Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981. 3 „Hundaæði” á Patreksfírði —Lögreglumenn tukthúsa hunda sem ganga lausir Krislján Pétursson, Patreksflrði, hringdl: Ég vU vekja athygli á undarlegu at- ferli lögreglu og sveitarstjóra hér í plássinu að undanförnu. Fyrir hvíta- sunnu skrifaöi sveitarstjóri hundaeig- endum bréf þar sem hann varaði menn við að eftir 5. mai væru allir hundar sem lausir gengju réttdræpir. Sfðan hafa lögreglumenn verið að eltast við hundagreyin og stundum hafa þeir jafnvel verið lokaðir inni í fangaklefum. Um daginn var ég staddur úti á sjó og var kallaður upp i talstöðinni af Iögreglunni með miklum látum. Ég hélt sem vonlegt er að eitthvað óhapp hefði orðið en þá voru þeir bar að spyrja mig hvað gera ætti við hundinn minn sem sat vist þá stundina I fangaklefa lögreglunnar. Ég baö þá um að keyra hann heim sem síðan var gert. Nú þykist ég vita að þaö sé ekki Iögum samkvæmt að hundar séu látnir ganga lausir, þó flestir hafi haft þann háttinn á hér á Patreksfirði sem víðar. Það sem mér finnst skrýtið er að eitt er ekki látið yfir alla hunda og hundaeigendur ganga. Sumir veröa að standa I stöðugu sambandi við lögregluna á meðan ekki er hróflaf við öðrum. Það er svo annað mál sem lög- gæzlumenn mættu veita meiri athygli, en það er féð, hestarnir og flækingskettirnir sem ganga lausir hér i piássinu.Oftlega hefur veriðyfir þessu kvartað en ekkert gert. Annað dæmi um það sem sveitarstjóm og önnur yfírvöld hér mættu taka til at- hugunar, eru hafnarmálin. öll hafnar- og löndunaraðstaða er til háborinnar skammar og nú siöast tókst þeim að eyðileggja málninguna á smábátunum hérna með þvi að dæla hrá- og svartoliu I sjóinn. Við erum auðvitað rukkaðir um aðstöðu- og hafnargjöld en okkur finnst það nú frekar ósanngjarnt á meðan hafnaraöstaðan er ekki betri. Að síöustu gæti ég nefnt að lög- reglumenn mættu opna augun fyrir því að hér keyra menn um plássið á númerslausum og óskoðuðum bllum en einblina ekki bara á hundagreyin, sem engum eru til tjóns. „Lngt fólk getur vafalaust sagt okkur eitthvað um þennan eða hinn jazzleikarann en hver er forsætisráðherra íslands veit það kannski ekki.” UNGT FÓLK MÆTTI VERA FORVITNARA Hundum og löggæzlumönnum semur ekki alltaf, en jafnan hafa löggæzlu- mennirnir betur. \ Patreksíirði hafa þeir þann háttinn á að stinga hundunum í steininn hafi þeir gerzt brotlegir við mannanna lög. Raddir lesenda FLÍKUR TÝNDUST í HÖLUNNI Siggi flug (7877-8083) sltrifar: Mér finnst oft leiðinlegt hve ungt fólk er lítið forvitið. Ungt fólk spyr afar lítið um ýmsa hluti og lætur sig lítið varða hitt og þetta ef frá er talin liðandi stund. Ungt fólk, með örfá- um undantekningum lætur sig lltið varða ættir og uppruna og veit oft ekki deili á nema I mesta lagi nöfnum nánustu vandamanna, afa og ömmu. Sá sem aldrei spyr verður litils vis. Það er lika oft gaman að þvi að lesa þýöingar I fjölmiðlum, bæði I rituðu máli og svo á öldum ljósvak- ans, þar sem úr ýmsum þýðingum verða skemmtilegir hlutir. Ég ætla að taka hér nokkur dæmi af handahófi en af nógu er aö taka. I ,,westra” (i sjónvarpi) er talaö um, ,A quick drawer comes to town” (gæti verið: byssuglaður maður kemur I bæinn”). Þetta var þýtt: , .Hraðteiknari kemur i bæinn. ” Annað: ,,He had earth in his shoes”. Þýtt: „Hann var með jörðina i skónum.” Ennfremur: Það er talað um Mounted Police sem er kanadiska riddaralögreglan. Þýtt: Fjalla-Iögregla. To mount a horse er að fara á bak hesti. Af mörgu er að taka og alþekktur er gamli brandar- inn þar sem sagt er að einhver hafí þýtt spurninguna „Hver á þessa bók?” svo á ensku: „Hot spring river this book?” Það er leiðinlegt hve ungt fólk er lítið spurult og þess vegna veit það líka einkennilega litið og lætur sig ekki varða um neitt sem það hefur ekki áhuga á. Hvernig var það meö Jón Sigurðsson (forseta Hins íslenzka bókmenntafélags)? Hann var talinn fyrsti forseti tslands af einhverjum sem var spurður. Að visu er þetta nokkuö ruglandi, Jón Sigurösson er ávallt nefndur forseti (Hins isl. bókmfél.). En forseti Alþlngis var hann nokkrum sinnum. Ungt fólk getur vafalaust sagt okkur eitthvað um þennan eða hinn jazzleikarann en hver er forsætisráð- herra íslands veit það kannski ekki. Þetta er ekki nógu gott. Fólk er oft býsna fáfrótt, veit aðeins takmarkað um fáa hluti, en svo eru aðrir sem vita heilmikiö um ýmsa hluti. Mér þetta þetta (svona) 1 hug. Blá kvenmannskápa og tvær kari- mannayfirhafnir úr leðri töpuðust á miðnæturskralli Bandalags isl. lista- manna i Laugardalshöll sl. laugar- dagskvöld. Þeir sem kunna að hafa tekið flikurnar I misgripum eða vita eitthvað um hvað af þeim varð eru vinsamlega beönir að hafa samband við húsvörð Laugardalshallar strax. NOTAÐIR BÍLAR Seljum jr / dag SAAG 99 GL 74, 4ra dyra, beinskiptur, ekinn 87 þús. km. SAAB 99 GL 76, 4ra dyra, beinskiptur, ekinn 83 þús. km. SAAB 99 GL 77, 2ja dyra, beinskiptur, ekinn 68 þús. km. SAAB 99 GL 78, 2ja dyra, beinskiptur, ekinn 68 þús. km. SAAB 900 GLS 79, 3ja dyra, beinskiptur, ekinn 25 þús. km. Lancia A112 77, 2ja dyra, beinskiptur, ekinn 58 þús. km. Lancia A112 '80, 2ja dyra, nýr bíll, beinskiptur. TOCCUR HF. SAAB UMBODfD BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI 81530 Ferflu f ferðalag í sumar? Hafllðl Jónsson, 10 ára: Ætli það, en ég fer á reiðnámskeið i sumar. Aldb Björg Sigurðardóttir, 7 ára: Það veit ég ekki. Magnús Tómauon, 8 ára: Nei, ég býst ekki við þvi að ég fari neitt. Erna Maria Elnandóttlr, 7 ára: Já, en ég veit ekki hvert. Sævar Daviðuon, 8 ára: Já, ég fer I ferðalag, en ég man ekki hvert.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.