Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNl 1981.
Hvað eru „eðlilegar kröf ur um menntun og starfsreynslu” þeirra er vilja ráða sig
ífréttamennsku og dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu?
ÞUUR HÆFNSPRÓFAD-
IR, FRÉTTAMENN EKKI
undimefnd útvarpsráðs safnar upplýsingum ísumar að tillögu Ólafs G. Qnarssonar
„Útvarpsráð samþykkti að fela
fjögurra manna undirnefnd að afla
upplýsinga um eðlilegar menntunar-i
kröfur sem gera þyrfti til umsækj-
enda um fréttamennsku og dagskrár-
gerðarstörf. Jafnframt skal leita til
starfandi frétta- og dagskrárgerðar-
manna og heyra álit þeirra á því hvort
nauðsynlegt sé að hæfnisprófa um-
sækjendur,” sagði Ólafur R. Einars-
son útvarpsráðsmaður í samtali í
gær. Hann flutti tillögu á siðasta
fundi útvarpsráðs um' fyrrnefnda
upplýsingaöflun. Auk hans sitja i
undirnefndinni útvarpsráðsmennirnir
Eiður Guðnason, Markús Á. Einars-
son og Ellert B. Schram.
„Til að útvarpsráð geti gegnt um-
sagnarskyldu sinni sóma^amlega er
nauðsynlegt að hafa einhverja mögu-
leika til samanburðar á hæfni um-
sækjenda. Miklu fleiri sækja um
störf á ríkisfjölmiðlunum en áður og
nauðsynlegt að átta sig á hvaða eðli-
legar kröfur um menntun og starfs-
reynslu skuli gera. Þulir sem ráðnir
eru gangast undir hæfnispróf. Það
gera fréttamenn hins vegar ekki.'
Spurningin er sú hvort svo ætti ekki
að vera.”
Miðað er við að nefnd útvarpsráðs
starfi í sumar og skili áliti að hausti.
Misjafnt hvað fasteignasalar greida
Skattar nokkurra fasteignasala eru
kannaðir i dag. Mjög er misjafnt hvað
sú stétt manna greiöir til hins opinbera
eða allt frá rúmlega sex hundruð þús-
undum gkr. upp i tæpiega sautján og
hálfa milljón, sem Sverrir Kristinsson í
Eignamiðluninni ber.
Á eftir Sverri koma þeir Ragnar
Tómasson, með 16,2 milljónir, og
Kristján Knútsson, með 15,4 milljónir.
Þessir þrir fasteignasalar bera af öðrum
en fjórði í röðinni er Bergur Guðnasori
með 7,5 milljónir.
Stefán Hirst, sem ber lægstu skatta
af þeim sem eru í úrtakinu, hefur 931
þúsund krónur i ónýttan persónuafslátt
sem dregst frá útsvari.
Talan í aftasta dáiknum er saman-
lagðar skattgreiöslur þegar búið er að
draga frá persónuafslátt og barna-
bætur. Allar tölur eru í gömlum
krónum enda er hér um að ræða skatt-
skráársins 1980fyrirtekjuárið 1979.
-KMU
Sverrir Kristlnsson I Elgnamlðluninni
er hæstur fastelgnasulanna I úrtaklnu
með 17,4 mUIJónir.
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14 - S. 21715, 23515
Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615, 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bílaleigubílum erlendis
Nöfn Árni Stefánsson hrl. Goðheimum 21 tekjusk. 1.090.596 eignarsk. 170.641 útsvar 939.000 skattar ails 2.625.149
Bergur Guðnason hdl. (Húsafell) 4.666.264 117.176 2.382.000 7.452.026
Helgi Úlafsson (Húsaval) 975.380 152.663 671.000 1.918.876
Jóhann Þórðarson hdl. (Alm. fasteignasalan) 1.952.861 78.152 999.000 3.540.967
Jón Magnússon hdl. (Eignamarkaðurinn) 1.315.129 156.129 1.165.000 3.009.698
Kristján Knútsson (Eignamarkaðurinn) 10.502.212 272.700 3.747.000 15.376.593
Magnús Sigurðsson hdl. (Húsakostur) 1.157.115 25.520 742.000 2.325.311
Ragnar Tómasson hdl. (Fasteignabjónustan) 10.815.429 777.220 2.973.000 16.226.597
Stefán Hirst hdl. Fljótaseli 26 28.512 0 1.125.000 639.519
Sverrir Kristinsson (Eignamiðlunin) 8.413.080 1.519.089 3.468.000 17.418.962
Sverrir Kristjánsson (Fasteignamiðlun Hreyfilshúsinu). 4.482.596 120.000 1.336.000 6.595.236
Þorvaldur Lúðviksson hrl. (Húsamiðlun) 1.510.252 206.389 930.000 3.074.864
Þessi trilla er tiisöiu
íbátnum er ný Petter
dísiivéi. Báturinn er
með eir-
saumuðum byrðingi
ogný standsettur.
Uppl. í síma 92-2513.
Veízlunin Sporið - Grímsbæ
Hannyrðavörur í miklu úrvali, lopi og garn ú
gamla verðinu, ódýrar, gjafavörur, sœngurfatn-
aður, handklœði, sólfatnaður fyrir börn, sumar-
bolir fyrir fullorðna, gallar úr bómull, síðar
peysur, verð „ótrúlegt”.
Sparaðu þér sporin og fleira.
Barna-, gjafa-, og hannyrdaverztunin
SPORIÐ
Grímsbæ v/Bústadaveg. - Sími82360.
Allar nýbygging-
ar vega skornar
niður um 1%
—þannig bitnar samdráttur fjárlaga-
f rumvarps jaf nt á öllum vegaf ram-
kvæmdum ílandinu
„Okkur er gert að fresta þriggja
milljóna króna útgjöldum vegna
vegaframkvæmda, vegna nýtekinnar
ákvörðunar stjórnvalda um aö skera
niður fjárveitingar til framkvæmda
um 30 milljónir króna,” sagði Helgi
Hallgrlmsson, settur vegamálastjóri
um stundarsakir, er DB ræddi við
hann i gær.
„Fyrir þessa ákvörðun, höfðum
við vegagerðarstarfsmenn alls úr 411
milljónum króna að spila. Þriggja
milljón kr. samdráttur i fjárveiting-
um til vegagerðar er þvi minna en eitt
prósent,” sagði Helgi.
„Við reiknum með, að ná einni
milljón króna af samdrættinum af
ýmsum reksturs- og fjárfestingar-
liðum, sem snúa að Vegagerðinni inn
á við. Sfðan verður að fresta fram-
kvæmdum, við ráðgerðar nýbygg-
ingar vega, svo nemi 2 milljónum
króna. Þessi frestun framkvæmda
mun ekki bitna á neinni einni fram-
kvæmd eða nokkrum slíkum. 2
milljónir eru 1% af því fé sem renna
átti til nýbygginga, og ákveðið er, að
sérhver nýbygging verði skorin niður
um 1%. Þannig bitnar þetta jafnt á
öllum fyrirhuguðum framkvæmd-
um,” sagði Helgi.
- A.St.
Bolll Héðlnsson.
Sjónvarpið:
Bolli ráðinn á
fréttastofuna
Bolli Héðinsson viðskiptafræði-
nemi var f gær ráöinn til afleysinga á
fréttastofu sjónvarps næstu fimm
mánuði, eða til áramóta. Ákvörðun
um aö ráða Bolla var tekin i andstöðu
við meirihluta útvarpsráðs. Á fundi
ráðsins hlaut annar umsækjandi,
Arnþrúður Karlsdóttir lögreglu-
maður, 4 atkvæöi en Bolli 3 atkvæöi.
„Samvizka min sagði mér að fara
svona að, annað hef ég ekki um þetta
að segja,” sagði Hörður Vilhjálms-
son settur útvarpsstjóri þegar DB
spurði hann um ástæðuna fyrir þvi
að hann tók ekki mið af umsögn
meirihluta útvarpsráðs.
Fyrir á fréttastofu sjónvarps er
annar lausráðinn fréttamaður,
Ólafur Sigurðsson. Sigrún Stefáns-
dóttir verður 1 Bandaríkjunum ásamt
fjölskyldu sinni næstu mánuði og
Ómar Ragnarsson snýr sér að dag-
skrárgerð fyrir sjónvarpið um sinn.
Ólafi og Bolla er ætlað að fylla skörð
Ómars og Sigrúnar.
Bolli Héðinsson er langt kominn
með nám f viðskiptafræöi i Háskól-
anum. Hann var auk þess við nám í
fjölmiðlafræðum i Þýzkalandi á
árunum 1974 tU 1976. Hann vann á
Dagblaöinu fyrstu vikurnar eftír
stofnun þess og hefur siðan verið
sumarafleysingamaður á blaðinu.
______________________- ARH
Kæra vegna
netsímynni
Norðurár
— veiðimenn við
Straumana neituðu
að hafa nokkuð með
netiðaðgera
Net sem fannst neðst í Norðurá í
Borgarfirði, á móts við svokallaöa
Nautshólma rétt ofan Ármóta viö
Strauma, varð tUefni kæru, sem
bíður afgreiðslu hjá sýslumannsemb-
ættínu í Borgarfirði.
Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs
Magnússonar, fulltrúa sýslumanns,
voru menn úr Reykjavík með leyfi tU
veiða í Straumum daginn sem kæran
barst. Þegar að var komið voru þeir
ekki að veiðum, en voru við árbakk-
ann. Nokkru ofar eða neöst i
Norðuránni var net i ánni, en enginn i
því fiskurinn. Netið var fest við
hólmann, en ekki við landbakkann.
Ekki er talið að út í hólmann verði
komizt nema synt sé eða farið á bátí.
Mennirnir sem veiðileyfi höföu i
Straumunum þennan dag, neituðu að
hafa nokkuð með net þetta að gera.
Lengra er þetta kærumál ekki
komið. Taldi Ásgeir lfklegt að það
yrði sent RLR tU rannsóknar, þvi
eftir er að yfirheyra þá sem við
veiðarnar voru í Straumum þennan
dag.
Ásgeir Magnússon sagði aö ekki
lægju fyrir fleiri kærur af þessu tagi
hjá embættinu. Á hverju ári berast
nokkrar kærur um ólöglegar veiðar,
m.a. of margar stengur i ám samtímis
og/eðaólöglegveiðarfæri. -A.St.
Grandos
MOCCA
Frostþurrkaö