Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR1. JÚLÍ1981. Vklsýnt er yfir Mývatnssveit ofan af Vindbe/gjarfjalli eins og þessimyndber með sór. DB-myndir Finnur Baldursson. Þing- eyingar genguá Vind- belgjar- ffall Ungmennafélag íslands stóö um daginn fyrir göngudegi fjölskyldunn- ar um allt land. Á félagssvæði Hér- aössambands Þingeyinga var göngu- dagurinn haföur 21. júní og var þátt- taka ágast i Mývatnssveit. Þar var gengið upp á Vindbelgjar- fjall og áð á toppi þess. Nær 40 manns gengu upp á fjallið, en það er 529 metra hátt. Voru göngumenn á ýmsum aldri. Vindbelgjarfjallið, eða Belgjarfjall eins og það er oftast, nefnt í daglegu tali, stendur rétt vestan við Mývatn og er ágætt útsýni yfir sveitina ofan af því. - FB, Reykjahlið. Göngumenn voruéöUum aldrl' og hór eru tveir af yngri kynslóðinni að virða fyrir sór einhvers konar vindbelg ó toppi fjallsins. Annaðhvort þykir Rolf Johansen ofboðsiega vænt um Alþýðubanda- lagiö eða hann hatar það út af lifinu. Hvor Ulfinningin er sterkari er ekki vitað með vissu. Hann færði flokkn- um að gjöf kassa af kínversku hvít- víni og ætlaðist til að það yrði drukk- ið með viðhöfn i sumarferð ailaballa i Þórsmörk um síðustu helgi. Það mun og hafa verið gert. Hins vegar heyrðist muldrað við varðeldinn á laugardagskvöldið að þetta væri hefndargjöf frá kaupmanninum. Hvítvínið kínverska er nefnilega fjarri því að vera ljúffengur mjöður, segja þekktustu vínsmakkarar þjóðarinnar. Og sumir aliaballar áttu i vandræðum með að renna þvi niður grettulaust. Vonazt er til að Rolf gefi eitthvað ljúfara þegar dregur að sumarferð anno ’82. Ásdís hœttir á fréttastofu hljóðvarpsins Ásdís Rafnar fréttamaður á hljóð- varpinu hefur að sögn sagt upp störfum frá og með 1. september. Hún var ráðin í vetur um Ieið og Einar örn Stefánsson og Erna Ind- riðadóttir. Þá urðu sviptingar miklar í fjölmiðlum og hart deilt um manna- ráðningar hljóðvarpsins. Ásdis er lögfræðingur að mennt og starfaði áður á Morgunblaðinu. Henni mun meðal annars hafa fundizt hún hrapa talsvert i kaupi við að fara á frétta- stofuna. Það er ein ástæða þess að hún hættir með haustinu. Ekki er vitað hvort hún hyggst leita á náðir Morgunblaðsins á nýjan leik. JÆTTEFLOKKEN Á Hljomleikum (Live) Falkinn FA016 (Distr. al Dansk SAM) P4 forventct efterbevilling anmeldtejcg i november ’79 her i bladet de 2 forste LP’er med den islandske gruppe Jalle- Jlokken, forstáct pi den máde. at en indgáet (máske) distributionsaftale alli- gevel ilcke var nogen aftale, sá vi var for tidligt ude. Nu er aftalcn der imid- lertid, hvilket betyder, at gruppens nye live-LP ogsá er blcvet udsendt herhjcm- me. Pladen er optaget pá den islandske nationalscene, og bctegncde afslutnin- gen pá en laengere turnc. Besætningen er den samme som pá den anden LP fra gruppen, »Hekscskud«, fra midten af | ’79, Asgeir Oscarsson (dr. vo), Egill | Olafsson (vo, p), Karl Sighvalsson j (keyb., vo), Runar Vilbergsson (fagot), i Tomas Tomasson (b, vo) og Thordur j Arnason (g, vo). 4 af numrene er fra de I Þursarnir lofaðirupp í hástert „Þursaflokkurinn er án alls vala enn áhugaverðasta þjóðlaga-rokk- hljómsveit sem ég hef heyrt í og öll teikn benda til þess að hún geti oröið enn betri.” Svo segir í gagnrýni um hljómleikaplötu Þursaflokksins i júníhefti hins virta danska tónlistar- blaðs MM. Sem sjá má af ofanrituðu er gagn- rýnin lofsöngur mikill um plötuna og heldur gagnrýnandinn vart vatni yfir gæðumhennar. Á öðrum stað í gagnrýninni segir eitthvað á þessa leið: „Hljómleika- platan er tilvalin fyrir nýja hlust- endur til að kynnast Þursaflokknum. Hljómsveitin hefur haldið hinum flóknu, rafmögnuðu túlkunum á hefðbundnum islenzkum þjóðlögum en fer sums staðar út í frjálsara form. Þegar haft er í huga að Þursarnir eru allir leiknir hljóðfæraleikarar virðist þessi stefna geta vikkað út þeirra þró- unarmöguleika.” Hefndar- gjöfin hans Rolfs Fáskrúðsfirðingar hafa sína Eglu Fræöimenn hafa stundum kallað Egilssögu Skallagrímssonar Eglu en sjálfsagt hefur þeim aldrei dottið í hug að hægt væri að rugla þeirri Eglu saman viö aöra Eglu. Sú hætta er Eglu skipa, teUð fró vlnstri: Ævar Agnarsson, gítar og söngur, Brynjar Þórðarson, trommur, Áml Óðlnsson, gftar og söngur, HaU- grimur Bergsson, hgómborð, og Bjöm VUhJUmsson, bassl. Sór- legur eðstoðarmaður er Óðlnn Gunner. DB-mynd G.Sv. hins vegar nú fyrir hendi því nýlega byrjaði hljómsveitin Egla frá Fá- skrúösfirði að taka upp plötu í stúdiói Bimbó á Akureyri. Egla hefur starfað um nokkum tíma en þann 7. júní hélt hljómsveitin í stúdió Bimbó með það að augna- miði áö taka upp breiðskifu. Skyldi plötugerðinni lokið á einni viku en nafn hennar er ekki ákveðið. Strákarnir í Eglu eru bjartsýnir um viðtökur plötunnar, en þeir hyggjast gefa hana út sjálfir. öll lögin eru eftir liðsmenn Eglu. Að upptökunum loknum tekur við spilerí á böllum en Egla er fullbókuð fram i september. - G.Sv. flcira , FOLK Patreks- ffarðar- bíóí breyttum húsa- kynnum Stórfelldar breytingar hafa að undanförnu staðið yfir á samkomu- húsinu Skjaldborg á Patreksfirði. Patreksfjarðarbíó hf. hefur tekið húsið á leigu til næstu 15 ára og var húsið innréttað á nýjan leik. Veggir voru klæddir með ullarefni, öll gólf teppalögð og nýir stólar settir i sam- komuhúsið. Rúmar það nú i sæti um 200 manns. Bíó hefur verið rekið í fjöldamörg ár á Patreksfirði. Nú hin síðustu ár hefur Patreksfjarðarbíó hf. séð um að veita þessa þjónustu en þar áður rak Kristinn Friðþjófsson kvik- myndahús. Skjaldborg er hið gamla samkomu- hús á Patreksfirði, en það var byggt um 1930. Breytingin, sem nú hefur verið gerð á húsinu, er þó það mikil að eldri Patreksfirðingar myndu ekki þekkja það fyrir sama húsið og þeir stigu dans i fyrr á árum. Finnur Fróðason innanhússarki- tekt hannaöi innréttingar hússins og var bióstjórninni til ráðuneytis í öll- um framkvæmdum. Stjórn Patreks- fjarðarbíós skipa Ágúst H. Péturs- son, formaður, Hafliði Ottósson, gjaldkeri og Páll Ágústsson, ritari. - E.Ó. Patreksfirði. FÓLK Eldri Petreksflrðlnger myndu verie þekkje samkomuhúslð SkJaUborg aftur eftir þær breytingar sem eð undenfömu hefe verið gerðer ó innrBiungum p&SM. DB-mynd: Kristófer 'V' Kristófersson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.