Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981. i GUNNLAUGUR A. JÖNSSON ins, fórnum tveggja heimsstyrjalda hefur konungdæmið staðið sem tákn um stöðugleika,” skrifaði sagn- fræðingurinn Blake lávarður í dag- blaðið Daily Mail fyrir skömmu. „Rómantík og töfrar er það sem fólkið vill,” skrifaði hann. „Það vill að konungurinn og drottningin séu öðruvísi en almenningur.” Annars hefur konungdæmi átt í vök að verjast í heiminum og alls eru aðeins eftir rúmlega tuttugu konung- dæmi í heiminum. Á Spáni var konungdæmið endur- reist með Juan Carlos konungi sem nú hefur afþakkað boð um að vera viðstaddur brúðkaup Karls og Diönu eftir að í ljós kom að brúðhjónin ætluðu að heimsækja brezku nýlend- una Gibraltar í brúðkaupsferð sinni, en Gíbraltar hefur verið bitbein Breta og Spánverja um aldraraðir. Mikil breyting hefur orðið í konungdæminu frá því að Loðvfk fjórtándi, konungur Frakklands, sagði árið 1655: ,,Rikið þaðerég.” Konungar Sviþjóðar og annarra Evrópuríkja eru fyrst og fremst einingartákn þjóða sinna en hafa mjög lítil pólitísk völd. Elísabet Englandsdrottning, sem nú er 55 ára gömul, er það valdalftil að sagt hefur verið að ef þingið sam- þykkti frumvarp sem krefðist þess að hún stæði á höfði þá yrði hún að undirrita það eða afsala sér völdum að öðrum kosti. Hún forðast deilur og myndi ekki, eins og Baidvin Belgíukonungur gerði í siöustu viku, minna þegna sina á að atvinnuleysi væri hvergi meira i Evrópu en þar i landi. Samt sem áður hefur drottningin öll sin uppvaxtarár hefur Karl prins stöðugt verið I sviðeljósinu. Fjölmiðlar hafa skýrt frá flestu þvi sem hann tekur sér fýrir hendur, námsárangri hans, hæfni I i- þróttum og sfðast en ekki sizt kvennamálum hans. r Áhuginn á „brúðkaupi aldarinnar er gífurlegur”: Brezka konungdæmið blómstrar að nýju —Níu af hverjum tíu Bretum eru fylgjandi konungdæminu en árið 1936 naut það aðeins stuðnings helmings þjóðarinnar Elisabet drottning tekur embætti sitt alvarlega. ton, sem er andstæðingur konung- dæmisins, kvartar oft undan þeim fjórum milljón sterlingspundum sem hið konunglega húshald kostar brezka rikið. Aðrir benda á að rikið þéni níu milljónir sterlingspunda á ári af eignum krúnunnar. Drottningin er i hópi rikasta fólks heims. Auk óþekkts fjölda hluta- bréfa á hún sjálf tvær jarðeignir og mjög verðmætt frímerkja- bréfa- safn. Rannsóknarskrifstofa Verka-' mannaflokksins reyndi að áætla auð Þegar Játvarður konungur áttundi afsalaði sér völdum árið 1936 til að kvænast fráskilinni bandariskri konu að nafni Wallis Simpson lenti konungdæmið í djúpum öldudal. Helmingur brezku þjóðarinnar var þá þeirrar skoðunar að leggja ætti konungdæmið niður. Síðan hefur það rétt við aftur og almenning þyrstir í fréttir af konungsfjölskyldunni. Þannig hafa sjónvarpsþættir um líf konunganna Játvarðs sjöunda og Játvarðs áttunda notið mikilla vinsælda í Bretlandi. Sú gifurlega athygli sem brúðkaup Karls og Diönu vekur sýnir að konung- dæmið brezka lifir enn góðu lifi. drottningarinnar, án þess að takast það, komst að þeirri niðurstöðu að eignir sem Karl prins hefði tekjur af sem hertoginn af Cornwall væru um 40 milljón sterlingspunda virði. Konungdæmið hefur breytzt og er sennilega virtara en á siðasta áratug siðustu aldar þegar Játvarður sjöundi, þáverandi erfingi krún- unnar, gerði söngkonuna Lily Langtry að frillu sinni, skildi við konu sina og var viðriðinn ýmis önnur hneykslismál. Margrét prinsessa, hin fráskilda systir drottningarinnar, sætti líka talsverðri gagnrýni þegar brezkir fjöl- miðlar fylgdust með ástarsambandi hennar og hins unga Roddy Liewellyn. Annað hneykslismál snerti brezku krúnuna illa í fyrra þegar list- fræðingurinn, sir Anthony Blunt, umsjónarmaður myndasafns drottningarinnar, var afhjúpaður sem fyrrverandi njósnari Sovét- manna. Drottningin svipti hann þá riddaratign. Brezka konungdæmið sýnir það í dag að það blómstrar. Viðhafnarsýn- ing sú, sem brúðkaup Karls prins og lafði Diönu Spencer vissulega er, sýnir að konungdæmið hefur engan veginn gengið sér til húðar í Bret- landi. Búizt er við að a.m.k. 500 milljónir sjónvarpsáhorfenda muni fylgjast með athöfninni í beinni út- sendingu. Skoðanakannanir sýna að níu af hverjum tíu Bretum eru fylgjandi konungdæminu. Svo undarlega bregður við að hið konunglega brúðkaup vekur mestan áhuga i lýðveldisrikjum eins og Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og Bandarfkjunum. Svíar og Norð- menn, sem hafa sínar eigin konungs- fjölskyldur, hafa ekki sýnt brúð- kaupi þeirra Karls og Diönu jafnmik- inn áhuga ef marka má það rúm sem fjölmiðlar í þessum löndum verja undir fréttir af brúðkaupinu. Áhuginn á konungdæminu hefur vaxið að sama skapi og dregið hefur úr áhrifum brezka heimsveldisins. „Samfara efnahagslegri og póli- tískri hnignun, upplausn heimsveldis- „Rómantík og töfrar er það sem fólkið vill.” mikil áhrif eftir að hafa setið næstum þrjátíu ár á valdastóli og fáir for- sætisráðherrar myndu sniðganga skoðanir hennar. Afi hennar, Georg konungur fimmti, sagði eitt sinn: „í kerfi flokksstjórnar þá hefur konungurinn einn pólitíska reynslu fyrri tíma.” Ef lög og reglur væru í hættu í Bretlandi þá kynni það vald, sem konungurinn (drottningin) hefur samkvæmt . stjórnarskránni tíl að velja forsætisráðherra og stjórna hernum, að fá raunhæfa þýðingu þó nú séþaðaðeins formleg tígnarstaða. Elísabet Englandsdrottning tekur embættí sitt alvarlega. Hún tekur á móti tígnum gestum, eins og til dæmis Khaldi konungi Saudi-Arabíu fyrir skömmu. Hún hittir þúsundir þegna sinna árlega, heimsækir sjúkrahús og vinnustaði. Frá upphafi hefur hún leitazt við að halda uppi virðingu embættis sins. Hún sagði snyrtistúlku sinni fyrir krýningar- athöfnina árið 1953: „Láttu mig ekki iítaút eins og kvikmyndastjörnu.” Skozki sósíalistinn WUlie Hamii- Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.