Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981.
Spurning
dagsins
er stjórn Isal með stjórnarformanninn i broddi fylkingar sem ein ber ábyrgð á öllu misferli sem nú er mest fjallað um f þjóðmáium okkar ” segir skattgreiðandi
AÐ HLÍFA STJÓRN ÍSAL
LYKTAR AF SAMTRYGGINGU
STJÖRNMÁLAFLOKKANNA
—segir skattgreidandi
Skattgreiðandi skrifar:
Var ísal snuðað eða var islenzka
ríkið snuðað? Þessar spurningar og
aðrar eru til umfjöliunar i
fjölmiðium þessa dagana. Engar
fréttir eru hins vegar af þvi hvar ísal
komi inn í myndina. Það er eins og
stjórn ísal sé algjörlega stikk-frí!
Minnistþess nokkuraðrætt hafi
verið við stjómarformann Isal? Hafi
Alusuisse okrað á Isal með súrál og
rafskaut þá er það fyrst og fremst
skömra fyrir okkar menn i stjóm
ísal, eins og segir í grein verk-
fræöings nokkurs, sem birtist í
Morgunbiaðinu laugard. 25. þ.m.
Svo reyndir ættu þeir, er sitja i
stjórn ísal ,að vera af setu sinni í
stjómun ýmissa fyrirtækja, ekki sízt
stjórnarformaðurinn, að þeir ættu að
geta svarað öllum þeim spurningum,
sem upp hafa komið vegnafalsaðra
farmgjalda á súráli um nokkurra ára
skeið.
En það er eins og engu máli skipti
tilvera ísal og stjórnar þess fyrir-
tækis. Hins vegar er þyrlað upp slag-..
orðum svo sem: „Alusuisse haldi
samninga við okkur.” ,.Skuldar ísal
ríkinu milljón króna? ” „fsal greiddi
of mikið.” — En enginn tekur stjórn
ísalábeinið!
Spyrja má: Eru fslendingar ekki
hæfir til að gæta hagsmuna eigin
fyrirtækja eða þjóðarinnar þegar
þrautþjáifaðir viðskiptaaðilar i
alþjóðiegum viðskiptum eru annars
vegar? Er kannski tungumála-
kunnátta, eða réttara sagt
vankunnátta þeim fjötur um fót?
Eitthvað hlýtur að valda.
Varla er stjórnarformaður i einu
umfangsmesta fjármagnsfyrirtæki í
landinu, sem á viðskipti við
alþjóðlegt risafyrirtæki, kosinn þar
til forystu nema fyrir einhverja
verðleika, t.d. fjármálasnilli,
þekkingu á alþjóðaviöskiptum eða
þ.h.l
Það er alkunna að stjórnar-
formaður ísal er stjórnarformaður
fleiri fyrirtækja og á sæti í stjórn
margra annarra. Má nefna stjórnar
formennsku I Eimskipafélagi fslands
og ýmissa dótturfyrirtækja þess
fyrirtækis, svo sem íslenzkra
kaupskipa og Eimskipafélags
Reykjavíkur. Ennfremur á stjórnar-
maður Isal sæti í stjórn Flugleiða og
þar á Eimskipafélag íslands stóran
hluteinsog allir vita.
Það er auðvitað hárrétt hjá for-
stjóra ísal þegar hann segir, að
stjómendur fsal beri alfarið ábyrgð á
því að gefa upp rangan flutnings-
kostnað á súráli á innflutnings-
skýrslum. En það þýðir ekki að bera
þvi við að þeir sem fylltu út skýrsluna
hafi kannski verið orðnir „einum of
routineraðir”!
Það er stjórn ísal.meðstjórnarfor-
manninn í broddi fylkingar, sem ein
ber ábyrgð á öllu misferli sem nú er
mest fjallað um í þjóðmálum okkar.
Að hlífa stjórn fsal lyktar af
samtryggingu stjórnmálaflokka.
HVERS EIGA ÞEIR AÐ GJALDA SEM EKKI
REYKJA? ----------------- —telur loftræstingu lélega í Glæsibæ
Bindindismaflur skrifar:
Ég hef oft farið út að skemmta
mér á hinum ýmsu vinveitingastöðum
en hef aldrei orðið var við eins mikla
reyk- eða sígarettumengun eins og í
Glæsibæ.
Raddir
lesenda
Égerekki óánægð
heMurmjögánægð
— segirþakklátur
viðskiptavinur
Sjónvarpsbúðarinnar
íBorgartúni
Hulda Guðmundsdóttir hringdi:
Ég er ekki óánægð, heldur mjög
ánægð og mig langar því til þess að
koma á framfæri þakklæti til
Sjónvarpsbúðarinnar að Borgartúni
18 og verkstæðis hennar að
Laugavegi 147.
Þetta fyrirtæki og verkstæði þess.
veitti mér frábæra þjónustu. Alúö og
lipurð starfsfólksins er til fyrirmynd-
ar.
Ekki vil ég banna fólki að reykja
en hvers eiga þeir að gjalda sem ekki
reykja? í því sambandi tel ég loft-'
ræstíngu í Glæsibæ vera litla sem
enga og þar eru allir gluggar hafðir
vandlega lokaðir þegar dansleikir
eru haldnir. Þetta er mjög slæmt þeg-
ar staðurinn er yfírfullur af fólki.
Fyrir nokkrum árum var mikið
talað um hávaðamengun á
skemmtistöðum en er hægt að bjóða
fólki upp á að anda að sér kæfandi
sígarettureyknum, svo miklum að oft
á tíðum svíður í augun?
Ég vil geta þess að ég og fjórir
vinir minir, sem allir erum bindindis-
menn, höfum ákveðið að fara ekki
aftur á dansleik i Glæsibæ fyrr en
einhverjar breytíngar verða gerðar til
bóta á loftræstikerfi staðarins.
NOTAÐIR
Wa
BÍLAR
Se/jum
W
i
dag
SAAB 96 77, 2ja dyra, brúnn, ekinn 74 þús. km.
SAAB99 GL '80, 4ra dyra, grænsanseraður, ekinn 24 þús. km.
SAAB 99 GL 79, 4ra dyra, guiur, ekinn 26 þús. km.
SAAB 99 GL 78,2ja dyra, ijósbrúnn, sjátfskiptur, ekinn 53 þús. km.
SAAB 99 Combi 77, 3ja dyra, Ijósbrúnn, ekinn 55 þús. km.
SAAB 99 L 74, 2ja dyra, grænn, ekinn 88 þús. km.
SAAB99 74, 2ja dyra, hvhur, ekinn 30 þús. km.
1fOL VO244 de iuxe 78, ijósdrappaöur, vökvastýri, ekinn 59 þús. km.
TOGGURHR
SAAB UMBOÐIÐ
BILDSHOFÐA 16
SIMI 81530
Er sumarið loksins
komið til Norðurlands?
(Spurt i glampandl sólsldni á Akureyrí
17.JÚK).
Ulafsdóttir skrifstofumaflur: Mér
'þykir ósennilegt að þetta standi lengi en
vona þaðsamt!
Helga Arnljótsdóttir barnapia: Það
veit ég ekki. En mér llður betur I sóUnni
og þá er líka betra að passa krakkana.
Jón G. Sólnes, fyrrum alþingismaflur:
Öskandi að svo væri! Mér finnst
éiginlega tími til kominn. Ef þið Dag-
blaðsmenn hafið komið með sólina tíl
okkar er í góðu iagi ð þið verðið í
bænum i nokkra daga ul viðbótar!
Garflar Sigurjónsson:/Ft 'tð^é-l.ki
óhætt aðspá því. Og hausiiö vetður á-
byggilega gott líka. Ég er maður bjart-
sýnn!
Gisli Jónsson, starfsmaflur Kaupfélags
Árnesinga á Selfossi: Ég von? það.
Sunnlendingar hafa haft gott veður
undanfarið, nú er sanngjarnt að
Norðlendingar fái sólina.
Kristin Heigadóttir, issali i Hafnar-
strætinu: Tvímælalaust, helzt að
sumarið endist til jóla!