Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVDCUDAGUR 1. JÚLÍ 1981. 5 Hellulagt taflborð og áhorf- endasvæði lagt grásteini Framkvæmdir viö byggingu tafl- borðs í Lækjargötu fyrir tafl með lif- andi mönnum, standa nú yfir af fullum krafti. Búið er að grafa grunn fyrir tafl- borðinu. Hafa verið fluttir brott um 300—350 rúmmetrar af jarðvegi og f staðinn verður grunnurinn fylltur með möl, sem hellulögn og tröppulagning við taflborðið hvilir síðan á. Sigurður Skarphéðinsson, verk- fræðingur hjá gatnamálastjóru, tjáði DB að umhverfis taflborðið yrðu siðar hiaðnir grásteinskantar svipaðir hleðslu þeirri sem er við Menntaskólann, sunnar við Lækjargötuna. Þá eru ráðgerðir á svæðinu svolitlir áhorfendapallar og tröppur með sama sniði og tröppurnar steyptu við Stjórn- arráðshúsið. Ofan á þær verða lagðar grásteinshellur. Sjálft taflborðið, sem rís á miðsvæði núverandi grunns, framan við húsið á Torfunni sem brann, verður hellulagt á sérstakan hátt og sér Knútur Jeppesen um þá framkvæmd. Sigurður kvað bjartsýnustu menn trúa því, að taflborðið fyrir „lifandi tafl” yrði tilbúið fyrir ráðgert skákmót 26.—27. júli. Ekki eru allir trúaðir á að það standist, en þá keppa menn að þvi að hafa taflborðið og svæðið um- hverfls tilbúið á afmæli Reykjavikur, 18. ágúst. Sigurður Skarphéðinsson sagði, að framkvæmdin við gerð þessa taflborðs væri gerð i fullu samkomulagi við Torfusamtökin. -A.St. —er nýjasta svipbreytingin á miðborginni Grunnur taflborðsins við Lækjargötu virðist mikil framkvæmd, en svona jarðvegsskipti kalia verkfræðingar gatnamálastjóra „smáframkvæmd”. Grunnurinn er lystilega grafinn, eins og sjá má fyrir framan svarta húsið á Torfunni. Þar verður tafl- borðið, áhorfendasvæði til endanna, og stígar þar út af til beggja horna. DB-mynd: Gunnar Örn SÁA í EIGIN HÚSNÆÐI FJölmenni var vlð vigslu á nýju hús- Reykjavfkurborgar. Svaraö verður 1 næðl Samtaka áhugafólks um áfengis- sima allan sólarhringlnn og mun elcld vandamálið i Sfðumúla 3—5 um helg- velta af. Myndin var tekln er Björgúlf- ina. Þar verður framvegis fræðslu- og ur Guðmundsson, formaður SÁÁ, leiðbelningarstöð SÁÁ og i samvlnnu bauð gesti velkomna i kaffisamsæti i vlð samtökln, áfengisvarnardeild tilefni af vigslunnl. DB-mynd: Gunnar EKKIRÆTT UM LAUGARDAGSLOKUN „Þetta hefur ekkert verið rætt í stjórn Neytendasamtakanna,” sagði Reynir Ármannsson formaður þeirra þegar hann var spurður að þvi hvort Neytendasamtökin hygðust hafa ein- hver afskipti af þvi hvort kaupmenn hefðu búðir sínar opnar eða lokaðar á laugardögum. „Árni Bergur Eiriksson sat af hálfu samtakanna i þeirri nefnd sem stóð að þvi að samþykkja þessar reglur. Hann hefur hins vegar ekki lagt fram neina álitsgerð til stjómar um máiið. Því hefur þetta ekki verið rætt,” sagði Reynir. Hann sagði að eftir sínum skilningi væru kaupmenn með þessum að- gerðum að knýja fram hækkun áiagn- ingar seinna með þvf að auka þá aftur opnunartímann. En það vildu Neyt- endasamtökin vitaskuld ekki. Reynir sagðist vita til þess að til dæmis í Noregi væru smákaupmenn styrktir af rikinu þvi liklega hefðu þeir ekki þótt ráða við samkeppnina við stórmarkaðina og ekki þótti vert að þeirhættu. -DS. Dýralæknir á dýraspítalann Ragnar Ragnarsson dýralæknir hefur tekið Dýraspitalann 1 Reykjavik á leigu frá og með deginum í dag. Ragnar er eriendis um þessar mundir, aö kynna sér starfsemi dýraspitala þar, en kemur til landsins eftír eina eða tvær vikur og hefur þá störf. Þá loksins getur Dýra- spitalinn státað af föstum dýralækni. Ragnar var áður dýralæknir á Þórs- höfn. -DS. I I I I I I I I I I I I I OFT byijar fófc á Hlemmi og fer niður allan Laugaveginn I leit aö góöum buxum. Eftir Iárangurslitla leit fœr fóflc loksins uppfyllta ósk sina i Partner-búÓinni í Hafnarstrœti I I I I I I I Ií 16. Hvi ekki aö gera langa ferö stutta og byrja i Partner-búöínni Hafnarstræti? Þar fær f ólk góö sniö, góð ef ni og GOTTVERÐ 27240 FILMUR OG VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. K.Jónsson & Co. h.f. Höfum til afgreiðslu nú þegar nokkra uppgerða STILL lyftara. Greiðslu- kjör. Upplýsingar á skrifstofunni, Hvérfisgötu 72. Sími 12452 og 26455. w ft FURSTENBERG POSTUUN frá einni elztu og virtustu postulínsverksmiðju V-Þjóðverja Erum að taka upp nýja sendingu með gullskreytingum og,, laufblaðs ’ 'seríuna GJAFA VÖRUR fyrir þá sem meta fagra muni m*-------------

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.