Dagblaðið - 29.07.1981, Page 7

Dagblaðið - 29.07.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent 8 Brúðkaup aldarínnar í London: GIFURLEG STEMMNING ÍLONDON í MORGUN sinni er gerður úr sama gulli og gift- ingahringur foreldra Karls, Elísa- betar drottningar og Philips prins, núverandi hertoga af Edinborg, árið 1947. Blíðskaparveður var í London í morgun og um 26 stiga hiti. Hætta var þó talin á að úði gæti orðið í dag. Kari prins átti að koma til Sankti Páls dómkirkjunnar í opnum hest- vagni sem fjórir jarpir hestar drógu og lafði Diana Spencer kom frá Clar- ence-húsi, heimili ömmu Karls prins, í lokuðum glervagni. Augu hundruð milljóna manna munu beinast að lafði Diönu Spencer þegar hún gengur, leidd af Spencer jarli, föður sinum, hina 3,5 mínútna leið eftir rauðum dregli um dóm- kirkjuna. Eftir giftingarathöfnina, sem dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg átti að stjórna, aka brúðhjónin til Buckingham-hallar þar sem snædd verður brúðkaups- máltíð. Sfðan halda þau til Broad- lands, herragarðs þar sem þau munu eyða brúðkaupsnóttunni. Lafði Diana Spencer virtist af- slöppuð og hló hjartanlega í viðtali við brúðhjónin sem sýnt var í brezka sjónvarpinu í gærkvöldi. Ekki sáust þá nein merki þess taugatitrings sem varð þess valdandi að hún brast í grát vegna ágangs fréttaljósmyndara í lok sfðustu viku. Þrátt fyrir 'að venja sé sú að kon- ungleg brúðkaup fari fram í West- minster Abbey þá lýsti Karl prins því yfir að hann hefði kosið að ganga í hjónaband í hinni 300 ára gömlu Sankti Páls dómkirkju vegna hins frábæra umhverfis þar og hljóm- burðar. Bretar halda upp á brúðkaupsdag- inn, sem er almennur frfdagur, með veizlum og dansleikjum á götum úti, auk margvfslegra hátíðahalda ann- arra. —Giftingarathöfnin hóf st klukkan ellef u að staðartíma —Sjö þúsund hermenn og lögregluþjónar gættu öryggis brúðhjónanna Brúðkaup aldarinnar, gifting Karls prins, erfingja brezku krúnunnar, og lafði Diönu Spencer, hófst f London klukkan ellefu að staðartíma. Iburðurinn og viðbúnaðurinn í kringum brúðkaupið er meiri en getur um í sögu brezka konung- dæmisins. Gífurleg hátfðarstemmn- ing ríkti i London í morgun. Talið var að um 250 þúsund manns hefðu komið sér fyrir á leiðinni frá Buck- ingham-höll og að Sankti Páls dóm- kirkjunni þar sem athöfnin átti að fara fram. Áætlað er að 700 milljónir manna fylgist með athöfninni í sjón- varpi. öryggisviðbúnaður lögreglu og herliðs er meiri en um getur áður. Sjö þúsund lögregluþjónar og hermenn halda uppi öryggisgæzlu á leiðinni frá Buckingham-höll að dómkirkj- unni. Auk þess voru skyttur við öllu búnar uppi á húsþökum og um 400 óeinkennisklæddir lögreglumenn dreifa sér meðal mannfjöldans. Mikið var um dýrðir f London strax í gær. Brezka konungsfjöl- skyldan fylgdist þá með mikilli flug- eldasýningu þar sem um 12 þúsund flugeldum var skotið á loft. Sjálfur tendraði Karl i fyrsta vitaeldinum í keðju 101 vitaelds og fagnaðarbrenna sem ætlað er að flytja tfðindin um giftinguna til yztu marka konung- dæmisins. Á miðnætti höfðu um tíu þúsund manns komið sér fyrir á leið brúð- hjónanna og fjölmargir höfðu slegið upp tjöldum fyrir utan Sankti Páls dómkirkjuna þar sem hin sjötfu mfn- útna langa athöfn átti að hefjast klukkan ellefu f morgun að staðar- tíma eins og áður sagði. „Höfuðborgin er algjörlega pökkuð af fólki og það er frábær Brúðhjónin Karl og Diana. Um sjö þúsund lögregluþjónar og hermenn áttu að gæta öryggis þeirra á morgun. stemmning rikjandi hér,” sagði tals- maður ferðamálaráðsins f London. Auk þess að tryggja öryggi brúð- hjónanna þurfa brezkir Iöggæzlu- menn að sjá um að ekkert komi fyrir Nancy Reagan, forsetafrú Bandarfkj- anna, eða tugi konungborinna gesta og leiðtoga erlendra rfkja. A sama tíma rfkir mikil spenna á Norður-írlandi þar sem tveir liðs- menn irska lýðveldishersins, þeir Kieran Doherty og Kevin Lynch, eru að dauða komnir eftir meira en 66 daga mótmælasvelti til að knýja á um kröfur IRA-manna í Maze-fangelsinu að þeir fái réttindi pólitískra fanga. Gullhringurinn sem Karl prins átti f morgun að setja á fingur unnustu Mikið um dýrðir í Buckinghamhöll: Hinir konunglegu gista i Buckingham — Svítan sem ætluð var Spánarkonungi stendur auð Karl Gústaf Svfakonungur ogSilvia. prins. Furstahjónin af Mónakó. Fjölmargir konungbornir gestir, sem viðstaddir eru brúðkaup þeirra Karls og Diönu, búa f Buckingham- höll meðan þeir dvelja f London. í þeim hópi eru Margrét Dana- drottning og Hinrik prins, maður hennar. Síðast þegar þau voru f heim- sókn f London bjuggu þau f Windsor og þaðan var sfðan flogið með þau í þyrlu til Buckingham. Nú þykir hins vegar öruggast að allir hinir konung- legu gestir búi f höllinni sjálfri. Þar verða Beatrix af Hollandi, Karl Gústav Svfakonungur og Silvía, drottning hans. Auk þeirra mun Baldvin Belgíukonungur gista þar svo og Ólafur Noregskonungur sem er svo nátengdur fjölskyldunni að hann er nokkurs konar heiðursgestur. Með Elísabetu drottningu þýðir þetta að sex konunglegir verða undir einu og sama þakinu. „Svitan” sem tekin hafði verið frá fyrir Jóhann Karl Spánarkonung stendur auð. Eins og komið hefur fram mætir Spánarkonungur ekki og vill með fjarveru sinni mótmæla þvf að Karl og Diana ætla að hefja brúð- kaupsferð sína á Gíbraltar sem verið hefur þrætuepli Breta og Spánverja um aldir. Auk þeirra, sem áður hafa verið nefndir, búa í Buckingham-höll stór- furstinn af Luxemborg og fursta- hjónin af Mónakó, Grace og Rainier. Ólafur Noregskonungur er nokkurs konar heiðursgestur I Buckingham-höll. Beatrix, Hollandsdrottning. Baldvin, Belgfukonungur. N J

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.