Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 - 140. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Kristján Pétursson deildarstjóri ToligæzlunnaráKeflavíkurflugvelli: Óttast Amsterdamflugsd vegna fíkniefnasmygls —meirihluti þeirra fíkniefna sem seld eru á Norðurlöndum koma fráþeirri dreifingarmiðstöð „Það er augljóst að beint sam- band i flugi við aðalinnkaupastaö Evrópu á fikniefnum, hlýtur að teljast óheppileg flugrúta með tilliti til fikniefnamála og fíkniefna- varna hér á landi,” sagði Kristján Pétursson, deildarstjóri I Tollgæzl- unni á Keflavikurflugvelli, I samtali við DB. ,,Ég tel það lika geta haft sin áhrii að hér er um ódýrari ferðir að ræða en verið hafa og eru á boðstólum fyrir fslendinga. Auglýstar eru næstu vikumar vikulegar og tvær ferðir I viku hjá öðru flugfélaginu en vikuleg ferð hjá hinu. Það verður þvi engum vandkvæðum bundið að komast beint til Amsterdam,” sagði Kristján. Hann benti á að Amsterdam hefði um alllangt árabil verið miðstöð fikniefnaverzlunar í Evrópu. Þangað má rekja kaup á verulegum hluta þeirra fikniefna sem í umferð hafa verið á Norðurlöndum. í rannsókn ýmissa fikniefnamála, sem hér á landi hefur verið fjallað um, hafa efnin verið sótt til Amsterdam og smyglararnir síðan yfirleitt farið gegnum Kaupmannahöfn en sumir þó um Luxemborg. Gísll Björnsson, nýskipaður yfir- maður fikniefnadeildar lögreglu- stjóraembættisins í Reykjavík, kvaðst ekki hafa sérstakar áhyggjur af nýju fiugrútunum til Amsterdam. Taldi hann leiðina um Kaupmanna- höfn og Luxemborg hafa verið það opna, að nýja leiðin myndi ekki valda neinum straumhvörfum. Harkaleg átök framundan i borgarstjóm —SÍS og KRON með stærstu og fullkomnustu stórverzlunina í uppsiglingu eru harkaleg átök um nýtízku stórmarkað SlS og KRON i stórhýsi Sambandsins i Holtagörð- um. Fyrirhugaö er að nota nokkur þúsund fermetra I hinu nýja stórhýsi sem stórverzlunarhúsnæði. Þar sem lóðin telst á hafnar- svæðinu er fyrst fjallað um málið i hafnarstjóm Reykjavikur. Þar var það rætt á fundi I gær en atkvæða- greiðslu frestað. t umræðum var ekki gagnrýnt þótt Hagkaup hefði verið leyft að verzla á iðnaðarsvæði. Þá var bent á að á. hafnarsvæðinu væru nú tvö sjúkra- hús, eitt samkomuhús og timbur- verzlun. Með sérstöku færibandakerfi verða vörur fluttar beint úr vöru- skemmum í stórverzlunina. Er þama fyrirhuguð einhver stærsta, ef ekki stærsta, og fullkomnasta stórverzlun álandinu. Sýnt þykir að hörð átök verði um málið I borgarstjórn en vist talið að hafnarstjórn samþykki fyrir sitt leyti hinn nýja vörumarkað. -BS. Enn flugstríð milli félaga sem berjastíbökkum — sjábaksíðu Kosningabaráttan íísrael: Peres spBarúttrompinu —sjá eii. fréttir bls. 8-9 f.. Gullstúlkan Guðrún Fema Sunddrottningin Guðrún Fema Ágústsdóttir undirstrikaði yjirburði sina ú meðal sundkvenna landsjns I gœrkvöld er hún vann til 5 gullverölauna ú Reykjavlkur- meistaramótinu. Guðrún, sem er nýorðin 14 úra gömul, hefur sýnt ótrúlegar framfarir sl. úr og hefur ú örskömmum tíma skotið öðrum stöllum sínum aftur fyrir sig. Það verður þvl að segjast eins og er að Guðrún er orðin hreinastu „kvennagull” ef nota mú það orð Iþessu tilviki. -SSv/DB-m vnd S. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.