Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981. Pontiac Le Mans sportbíllinn, sem kosinn var fallegasti bíllinn á sýningunni, vakti feikilega athygli enda var óvenjuvel vandað til hans að öllu leyti. annað framleiðslustig í upptekningu Birgis, og í samsetningunni var vandað til alls eins og framast var kostur til. Smávægilegar útlits- breytingar voru gerðar á bilnum og falla þær vel við línur bilsins. Bíllinn var sprautaður hvítur og skreyttur með snyrtilegum „strípum”. En það var við klæðningu bilsins sem hæfi- leikar Birgis fengu fyrst að njóta sín og gekk hann jafnvel svo langt að klæða skottið á bílnum að innan. Verklegasti jeppinn á sýningunni var frá Akukreyri en það var AMC Jeep. Eigandi hans er Halldór Jóhannesson. Halldór eyddi síðast- liðnum vetri 1 að byggja jeppann upp og ætlar hann að nota hann i tor- færukeppnir, sandspyrnu og kvart- milu. I jeppanum er 401 cid. AMC, vél og verða í henni mismiklar græjur, eftir því hvers konar keppni hanntekur þáttí. Verklegasta kvartmílutækið á sýningunni var Plymouth Valiant Duster með 340 cid vél, mjög snyrtilegur bíll. Mótorhjól eru mjög vinsæl á Akureyri og voru yfir 30 hjól á sýningunni. Fallegasta hjólið var einnig valið og var það Honda CB 900. Eigandi þess er Hinrik Tryggva- son frá Rútsstöðum í Eyjafirði. Jóhann Kristjánsson. Bílasýning Bflaklúbbs Akureyrar á 17. júní: Bezta sýningin frá upphafi Bílaklúbbur Akureyrar er elzti starfandi akstursíþróttaklúbbur landsins. Allt frá stofnun klúbbsins, fyrir rúmum sjö árum, hefur starf- semi hans verið mjög fjölbreytileg og blómleg. Einn af föstum liðum starf- seminnar eru bílasýningar sem klúbburinn hefur staðið fyrir á 17. júni, en síðast iiðinn þjóðhátíðardag var sjöunda bílasýningin haldin. Eins og fyrri sýningar var hún haldin á leiksvæði Oddeyrarskólans og taldi Konráð O. Jóhannsson, núverandi formaðurBílaklúbbs Akur- eyrar, þessa sýningu vera bezt heppn- uðu sýninguna frá upphafi. Er það vel af sér vikið því að á 16. og 17. júní voru American Hell Drivers með sýningar á Akureyri og sáu Bila- klúbbsmenn um undirbúning og framkvæmd á þeim sýnningum, auk sinnar eigin bílasýningar. Voru dug- legustu bílaklúbbsstrákarnir orðnir anzi þreyttir að kvöldi þess 17. eftir alla vinnuna enda höfðu sumir þeirra ekki sofiö í þrjá sólarhringa. Á sýningunni voru óvenjumargir fallegir og vel unnir bílar, einkum voru áberandi margir vel upp gerðir bílar af eldri árgerðum á sýning-' unni. Var víða leitað fanga um bila á sýninguna og voru m.a. nokkrir bilar af suðvesturhorni landsins á sýning- unni. Bílaklúbburinn hefur undan- farin ár séð um flutning á bílum sem koma langt að á sýninguna og eig- endur bilanna hafa fengið gissingu á heimilum bilaklúbbsmanna, hafi þeir komið með bilum sínum. Eins og áður voru það sýningar- gestir sem völdu þá bíla sem verðlaun hlutu á sýningunni, en aðgöngumiö- inn var jafnframt atkvæðaseðill. Fallegasti gamli bíllinn á sýningunni var frá Reykjavík en það var Chrysler Windsor árg. ’47. Fallegasti billinn á sýningunni og sá bíll sem langflest at- kvæði hlaut kom úr Keflavik. Eigandi hans, Birgir Pálmason er reyndar Akureyringur, búsettur í Keflavik og er Birgir reyndar einn af stofnendum ■ Bílaklúbbs Akur- eyrar. Bíllinn sem Birgir sýndi var Pontiac Le Mans Sport árg. '70. Að sögn Konráös var sá bíli rifinn niður í Það cru liðin nokkur ár frá því að þcssi bíll hcl'ur sczt opinbcrlcga. Heyrzt hcfur að Arthúr Bogason, lyftingakappinrt frxgi og eigandi bílsins, hyggist taka hann með sér til Bandarikjanna þegar hann flyzt þangað i haust. Verður þá mikið skarð fyrir skildi í bílaflota íslendinga þvi hillinn cr sá cini sinnar tcgundar á landinu, og ólíklegt er að aftur verði fluttur bill af gerðinni Shelby Ameriean Cobra GT 500 til Islands, þvi i Bandaríkjunum eru þcssir bilar orðnir safngripir og seljast þar fyrir svimandi upphæðir. Halldór Jóhannesson átti vcrklegasta jeppann á sýningunni en það var einmitt hann sem lenti í öðru sæti Sigurður Baldursson sýndi jeppann sinn eins og hann er útbúinn þegar hann ekur á jökla. Jeppi torfærukeppninnar á Hellu í vor. Sigurðar lenti í öðru sæti sem verklegasti jeppinn. DB-mynd. Jóhann Kristjánsson. HRESSILEGAR AÐFARIRIH0LUNNI — og laxinn leit á endanum út eins og lúða Það gerist margt skemmtilegt i lax- veiðinni eins og veiðimenn og áhorf- endur geta vitnað um. Á fyrra sunnudag fangaði veiði- maður einn fimmtán punda lax á maðk í Holunni svokölluðu í Elliða- ánum, en hún er einn neðsti veiði- staðurinniánum. Línan var ekki komin nema nokkrar tommur niður í hylinn þegar iaxinn tók. Greinilegt var strax, að þarna var stór fiskur, á mælikvarða Eliiðaánna, og hann var hreint ekki á þvi að láta hafa sig í matinn að sinni, heldur tók strikið til sjávar. Veiði- maðurinn veitti honum eftirför — ekki á bakkanum, heldur í vatninu. Þegar hann var farinn að vaða í mitti bar að veiðivörð, sem benti honum á, að bezt væri að koma sér upp úr áður en hann drukknaði. Sá veiðiglaði dreif sig upp á bakk- ann og náð var í háf til að freista þess að ná fiskinum sem var enn í fullu fjöri. Eftir nokkrar tilraunir tókst að háfa fiskinn og síðan var hann dreg- inn upp úr — úti í miðri á. Liklega til að viðstaddir, sem voru allmargir, gætu séð fyrirbærið betur. Einum i áhorfendahópnum varð þá að orði: „Hvers vegna losar maðurinn ekki öngulinn?” Það hefði þó trúlega orðið til að sá stóri hefði sloppið, því hann lét öllum illum látum. Veiði- maðurinn hélt feng sínum eins og amerfskur fótboltamaður um bolta á leið að endamarki. Á endanum var komið með fiskinn í land. Þar var farið í íþróttatösku eina mikla, upp úr henni tekinn hamar og fiskurinn rotaður af miklum krafti. Á eftir var hann eins og lúða, sögðu viðstaddir, sem skemmtu sér konunglega yfir aðförunum. -GB. Korpa dauð í upphafi veiðitímans: Dýrt skal það vera Laxá i Kjós er ágæt vciðiá. Um helgina voru þar komnir á land 106 laxar og i Bugðu sex til viðbótar. Stærstir voru 18 punda fiskar. Hér renna tvcir vaskir veiðimenn í Laxá — en óvíst er hvort þeir fengu þá stóru. DB-mynd: G. Beudcr Korpa er ein þeirra laxveiðiáa, sem „opnuðu” 20. júní. Ekki var hátt risið á þeim veiðimönnum sem renndu fyrstir, enda var veiðin á núlli. Fiskur hafði að visu sézt í ánni en hann var allur á bak og burt þegar veiðin hófst. Gnægð fiskjar var úti í ós en hann sótti ekki upp I á, enda er hann yfirleitt ekki að flýta sér. Kannski er ekki nóg vatn í ánni, því Áburöarverksmiðjan tekur bróður- partinn af því. En dýrt er veiðileyfið þótt fiskur- inn sé ekki mikill. Það eina sem er lfkt með Korpu og Elliðaánum er kostnaðurinn, 340 krónur fyrir hvern hálfan dag. f Elliðaánum veiðist þrisvar eða fjórum sinnum meira en í Korpu og komið hefur fyrir oftar en einu sinni, að enginn lax hefur verið i Korpu þegar veiðitímabilið hefur hafizt. Góö saga úr Grímsá Við látum hér fylgja með ágæta sögu úr Grímsá, sem einnig var „opnuö” 20. júní. Það er sagt hafa gerzt við Svartastokk að veiðimaður festi öngul sinn og áður en hann vissi af var linan komin á fleygiferð, hver metrinn á fætur öðrum rann út af hjólinu. Veiðimaðurinn hrópaði á veiðifélaga sína og bað um hjálp, enda taldi hann nú vist að þarna hefði hann sett í sinn allra stærsta. Vinirnir ráku upp skellihlátur og bentu honum á folald, sem hljóp eins og fætur toguðu eftir bakkanum hinum megin — með öngulinn fastan í sér. AndUtið datt af veiðimanninum en svo sagði hann: „Hvað vill folald veraaðflækjastuppisveit?” -GB.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.