson, út-
gerðarmaður og stjórnarformaður i
Andra h.f. Hann segir að skattskráin
sé röng miðað við stöðu mála i dag.
„Min kæra var ekki endanlega
afgreidd þegar þessi skrá var búin til.
Minir skattar voru i aUt um tíu
miUjónir gamlar, en ekki 69,2
mUljónir eins og segir i skránni,”
sagði hann i morgun.
Gestur Steinþórsson sagði það rétt
. i morgun að skráin sem lögð var fram
í gær væri ekki endanleg: „Hún
miðast við 1. marz en i rauninni má
segja að skattskráin geti kannski
aldrei orðið endanleg. Þetta er skrá
yfir öU mál sem við höfðum afgreitt
frá okkur 1. marz en eftir það hafa
mörg verið kærö tU rikisskatta-
nefndar.”
mörgmál
Sambandiö var gjaldhæst félaga
1980, borgar rfflega mUljarð gkróna.
Eimskip kemur næst með 420
mUljónir, þá Flugleiðir, siðan Slátur-
félag Suðurlands og Hans Petersen
hf., öll með yfir 200 miUjón gkrónur.
Áfengis- og tóbaksverzlunin
greiðir rúmlega 800 miUjónir i lands-
útsvar gjaldárið 1980. Næst koma
olíufélögin.
-ÓV/ARH.
frjálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR10. JÚNÍ 1981.
Læknadeildan:
Ákvörðunum
tilboð íkvöld
Á fundi Læknafélags íslands f kvöld
verður tekin ákvörðun um hvort gengið
verður að því tilboði sem fuUtrúar
rfkisvaldsins lögðu fram á samninga-
fundi í gærkvöldi.
I þeim samningsdrögum sem lögð
voru fram er ekkert rætt um grunn-
kaupshækkanir tU lækna en áherzla
lögð á ýmisleg félagsleg atriði, s.s. Uf-
eyrissjóðsmál og fyrirframgreiðslu á
launum, eins og tfðkast hjá rikisstarfs-
mönnum.
FuHtrúar lækna, þeir Þorvaldur
Veigar Guðmundsson, formaður Ll,
og Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri
félagsins, vUdu i morgun ekki tjá sig
um tilboð ríkisvaldsins en Þröstur
Ólafsson, aöstoðarmaður fjármálaráð-
herra, kvaðst vera bjartsýnn á að
deilan leystist í kvöld.
-ESE.
Bflatryggingar
hækka
Hækkun á iðgjöldum bifreiða-
trygginga var heimiluð í gær og voru
hækkanirnar (samræmi við það sem
Tryggingaeftirlitið hafði lagt til. Ið-
gjöld ábyrgðartrygginga hækka um
30% en höfðu áður á árinu hækkað
um 29,5%. Iðgjöld kaskótrygginga
hækkuðu mun meira eða um 52%.
Vátryggingafjárhæðir hækkuðu
um 50% og eru nú um 2.7 milljónir
króna fyrir fólksbUa. Iðgjald fyrir
minni fólksbil í Reykjavík er þvi 2200
krónur og fyrir stærri fólksbUa 3050
1 krónur. Sjálfsábyrgð er 570 krónur.
-ELA.
í VIKU HVERRI
Vinningur
vikunnar:
Tíu gíra
reiðhjól frá
Fálkanum hf.
Vinningur í þessari viku er 10
gíra DBS eða Raleigh reiðhjól frá
Fálkanum, Suðurlandsbraut 8 í
Reykjavik. í vikunni verður birt, á
þessum stað I blaðinu, spurning
tengd smáauglýsingum Dagblaðs-
ins. Nafn heppins áskrifanda
verður slðan birt daginn eftir I smá-
auglýsingunum og gefst honum
tœkifœri á að svara spurningunni.
Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir
nœstu helgi verður einn ykkar
glcesilegu reiðhjóli rikari.
c ískalt
Seven up.
hressir betur.