Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. 5 Margir tóku for- skot á „sæluna” Heildarálagningu opinberra gjalda lokið alls staðar nema áSuðurlandi Fyrstu álagningarseðlarnir I Reykja- vík verða sendir út f dag og er búizt við því að flestir skattgreiðenda í borginni verði búnir að fá þá i hendur á föstu- dag. Margir tóku þó forskot á sæluna og fengu álagninguna uppgefna þegar í gærmorgun. Voru svo mikil brögð að þessu að allar simalínur skattstofunnar voru, „rauðglóandi”, mestan hluta dagsins i gær. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Jónassonar, sem nú gegnir störfum ríkisskattstjóra, var álagningu opin- berra gjalda lokið alls staðar á landinu nema í Suðurlandsumdæmi og lágu þvi ekki tölur um heildarálagningu fyrir er DB hafði samband við hann i gær. Gestur Steinþórsson, skattstjóri i Reykjavik, sagði að byrjað yrði að senda út álagningarseöla í dag en megnið af þessum seölum yrði sent út á morgun, þannig að flestir skattborgara ættu að vera búnir að fá álagningarseðl- ana á föstudag. Gestur sagði að þá ætti einnig heildarálagning að liggja fyrir. Sigmundur Stefánsson, skrifstofu- stjóri á Skattstofu Reykjanesumdæm- is, sagði i samtali við DB að fyrstu álagningarseðlarnir hefðu verið sendir i póst sl. föstudag, þannig að skattgreið- endur i Hafnarftrði, Kópavogi, Garða- bæ og á Seltjarnarnesi ættu að vera búnir að fá þá i hendur og væntanlega hefðu seölarnir borizt öllum skattgreið- endum umdæmisins fyrir lok vikunnar. -ESE Samstarfshópur um rannsókn mjólkurástands hef ur lokið störfum: SKÝRSLAN AFHENT RÁÐHERRA f DAG „Við héldum okkar siðasta fund í gær og i dag verður skýrsla okkar lögð fyrir heilbrigöisráðherra,” sagði Hrafn V. Friðriksson, forstöðumaður heilbrigðiseftirlits ríkisins, er hann var spurður um niðurstöðu nefndar er kannað hefur mjólkurgalla. Heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið skipaði fyrir 10 dögum nefnd sem átti að kanna orsakir fyrir gölluðu mjólk- inni. I nefndinni áttu sæti fulltrúar frá ráðuneytinu, heilbrigðiseftirlitinu, landlækni, Matvælarannsóknum rikis- ins og heilbrigðiseftirliti Reykjavlkur- borgar. Formaður nefndarinnar var Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri hjá ráðuneytinu. Ekki náðist í Ingimar í gær en Hrafn sagði að það væri alveg á valdi ráð- herra hvað gert væri við efni skýrsl- unnar. „Hann mun kynna sér efni hennar og siðan verður það hans Húsmæðrafélagið átelur Mjólkursam- söluna fyrir að bjóða óneyzluhæfa mjólk. DB-mynd Sigurður Þorri. ákvörðun:. hvort niðurstöður birtast almenningi,” sagði Hrafn. -ELA. Húsmæðraf élag Reykjavíkur sendir f rá sér yf iriýsingu: HVETUR NEYTENDUR TIL AÐ DRAGA ÚRINNKAUPUM —á mjólk meðan mjólkurástandið ríkir Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við Neytendasamtökin varðandi það ófremdarástand sem ríkt hefur í mjólkurmálum á höfuðborgar- svæðinu. Húsmæörafélagið átelur Mjólkur- . samsöluna fyrir að bjóða óneyzluhæfa SKOLAVÖRÐUSTIG 41 — SIMI 20235. STÓRMARKAÐSVERÐ Leni eldhúsrúllur, 2 stk. 9,70 Leni wc pappír, 8 stk. 23,10 Sani wc pappír, 12 stk. 25,20 Vex uppþvottalögur, 21 13,55 Kakó, 1/2 kg 18,10 Hunang, 450 gr. 14,85 Perur, heildós 15,40 Jarðaberjasulta 1/2 kg 11,95 Kraft tómatsósa, 400 gr. 6,26 Franskar súpur, pk. 1,65 Kjötskrokkar 1. og 2. verdfl. Pottasett, 5 stk. 273,00 Opið til kl. 20 fímmtudaginn 30/7 og alla föstudaga til kl. 22 STÓRMARKAÐURINN Skemmuvegi 4 A, Kópavogi mjólk og hvetur neytendur til þess að endur til að draga úr innkaupum á vera vel á verði. Þá hvetur félagið neyt- mjólk meðan þetta ástand rikir. -ELA. EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 Vetur, sumar, vor og haust, vart þarf langt að hlaupa. Aðeins spöl í Eignanaust, íbúð til að kaupa. Arnarhraun, Hafnarfirði 3ja herb. sérhæð, 95 ferm. Bílskúr 30 ferm. Verð 570 þúsund. Gaukshólar 3ja herb. íbúð á 2. hæð, 87 ferm. Verð 440 þúsund. Vesturberg 3ja herb. íbúð á jarðhæð, 85 ferm. Sér garður. Verð 450 þúsund. Lækjarfit, Garðabæ 3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi. Verðtilboð. Dvergabakki 2ja herb. ibúð á 1. hæð, 55 ferm. Verð 360 þúsund. Byggingarlóð í Garðabæ. Verð 150 þúsund. Lóð á Arnarnesi Rúmlega 1700 ferm byggingarlóð á fallegum stað. Gott út- sýni. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni, ekki í síma. Raðhús v/Vesturberg Til sölu fallegt raðhús á einni hæð. 140 ferm. Mjög falleg eign. Verð 900 þúsund. Jöidugróf 3ja herb. einbýlishús, ein hæð og ris, 80—85 ferm. Stór lóð. Verð 680 þúsund. Lindargata 2ja herb. íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi, sérinngangur. Verð 320 þúsund. Óskum eftir 2ja-3ja her- bergja íbúð í Árbæjarhverfi fyrir fjársterkan kaupanda. Skoðum og metum íbúðir samdægurs, leitið upp- lýsinga. Fljót og góð þjónusta er kjörorð okkar. Opiðfrákl.l-5 laugardag og sunnudag EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMI29555 ÞorvaldurLúövíksson hri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.