Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981.
Annað hljóð í strokkinn:
NÝBYLGJUHÁTK) í
LAUGARDALSHÖLL
„Ég minnist þess ekki að svo
margar hljómsveitir hafi komið
saman í einu,” sagði Guðni Rúnar
Agnarsson, einn aðstandenda hátíð-
arinnar Annað hljóð i strokknum
sem haldin verður í Laugardalshðll-
inni nassta föstudag.
„Þarna munu koma fram a.m.k.
11 hljómsveitir á 2—3 pðllum og allar
hafa fylkt sér undir merki nýbygj-
unnar i einni eða annarri merkingu.
Margar þeirra eru lítt þekktar en
þetta er þeirra tækifæri til að láta ljós
sitt skína.”
Hljómsveitin Þeyr er á meðal þeirra,
sem fram koma á nýbylgjuhátíðinni
í Höllinni.
Stærsta númerið er vafalítið Þeyr
sem um þessar mundir vinnur að
upptöku nýrrar breiðskifu í Hljóð-
rita. Auk þeirra eru þarna Fræbbl-
arnir, Taugadeildin og hin stórgóða
hljómsveit Akureyringa, BARA-
Flokkurinn. Hinar sjö, sem stað-
festar hafa verið eru Box úr Keflavik,
Nast, Tappi Tikarrass, Clitoris,
Englaryk, Van Houtens Kókó,
Exodus og Bruni BB.
Það er útgáfufyrirtækið Eskvimó
og verzlunin Sterió, sem standa fyrir
þessari nýbylgjuhátið og miðaverðið
hefur verið ákveðið kr. 70. Ætlunin
er að tónleikarnir hefjist um kl. 20.30
og ljúki undir eitt.
- SSv.
Orkubót opnar eftir breytingar
Fyrir rúmu ári stofnuðu bræðurnir
Sveinbjöm og Viðar Guðjohnsen
Líkamsræktar- og þjálfunarstöðina
Orkubót að Brautarholti 22 i þröngri
aðstöðu. Vinsældir stöðvarinnar hafa
verið það miklar að þeir bræður sáu sér
ekki annað fært en að stækka við sig,'
og hafa þeir nú opnað aftur eftir gagn-
gerar breytingar. I Orkubót má fá
þjálfun jafnt fyrir karla sem konur, á
öllum aldri, sem vilja hressa sig við.
Tækin sem notuð eru við æfingarnar
kallast á ensku bodybuilding. Tekið
skal fram að ekki eru iðkaðar kraft-
lyftingar eða ólympiskar lyftingar
heldur lögð áherzla á styrkingu lfkam-
ísfirðingum
boðin
þátttaka
írevfusmíð
Félagar Litla leikklúbbsins á
ísafirði hafa ekki hugsað sér að
sitja auðum höndum og sleikja
sólskinið í sumar. Á mánudags-
kvöldið byrja þeir að koma
saman í Selinu, félagsheimili
klúbbsins, til að lesa saman,
stunda spunaæfingar, radd-
æfingar og fleira. Allir em vél-
komnir á þessar ókeypis æfingar,
sem ætlunin er að halda tvisvar i
vikuisumar.
„Við erum raunar að leita eft-
ir nýjum félögum í klúbbinn,”
sagði Margrét Oskarsdóttir, einn
klúbbfélaganna, i samtali við
Dagblaðið. „Þótt í klúbbnum séu
nú á milli 30 og 40 félagar þykj-
umst við vita, að hér á staðnum
séu miklu fleiri hæfileikamenn og
konur, sem ekki hafa komið fram
í dagsljósið ennþá. Til þess fólks
viljum við ná í sumar. ”
Margrét sagði að klúbburinn
fyrirhugaði að setja upp leikrit
Jónasar Árnasonar, Hallelúja, á
fsafirði i haust, en eins og menn
muna var það fmmsýnt á Húsa-
vík snemma i vor og gerði góða
lukku. „Þá langar okkur lika að
setja upp allsfirzka reviu og von-
andi tekst okkur að semja hana
að einhverju leyti i sumar með
þátttöku þess nýja fólks — og
einnig gamalla félaga sem hafa
verið óvirkir um tima,” sagði
Margrét.
ans. 1 stöðinni er hægt að fara i sauna,
einnig er nuddaðstaða til staðar og svo
hefur verið bætt við setustofu ásamt
kaffi og hressingaraðstöðu. Aðalþjálf-
ari i Orkubót er Viðar Guðjohnsen en
hann hefur m.a. þjálfað júdólandslið
fslands.
-SJ
SUMAR
MATSEÐILL
TOURISIMENU
í sumar bjóða 26 veitingastaðir
víðsvegar um landið heimilislega
rétti á lágu verói af sumarmatseðl-
inum. Börn 6—12 ára greiða hálft
gjald. Þau yngstu fá frían mat.
Reynið sumarmatseðilinn og njótið
sumarsins
betur bæði heima og heiman.
Spaðhnakkar hannaðir sérstaklega fyrir
okkur af þekktum íslenskum hestaáhuga-
•nönnum. Hnakkarnir eru úr völdu leöri og
íandsaumaðir af kunnáttumönnum.
Verzfíð hagkvæmt
Póstsendum
Laugavegi 13
Sími13508