Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 9
.9 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981. Ct Erlent Erlent " Erlent Erlent I Mundir þú vilja giftast Karli Bretaprinsi? „Já, því þá mundi ég aldrei framar þurf 'a að skára gólf, ” sagði kona ein í vinsœldavali bandaríska vikuritsins People FOLK í Bandarikjunum er svohljóðandi gáta mjög vinsæl: Hvað fer 10, 9, 8, 7, 6 . . . ? Og svarið er Bo Derek þegar aldurinn færist yfir hana, en Bo lék sem kunnugt er i myndinni 10. Les- endur bandaríska vikublaðsins People virðast þó ekki hafa haft gátuna í huga þegar þeir kusu laglegustu konu Banda- rikjanna árið 1981. Bo Derek hafnaði i fyrsta sæti hjá þeim en hún skipaði einnig þann heiðurssess'i fyrra. í öðru sæti varð Jacklyn Smith, sem sigraði 1979, og góðkunningi okkar úr Dailas, Victoria Principal, varð i þriðja sætí. í kosningunni um títíUnn laglegasti karlmaður Bandarikjanna sigraði Robert Redford, þriðja árið í röð. Redford, sem nú er 43 ára, sigraði með enn meiri yfirburðum en í fyrra. í öðru sætí varð Burt Reynolds en hann hefur haldið þvi sæti i þrjú ár. Reynolds átti þó meira fylgi að fagna en Redford meðai stúlkna á aldrinum 12—17 ára. Jafnir i 3.-4. sætí eru Clint Eastwood og Tom Selleck, en Paul Newman hrapaði úr þriðja sætinu i fimmta. Ártrrmy Kmrmlt, hún Svínka, er vinsæl meðal bandariskre sjón- varpsóhorfenda. Bo Derek, laglegasta kona Banda- ríkjanna. „íslandsvinir" í efstu sœtunum Victoria Principal er vinsælust bandariskra sjónvarpsleikkvenna en Linda Gray, sem einnig leikur i DaUas, er rétt á eftír henni. Munaði aðeins 0,4 prósentum á fylgi þeirra. Linda Gray áttí meira fylgi meðal kvenþjóðarinnar. Ein önnur vinkona okkar úr fsienzka sjónvarpinu varð í þriðja sætí. Það er engin önnur en Svinka, en i fyrra varð hún i öðru sæti. Alan Alda, sem leikur Haukfrán í Mash, er vinsælastur af karlpeningn- um. Ed Asner kom hins vegar mest á persónuleiki hans er á við skál af köldu haframéU.” Verðandi erfðafræðingur sagði: „Börn okkar mundu lita út eins og rugguhestar.” Sumar vildu hins vegar fyrir hvern mun giftast prinsinum, þótt ástæður þess væru fjölbreytilegar. „Ég mundi giftast Karli því þá fengi ég mynd af mér á fjöldaframleidda boli,” svaraði ein. Og önnur hafði göfugri hugsun að leiðarljósi. „Aldrei, aldrei aftur mundi ég þurfa að skúra gólf.” Var þá engin sem hafði neitt gott um prinsinn að segja. Jú, ein. „Karl er skemmtíiegur, víðsýnn, ævintýramaður og opinn fyrir nýjum hugmyndum.” óvart i þessari kosningu, en hann nældi í annað sæti. Michael Landon úr Húsinu á sléttunni varð númer þrjú. Þá vakti einnig athygli að „skúrkurinn” Larry Hagman varð i sjötta sætí, en i fyrra varð hann í því tiunda. Enn um sinn skulum við halda okkur við leikarastéttina. Vinsælasta kvik- myndaleikkonan í ár er Sally Field. Flestir aðdáenda hennar eru á aldrinum 18—24, en sjálf er Sally 34 ára. í fyrra varð Sally einnig efst. Mary Tyler Moore náði öðru sætinu en jafnar í þriðja sæti eru Goldie Hawn og Barbra Streisand. Robert Redford er greinilega geysi- lega vinsæll leikari. Hann varð í efsta sætí af körlunum en Dustin Hoffmann, sem trónaði þar í fyrra,datt niður i ann- að sætí. Clint Eastwood varð þriðji. Robert Redford var kjörinn log- legasti karlmaðurinn og vinsælasti kvikmyndaleikarinn. Kenny Rogers, Streisand og Eagles Konur dást að honum og unglingar dýrka hann. Sú varð niðurstaðan er les- endur People kusu Kenny Rogers uppáhalds söngvara sinn. Luciano Pavarotti varð nokkuð óvænt i öðru sætí og Neil Diamond kom þar á eftir. Barbra Streisand er vinsælust söng- kvenna, alveg eins og i fyrra. Barbra og Barry Gibb slógu i gegn með plötunni Guiity sem seldist i 8 milljónum eintaka og hlaut Grammy verðlaunin fyrir bezta dúett ársins. Diana Ross kom næst og númer þrjú varð Linda Ronstadt en hún sigraði 1979. Af hljómsveitunum er það að segja að Eagles sigruðu annað árið í röð. Þeir eiga mestu fylgi að fagna meðai ungs fólks á aldrinum 18—34. Doobie Brothers klifruðu upp I annað sætið og gömiu rokkararnir í Fleetwood Mac voru á sama stað og i fyrra, þriðja sætí. Ekki giftast prinsinum, Dianal Brúðkaup Karls Bretaprins og lafði Díönu er mikið i sviðsljósinu og iesendur People voru spurðir að þvi hvort þeim fyndist að Diana ættí að giftast Karli. Nei, sögðu 88% og stóðu fastír á því að þeir myndu aldrei gera slíkt. „Þessir köldu kastalar eru ónota- legir,” notaði einn sem afsökun. Annar sagðist ekki geta hugsað sér að kalla eiginmann sinn „yðar hátígn”. „Ég kýs frekar eiginmann frá sama landi og ég sjálf er,” sagði ein kona. Sumir les- endanna voru mjög dónalegir i garð prinsins. „Dekraður, hallærislegur, Traustverðugasti stjórnmélamaðurinn var Reagan en mestu„skurkarnir" töldust Nixon og Haig. Sally Fieid hóit titiinum vinsæiasta kvikmyndaleikkonan annað árið i röð. Karimenn voru hrifnastir af Victoriu Principal og fyrirþeirra atbeina varð hún útnefnd vinsæiasta sjónvarpsieikkona érsins 1981. Mundir þú vilja vera Karl prins? Rúmlega þrir af hverjum fjórum tóku ekki i mál að fara i skó Karls Bretaprins. Og það þótt í boði væru völd, auðæfi og lagleg kærasta með blátt blóð í æðum og konunglegan svip. „Ég er betri hestamaður,” montar einn lesandi sig af. Annar sjálf- umglaður svarar: „Ég er draumaprins mínsheimilis.” Glöggt kom i ljós að ekki eru allir sáttir við hin daglegu störf prinsins. „Hann hefur ekkert hlutverk i tilver- unni,” sagði einn og annar tók enn sterkara til orða: „Hann er hroka- fullur, felur sig á bak við titíl sinn og er aldrei áminntur fyrir mistök.” Einum lesanda fannst þó mikið til stöðu prins- ins koma. „Prinsinn getur valið úr kvenmönnum,” sagði sá. Stjórnmálamenn Til hvaða stjórnmálamanns i Banda- rikjunum berðu mest traust? spurði People. Reagans, svöruðu 36%, en i þriðja til fjórða sæti voru fráfarandi forseti Jimmy Carter og George Bush varaforsetí. Carter var efstur á blaði í fyrra og þvi virðist sem lesendur People beri ætið mest traust til forsetans hverju sinni. Athygli vakti að í öðru sæti varð stjórnmálamaðurinn „Eng- inn”, þ.e. 18% töldu sig ekki treysta neinum. Kosningar þessar voru tvöfaldur sigur fyrir bandarisku forsetahjónin því Nancy Reagan var uppáhaldsfrú lesendanna. í öðru sætí varð Jackie Kennedy Onassis og Rosalynn Carter varð númer þrjú, en hún var efst í fyrra. Loks spurði vikublaðið lesendur sfna tíl hvaða stjórnmálamanns þeir bæru minnst traust. Og ekki stóð á svarinu. Richards Nixons. Alexander Haig varð jafn Nixon í efsta sætinu og i þvi þriðja varð sjálfur forsetinn, Ronald Reagan. Jafnir i fjórða til fimmta sæti voru Ted Kennedy og Jimmy Carter.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.