Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 6
6 Rafmagnsveitur auglýsa laust til umsóknar starf innheimtustjóra. Laun eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og ríkisins, launaflokkur B-16. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, Rvk. Bilasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir allar gerðir pick-up bíla, fallegar og vandaðar inn- réttingar Getum enn tekið nokkra bíla fyrir sumarfrí. TILKYNNING Það tilkynnist hér með að Ingi R. Helgason hrl. hefur hætt lögfræðistörfum á skrifstofu þeirri, sem hann hefur starfrækt í Reykjavík síðastliðin 28 ár. Við rekstri skrifstofunnar að Laugaveg 31 hér í borg tekur alfarið Guðjón Ármann Jónsson hdl. og rekur hann skrifstofuna undir eigin nafni og á eigin ábyrgð frá og með 1. júlí 1981. Reykjavik, 30. júni 1981 Guðjón Ármann Jónsson hdl. Ingi R. Helgason hrl. AUSTURSTRÆTI 8 - SÍMI 13707 Dúkkukerrur og vagnar — 10 gerðir Te'r'L PÖSTSENDUM LEIKFANGAVERZLUNIN JÓJÓ Amerísk bif reiðalökk Þrjár línur í öllum litum DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAOUR 1. JÚLl 1981. (ig Erlent Erlent m - -- Islamski byltingarf lokkurinn skipar nýja menn í stöður hinnalátnu: Friðsemdarklerk- ur skipaður í stað Ayatollah Beheshti —talið að sklpan Mohammad Javad Bahonar sé bráðabirgðaráðstöfun Islamski lýðveldisflokkurinn í Íran er þegar tekinn að reyna að fylla í þau skörð sem mynduðust 1 röðum flokksforystunnar er margir af leið- togum flokksins fórust í sprenging- unni 1 höfuðstöðvum flokksins siðastliðinn sunnudag. í gær valdi flokkurinn mennta- málaráðherrann Mohammad Javad Bahonar sem aðalritara flokksins i stað Ayatollah Mohammad Beheshti, sem var í hópi þeirra 73 flokksmanna Islamska lýðveldisflokksins sem fórust i sprengingunni. Stjórnarerindrekar í Teheran segja að Bahonar sem notar titilinn Hoja- toleslam (sem merkir sönnun fyrir islam) sé ekki umdeildur maður og sé trúlegt að skipan hans sé aðeins bráðabirgðaráðstöfun bókstafstrúar- manna Islamska flokksins meðan hann er að jafna sig eftir hið mikla áfall sem dauði margra af forystu- mönnum flokksins er. „Hann er rólegur og greindur maður,” sagði einn stjórnarerindrek- anna um hinn 47 ára gamla nýja flokksleiðtoga. „Hann er ekki líkur foringja,” sagði annar og sá þriðji taldi fullvíst að nýr leiðtogi Islamska flokksins yrði skipaður innan skamms. ipps: c:v ■ . '%í*mwrn „Beriín skal brenna” „Berlin skal brenna” var meðal slag- orða sem mótmælendur hrópuðu í mótmælagöngu i Vestur-Berlín um síðustu helgi. Um 500 manns úr hópi um 10 þúsund göngumanna tóku sig út úr göngunni og kom til mjög harðra átaka á milli þeirra og lögreglunnar. Þetta eru taldar alvarlegustu óeirðir sem orðið hafa í Vestur-Berlln siðan á sjöunda áratugnum. Um sextíu lög- reglumenn meiddust í átökunum og álíka stór hópur mótmælenda var handtekinn. Mótmælin eru sprottin upp vegna húsnæðisvanda I Vestur- Berlin og koma í kjölfar margra svip- aðra mótmæla þó ekki hafi þau áður verið eins alvarleg og nú. Synthetic Enamel Acrylic Enamel Acrylic Lacquer Mobil OfL CORPORATION FORMULA Einnig öll undirefni, málningarsíur, vatnspappír Marson-sprautukönnur SATA-sprautukönnur V. H. JONSSON & CO SÍMAR 2-22-55 & 2-22-57 BRAUTARHOLTI 22 - REYKJAVÍK KREMLVERJAR VIUA EKKERT GEFA EFTIR — Ekki búizt við árangri af viðræðum Carringtons við ráðamenn í Moskvu um Afganistan-málið Hin opinbera sovézka fréttastofa Tass gaf í gærkvöldi til kynna að af- staða Sovétstjórnarinnar til Afganist- an-málsins væri óbreytt. Fréttastofan sagöi að „eina rétta leiðin” til lausn- ar Afganistan-málsins væri fólgin í þeim tillögum em stjórn Afganistan (sem studd er af Sovétmönnum) setti fram I maí 1980. Rétt áður en Tass-fréttastofan greindi frá þessari afstöðu skýrði hún frá fyrirhugaðri heimsókn utanrikis- ráðherra Bretlands, Carringtons lá- varðar, til Moskvu þar sem hann mun greina frá nýjum tillögum vest- rænna ríkja sem miða að þvi að tryggja brottflutning sovézkra her- sveita frá Afganistan. Orðalagið í frétt Tass-fréttastof- unnar þótti ekki gefa ástæöu til bjart- sýni um árangur af heimsókn Carr- ingtons. Vestrænir stjórnarerindrekar i Moskvu segjast þeirrar skoðunar að þar muni ráðamenn reyna að gera litið úr þessum tilraunum Carring- tons en í þess stað kynna heimsókn hans sem tilraun til aö bæta heldur lé- legt samband Bretlands og Sovétríkj- anna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.