Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981.
31
D
Sjónvarp
<§
Útvarp
TOLLGÆZLA OG FÍKNIEFN ASMYGL - útvarp í kvöld kl. 21,00:
Á ÍSLANDIER
GEYSILEG AUKNING
Á FÍKNIEFNANEYZLU
— segir Andrea Þórðardóttir
Tollgæzla og fikniefnasmygl er þátt-
ur í umsjá Gísla Helgasonar og Andreu
Þórðardóttur. Rætt er við Kristin
Ólafsson tollgæzlustjóra, Bjama
Magnússon, lögregluþjón á Seyðisfirði,
Þorstein Hraundal, lögregluþjón í Nes-
kaupstað, Kristján Pétursson, toll-
gæzlustjóra á Keflavíkurflugvelli, Guð-
mund Gígju, lögreglufulltrúa í fíkni-
efnadeild, og Friðjón Þórðarson dóms-
málaráðherra.
„Á íslandi er svo geysileg aukning á
flkniefnaneyzlu að alUr verða varir við
það,” sagði Andrea og hélt áfram:
,,Það er því slæmt til þess að vita, að sá
maður, sem mesta reynslu hefur ( þess-
um málum, Guðmundur Gígja, er að
hætta núna. Ég tel ástæðuna vera þá,
að honum finnist fíkniefnadeildinni
sýndur svo HtiU skilningur af hinu opin-
bera.
í framhaldi af þvl veltum við fyrir
okkur I þessum þætti hvort ekki væri
eðUlegra að flkniefnadeUdin heyrði
undir rannsóknarlögreglu rUcisins
fremur en undir embætti lögreglustjór-
ans I Reykjavík sem á raunar ekki að
sinna fikniefnamálum annarra byggð-
arlaga, nema þá af greiðasemi.
Kristján Pétursson, toUgæzlustjóri á
KeflavíkurflugvelU, hefur talað um
þessi mál og varað við sinnuleysi um
þau síðan árið 1970. Nú hefur færzt
mikil harka í þetta, svo við spyrjum
hann að því, hvort hann telji spádóma
sína hafa komið fram.
Margir hafa jafnframt áhyggjur af
því að nú er verið að taka upp beint'
flug tU Amsterdam, en þar er mjög
auðvelt að verða sér úti um fíkniefni,
eins og flestir vita, svo við veltum þvi
dálitið fyrir okkur.
Nú er það þannig að lögreglan er
búin að fá fíkniefnahund, sem var í
sóttkvi, þegar þátturinn var tekinn
upp. Og þá spyrjum við: Kemur þessi
hundur tU með að vinna fyrir tollgæzl-
una líka eða ekki? Tollgæzlan heyrir
nefnilega undir fjármálaráðuneytið en
lögreglan undir dómsmálaráðuneytið
og ætla þessi tvö ráðuneyti að hafa
samstarf að þessu leyti?
Siðan er álitið að mikið af fikniefn-
um komi tU landsins með Smyrli, sem
Iögreglunni á Seyðisfirði er ætlað að
toUskoða á mettfma. í Neskaupstað,
hins vegar, á lögreglumaður hund, sem
hann hefur sjálfur þjálfað tU leitar að
fikniefnum, og er reiðubúinn að láta
aðstoða við leit í Smyrli, en þá stendur
á heimild fyrir fjárveitingu.
Forsætisráðherra, Gunnar Thorodd-
sen, lýsti yfir áhyggjum af þessum
málum I ávarpi sínu 17. júní siðast-
liðinn, og nú vonum við að hann muni
gera meira en að tala um það.”
-FG
Andrea Þórðardóttir og Gísli Helgason sem sjá um þáttinn um tollgæzlu og fikniefnasmygl.
Jascha Heifetz spilar létt lög í útvarpi kl. 21,50:
Einn þekktasti fiðlu-
snillingur vorra tíma
dagskrá útvarps í kvöld kl. 21.30 og
leikur þá lög af léttara taginu i tæpan
hálftlma ásamt Emanuel Bay og
Brooks Smith.
Eins og svo margir tónsnUlingar
vorra tíma er hann af ættum rúss-
nesk-pólskra gyðinga, fæddur 1901.
Níu ára gamall hóf hann nám við hið
fræga tónlistarkonservatoríum í
Sankti Pétursborg og þar kenndi
honum enginn annar en Leopold
Auer, sem var einnig lærifaðir fiðlu-
snUIinga á borð við Elman, Zimbalist
ogMilstein.
Tólf ára gamall hélt Heifetz tón-
leika i Rússlandi, Þýzkalandi og á
Norðurlöndum. Eftir byltinguna I
Rússlandi árið 1917 settist Heifetz að
í Bandarikjunum og varð rikisborg-
ari þar i landi árið 1924.
Siðan hefur Heifetz verið óþreyt-
andi við að halda tónleika, spila inn á
hljómplötur og kenna, en auk þess
hefur hann gert talsvert að því að fá
tónskáld til aö semja fyrir sig fiðlu-
konserta. Frægur er t.d. konsert sá
sem brezka tónskáldið WiUiam
Walton samdi fyrir Heifeu og þykir
með beztu verkum hans. - AI
Það er víst ekki ofsögum sagt að HeifeU sé einn þekktasti fiðluleikari
bandariski fiðluleikarinn Jazcha 20stu aldar. Hann verður einmitt á
Jucha Heifetz mundar flflluna.
Sé*é(ine (Cathcrine Deneuve) ásamt viðskiptavini i myndinni Dagdrottningin.
DAGDROTTNINGIN
—sjónvarp íkvöld kl. 22,00:
SÉVÉRINE LEIÐIST
í HJÓNABANDÍNU
styttir sér stundir með vændi
Þetta er frönsk mynd (Belle de
jour) frá árinu 1967, gerö af spænska
kvikmyndaleikstjóranum Luis
Bunuel. Með aðalhlutverk fara:
Catherine Deneuve, Jean Sorel,
Michel PiccoU og Genevieve Page.
Dagdrottningin er fyrsta gaman-
mynd Bunuel og hefur hlotið mikið
hrós gagnrýnenda. Hún fjallar um
unga konu, Sévérine, sem leiðist i
hjónabandinu og ákveður þvi að
stunda vændi, svona rétt tU þess að
hafa eitthvað tU þess aö dunda við
siödegis. Catherine Deneuve leikur
þessa framtakssömu eiginkonu og
hefur verið klappað lof i lófa fyrir
meðferð sína á hlutverkinu.
Verk Bunuel hafa valdið miklum
úlfaþyt, fyrir allt mögulegt, frá guð-
lasti tU ósiðsemi, en það breytir ekki
þeirri staðreynd að hann hefur haslað
sér vöU meðal mestu leikstjóra kvik-
myndanna. Hann hefur unnið í
Frakklandi, á Spáni, Mexikó og I
Bandaríkjunum, en myndir hans
þykja einkum endurspegla áhuga
hans á spænskum lifnaöarháttum,
spænskri menningu og hugarfari.
Myndin þykir alls ekki við hæfi
barna. Þýðandi Dagdrottningarinnar
er Ragna Ragnars.
-FG
Útboð
Óskað er eftir tilboðum í að mála að utan fjöl-
býlishúsið nr. 101 og 103 við Háaleitisbraut í
Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofu Gunnars
og Gauta sf. Hverfisgötu 82.
Opið til klukkan 22.00
þriðjudaga og föstudaga.
w
Jt