Dagblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 27
27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1981.
(i
Útvarp
Sjónvarp
i
„Maður og kona” eftir Jón Thoroddsen—útvarp kl. 21,30:
Jón Thoroddsen brautryðjandi
í íslenzkrí skáldsagnagerð
—sagahans, Maðurogkona, hefur göngu sína í útvarpi
Ný útvarpssaga hefur göngu sfna 1
kvöld. Það er Maður og kona eftir Jón
Thoroddsen, Brynjólfur Jóhannesson
leikari les (áður útvarpað veturinn
1967-68).
Jón Þórðarson Thoroddsen fæddist
5.10. 1818 á Reykhólum i Barða-
strandarsýslu. Hann ólst upp að mestu
leyti f Sælingsdalstungu i Dölum. Jón
varð stúdent úr Bessastaðaskóla 1840
og hélt til Kaupmannahafnar. Þar lagði
hann stund á laganám og var við það
frá árunum 1841 til 50 en lauk samt
ekki prófi í þeirri lotunni, enda snerist
hann i ýmsu. Meðal annars var hann
um fjögurra mánaða skeið (1848) her-
maður i liði Dana i striði þeirra við
Þjóöverja um hertogadæmin.
1850 sneri Jón heim, var settur sýslu-
maður í Barðastrandarsýslu og hafði
búsetu i Flatey. Ekki var hann vel
sáttur við prófleysið og hélt til Dan-
merkur á ný til þess að ljúka prófi. Það
gerðist 1853 og prófinu lauk hann ári
síðar og fékk þá veitingu fyrir sýslunni.
Settist Jón þá að í Haga á Barðaströnd
þar sem hann bjó þar til hann fékk
veitingu fyrir Borgarfjarðarsýslu, 1861.
1863 settist hann síöan að á Leirá i
Borgarfiröi og bjó þar til æviloka,
1868, eða eins og Jón Ólafsson segir
um hann i minningargrein: „Sunnu-
daginn 8. marz, nokkru eftir sólsetur,
andaðist að heimili sfnu, Leirá, Jón
Þórðarson Thoroddsen, skáld, sýslu-
maður Borgfirðinga.”
Eins og áður hefur verið sagt þá varð
sitthvaö til þess að tefja Jón frá námi i
fyrri lotunni I Höfn, árin 1841—50.
Meðal annars gaf hann þá út, ásamt
Gisla Brynjólfssyni, timaritið Norður-
fara, tvo árganga (1848—49). Sú út-
gáfa var síðan ljósprentuð löngu síðar,
1943. Hvað sem því líður þá birtist alla
vega f Norðurfara fyrsta saga Jóns á
prenti: Dálitil ferðasaga. Fyrsta kvæði
hans birtist i Fjölni 1847. í félagi við
Gísla Magnússon, síðar kennara, gaf
hann út ljóðasafnið Snót, 1850, og var
það sérprentað þrisvar sinnum meö
breytingum.
Fyrsta skáldsaga Jóns Thoroddsen,
Piltur og stúlka, kom út 1850. Maður
og kona kom út 1876, og hefur oft
verið endurprentuð, m.a. með ævi-
ágripi eða ævisögu höfundar eftir Jón
heitinn Sigurðsson forseta. Skáldsögur
Stefán íslandi syngur aríur úr ýmsum óperum—útvarp kl. 22:
Stefán íslandi i hlutverid hertogans
af Mantua i Rigoletto, fyrstu óper-
unni sem sett var á svið i ÞJóðlelkhús-
inu (vorið 1951).
Mig minnir að éghafi
alltaf verið
galandi i vilden sky
—segir Stefán íslandi er hann minnist bemsku sinnar
Stefán Islandi fæddist 6. okt.
1907 að Krossanesi i Seyluhreppi,
Skagafirði. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Guð-
mundur Jónsson, vinnumaður i
Krossanesi.
Sagt er að Stefán hafi verið sísyngj-
andi, fullum háisi, frá þvi að hann var
lftill. Um þetta segir hann sjálfur:
„Mér er sagt að þegar ég var strákur í
sveitinni i Skagafirði hafi ég alltaf
verið galandi.” I bókinni Áfram
veginn segir m.a. frá því að maöur
kemur ríðandi og spyr mann, sem
hann mætir, hver sé að syngja.
Syngja? Já, hvort hann heyrði ekki
sönginn. „Jú, þetta er hann Stebbi.
Hann er alltaf gargandi. ” Og þetta er
vist rétt,” hlær Stefán. „Mig minnir
að ég hafi alltaf verið galandi i vilden
sky.”
Stefán kvaðst ekki hafa fengið til-
sögn i söng fyrr en um 1928-30. Þá
hefði hann hlotið kennslu hjá Sigurði
Birkis og jafnframt verið í Karlakór
Reykjavíkur. Síðan fór Stefán til
ítalíu og árin 1930—33 lærði hann
söng hjá Ernesto Caronna i Milanó
og söng sitt fyrsta hlutverk, Cavarad-
ossi í Tosca, árið 1933. Þar með var
hann sigalandi Stebbi iitli úr Skaga-
firðinum kominn áleiðis á frama-
brautina og átti eftir að verða „einn
af mestu óperusöngvurum okkar ís-
lendinga”, eins og komizt hefur verið
að orði um hann.
Stefán söng vfða um heim og hlaut
frábærar undirtektir. Fyrsta sjálf-
stæða konsert sinn hélt hann í Tívolí i
Kaupmannahöfn 1935. Fyrsta hlut-
verk hans við Konunglega leikhúsiö í
Kaupmannahöfn var í óperunni
Madam Butterfly, 1938, og var
Stefán fastráöinn við leikhúsið 1940.
í framhaldi af því var hann skipaður
konunglegur hirðsöngvari 1949,
söngkennari við Konunglegu óperuna
i Kaupmannahöfn frá árinu 1959 og
prófdómari við Kgl. Dansk Musik-
konservatorium i Kaupmannahöfn
frá 1961. Stefán fluttist heim til
íslands 1966 og gerðist kennari við
Tónlistarskólann í Reykjavik.
Stefán íslandi söng hertogann af
Mantua i Rigoletto við fyrstu óperu-
uppfærslu i Þjóðleikhúsinu, árið
1951, og hefur sungið í ótal óperum
og haldið fjölda konserta. Nokkur
dæmi um óperuhlutverk Stefáns eru:
Rudolfo 1 „La Bohéme”, Faust I
„Faust”, Turrido í „Cavalleria
Rusticana”, Lenski í „Eugen
Onegin”, Cavaradossi f „Tosca”,
Werther i „Werther”, Pinkerton í
„Madam Butterfly”, Don Carlos i
„Don Carlos”, Don José í „Car-
men”, Alfredo í „La Traviata”,
Nodui i „Perluveiðurunum”, Alma-
viva í „Rakarinn i Sevilla”,
Nemorino f „Don Pasquale”.
-FG
Jóns Thoroddsen, I-II, komu út 1942, i
útgáfu er Steingrímur J. Þorsteinsson
bjó til prentunar.
1 áðurnefndri minningargrein, 1868,
segir Jón Ólafsson ennfremur: „Eftir
hann liggur margt prentað en vér
viljum aöeins nefna hina afbragðs
fögru skáldsögu hans, „Pilt og
stúlku”. Það er hið fyrsta rit í sinni
tegund, er samið hefur verið á Islandi
siðan i fornðld. Það er svo mikið af-
bragð að eigi eru likindi til að ísland
eignist að sinni annað slikt í þeirri
grein. Heyrt höfum vér, að áður en
Thoroddsen dó, hafi hann verið að láta
rita upp og búa til prentunar aðra
skáldsögu, er heitir „Maður og
kona”.” -FG
Jón Thoroddsen, skáld og sýslumaður.
* >■. Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njáisgötu 49 — Simi 15105
NJARÐVIK
Óskum eftir umboðsmanni í Njarðvík strax.
Uppl. ísíma 92-2249 eða 91-27022.
IBIADIB
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veöskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bœtt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góö þjónusta. — Reynið viðskiptin.
Vi'nllnTía.
My)íi husmu
v Læk|i»rtorg
12222