Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. 15 rttir Iþróttir Eþróttir Iþróttir Iþróttir D i sin. Mlli - , ukeppnina baki þeim ögmundur var Þrótt- urum erfiður í gær — þegar Fylkir hirti stig af Þrótti í markalausu jaf ntef li Vonir Þróttara um sæti í 1. deild á næsta ári biðu alvarlegan hnekki i gær- kvöld er þeim tókst ekki að brjóta hina margrómuðu Fylkisvörn á bak aftur þrátt fyrir góð tilþrif. Reyndar komust þeir í siðari hálfleiknum einum þrisvar sinnum i upplögð færi en tvivegis varði Ögmundur Kristinsson frá framherjum liðsins og siðan lyfti Sverrir Brynjólfs- son knettinum yfir þverslá þegar auðveldara virtist að skora. Fyrri hálfleikurinn var næsta jafn en Þróttarar léku þó mun betur og höfðu undirtökin án þess þó að fá nein veruleg færi. Fjör færðist hins vegar ekki í leikinn fyrr en síðasta stundar- fjórðunginn. Fyrst komst Páll Ólafsson í dauðafæri eftir að hafa sólað alla vöm Best sagði nei takk! George Best, sem þessa dagana I neitað tilboði Boltin Wandcrers, sem spókar sig í sólinni með San Jose honum bauðst fyrir skemmstu. Segist Earthquakers í Kaliforníu í bandarísku Best hafa það svo gott í Ameríkunni að knattspyrnudeildinni á milli þess sem hann vilji ekki fyrir nokkurn mun snúa hannbregðurséráMcDonald’s, hefur | aftur í ensku deildina. Þrír fengu 2 leikja bann Þrfr leikmenn fengu 2ja leikja bann á fundi aganefndar i gærkvöld. Hafþór Sveinjónsson, Fram, fékk bann i tvo leiki vegna 15 refsistiga, Jón Björns- son, ÍBÍ, einnig tvo leiki vegna 15 refsistiga og loks fékk Einar Friðþjófs- son, Skallagrími, tveggja leikja bann vegna refsistiga. Fjórir leikmenn fengu eins leiks bann. Gunnar Andrésson, Haukum, vegna útafreksturs, Jón G.B. Jónsson, Reyni, Kristinn Petersen, Óðni, vegna útafreksturs og Örn Guðmundsson, Þór, vegna 10 refsistiga eins og Jón G.B. Jónsson. -SSv. Enn straumur milli félaga — miklu meiri en nokkru sinni áður Það er ekkert lát á félagaskiptum í knattspyrnunni — hreyfing miklu meiri I ár en nokkru sinni fyrr. Stjórn Knatt- spyrnusambands íslands þarf að samþykkja félagaskiptin og á tima- bilinu frá 6. maí til 18. júní voru sam- þykkt félagaskipti 85 manna. Þekkt- ustu leikmenn þar eru Jóhann Torfa- son og Kristinn Atlason, sem komnir eru frá Svíþjóð og Sverrir Herbertsson. Hér á eftir fer listi yfir félagaskiptin. Olafur Ólafsson úr Val R. i Tindastól. Gunnar Herbertsson úr Þór Þ. í Þrótt R. Þóröur Ólafsson úr Reyni S. í Eilíf. Samúel Grytvik úr Val R. í FH. Andrés Ólafsson úr í A í Skallagrim. J.A.M. Campos úr KA- i Árroöann. Pétur G. Pétursson úr Snæfelli í U.M.F. Grinda- víkur. Þorfinnur Hjaltason úr Þrótti R. í Val R. Þorsteinn Magnússon úr FH í ÍR. Þröstur Jensson úr UBK i ÍR. Kjartan Jónsson úr Leikni i Selfoss. Halldór Stefánsson úr KA i U.M.F. Hauka. Viðar Arason úr Reyni S. í Snæfell. Jón Magnússon úr Njarðvík í Reyni S. Friðrik Á. Þorvaldsson úr Austra i Snæfell. Haraldur Haraldsson úr Austra — opið. Þorgils Arason úr Austra í Létti. Orri Harðarson úr Leikni F. i ÍK. Kolbrún Jóhannsdóttir úr FH í Val. Viðar Gunnarsson úr UBK í ÍK. Magnús Jónatansson úr Magna i KS. öm Guðmundsson úr UBK í Reyni Hn. Oddur Óskarsson úr Þór Ak. í KS. Valþór Þorgeirsson úr Þrótti N. í Þór. Ak. Jóhann Torfason úr ÍK Heid i ÍBÍ. Agúst Guðmundsson úr Fylki í ÍR. Magnús Kristjánsson úr Fylki í ÍR. ólafur Jensson úr UBK í lR. Sigurður Þór Kristjánsson úr Óðni i Hött. Steinar Tómasson úr Austra í Aftureldingu. ólafur Ragnarsson úr U.M.F. Selfoss í Huginn. Hreinn Ólafsson úr Val Reyðarf. i Hött. Magnús Þorvaldsson úr Árroðanum — opið. Heimir Guðmundsson úr Fram i Þrótt R. Hannes Ó. Leifsson úr Þór V. í Ármann. Ingvar H. Ágústsson úr Vestri i Reyni Hn. Grétar Sigurbjörnsson úr KA í Snæfell. Einar K. Pálsson úr UBK i Stjömuna. Sölvi Ingólfsson úr Þrótti í Þór Ak. örn Bjarnason úr FH l Val R. Ólafur Á. Gíslason úr Leikni F. i Tindastól. Gunnar Sigurðsson úr Skallagrími í Leikni R. Jón Jóhannesson úr FH í Leikni F. Júlíus Hjálmarsson úr FH í Leikni F. Guðmundur Ólafsson úr Snæfelli í U.M.F. Bolung- arvíkur. Ingvar Teitsson úr UBK i ÍK. Reynir H. Hilmarsson úr Fram — opið. Sveinn M. Ottósson úr UBK í lK. Friðrik Árnason úr Austra í Snæfell. Jón Óttarr Karlsson úr Fylki í ÍK. Guðmundur Kjartansson úr Val i FH. Rúnar Georgsson úr Orrebro i Reyni H. Guðlaugur Kristinn Bergsson úr Víking í Ármann. Stefán Garðarsson úr Leikni F. í Þór Þ. Óskar Jóhannesson úr Fram i Stjörnuna. Hilmar Hilmarsson úr Val i Fram Skagastr. Ingólfur Hannesson úr Gróttu — opið. Magnús Guðmundsson úr Val Reyðarf. í Hött. Ómar Bogason úr Sindra í Hött. Viðar Gylfason úr Þrótti R. i Reyni H. Valþór Brynjarsson úr Eflingu í Reyni Ár. Þorsteinn Guðjónsson úr Val í Reyni H. Viðar Ólafsson úr Einherja í Hött. Hjörtur Þór. Frimannsson úr Hetti i Hugin. Valur Sveinbjörnsson úr Val — opið. Eyjólfur Skúlason úr Austra i U.M.F. Borgarf. Jón Ólafsson úr Þrótti R. — opið. Þorbjörg Albertsdóttir úr Fram í KR,. iHannes Sigmarssoiúr Haukum — opið. Þórir V. Þórisson úr Leikni R. i KS. Jón Óskar Sólnes úr Gróttu í Val R. Jóhanna Ásmundsdóttir úr Völsungi í KR. Oddur S. Jakobsson úr Þrótti R. í Reyni H. Magnús ólafsson úr Víkingi R. í Hörð. Björn R. Ingólfsson úr KFK i UMFK. Sigurður Björgvinsson úr KFK i UMFK. Björgvin A. Björgvinsson úr sænsku félagi í Víði. Sigrún Blomsterberg úr FH í KR. Konráð Árnason úr óðni i UMF Grundarfjarðar. Kristinn Atlason úr Sírius í Fram. Kristján Kristjánsson úr Haukum — opið. Sigurður Páll Óskarsson úr Gróttu í KR. Jón Óðinn Óðinsson úr Þór. Ak. i Hugin. Magnús Guðmundsson Val Reyðarf. í Hött. Þorvaldur Þórðarson úr Stjörnunni í Sindra. Sverrir Herbertsson úr KR-opið. Hjólað f rá Keflavík — hjólreiðaíþróttinni vex fiskur um hrygg Hjólreiðaíþróttinni hefur vaxið ört fiskur um hrygg á undanförnum mánuðum og nú er svo komið að farið er að halda keppnir og var t.d. ein slík haldin um sl. helgi með þátttöku 35 manns. Um næstu helgi er ætlunin að halda aðra hjólreiðakeppni og hefst hún kl. 10 á sunnudagsmorgun í Keflavik og lýkur við Kaplakrikavöll í Hafnarfirði. Keppt verður í þremur flokkum karla svo og kvennaflokki. Fyrst ber að telja flokk 13—14 ára, þá flokk 15—16 ára og loks flokk 17 ára og eldri, auk kvennanna. Verðlaunaafhending fer fram I Hollywood um kvöldið kl. 20. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir að snúa sér til Ásgeirs Heiðars 1 sima 12136 eða 25641. -SSv. Fylkis upp úr skónum, en Ögmundur varði vel frá honum. Því næst komst Baldur Hannesson í dauðafæri en Ögmundur varði frá honum af örstuttu færi — vel gert. Loks kom svo áður- nefnt færi Sverris. Er rúm hálf mínúta var til leiksloka komst Hörður Guðjónsson inn fyrir vörn Þróttar, lék á markvörðinn og gaf svo þvert fyrir markið á Birgi Þórisson. Hann lagði knöttinn fyrir sig en tókst samt ekki að skora því varnarmaður Þróttar blandaði sér skyndilega í málið. -SSv. Staðan í 2. deildinni eftir leikinn í gær: isafjörður 11 7 3 1 16- -8 17 Keflavík 11 7 2 2 20- -7 16 Þróttur, R. 12 5 5 2 12- -4 15 Völsungur 11 4 5 2 16- -12 13 Reynir 11 4 5 2 11- -8 13 Fylkir 12 4 3 5 12- -13 11 Skallagrímur 11 2 3 6 7- -12 7 Þróttur, N. 11 2 3 6 9- -15 7 Selfoss . 11 2 3 6 5- -14 7 Haukar 11 1 4 6 9- -24 6 M Ögmundur Kristinsson. Enn met Þrátt fyrir að methafinn, Bill Paul, frá Bandaríkjunum hafi ekki komizt í úrslitasundið í 200 metra flugsundi á stúdentaleikunum í Rúmeniu i gær kom það ekki í veg fyrir að nýtt met væri sett. Sergei Fesenko frá Sovétríkjunum snerti bakkann eftir 200 metrana á 2:01,86 mín. og setti þar með nýtt met. Leventc May frá Kanada varð annar á 2:04,75 mín. og þriðji Serguei Kisselev frá Sovétríkjunum á 2:04,85. Sigurvegararnir úr J&B mótinu á Selfossi. 33 A FYRSTA GOLF- MÓTISELFYSSINGA —Smárí Jóhannsson sigurvegari Fyrri laugardag fór fram fyrsta I voru alls 33 og sigurvegari varð Smári golfmótið á Alviðru-golfvellinum á Jóhannsson, GOS. Ársæll Ársælsson Selfossi. Var það J& B mótið og var sigraði með forgjöf. keppt með og án forgjafar. Keppendur | LAUGAHÁTÍÐ HSÞ — Þingeyingar vilja víkja kynslóðabilinu burt Héraðssamband S-Þingeyinga efnir nú í ár eins og undanfarin ár til Laugahátíðar um verzlunarmanna- helgina, eða frá föstud. 31. júlí til sunnud. 2. ág. Að venju verður vandað til dag- skráratriða og alls undirbúnings svo að sem flestir megi þar finna eitthvað við sitt hæfi og líða sem bezt í því fagra umhverfi er Laugastaður býður upp á. Forráðamenn þessarar samkomu hafa leitazt við að skapa það öryggi er til þarf, þar sem unglingar hafa sótt þessa skemmtun að miklum meirihluta. Stjórn HSÞ vill að þessu sinni hvetja alla uppalendur til að leita skemmtunar með börnum sínum, víkja burt kynslóðabilinu og taki þátt í þeirra gleði af þeim skilningi er hæfir /5 Sigurður Sverrisson fullorðnu fólki. Það er einlæg von Laugahátíðar- nefndar að Laugahátíð ’81 megi sýna og sanna að hægt er að halda skipulagðar fjöldasamkomur, þar sem sönn hátíð ríkir meðal þátttakenda. Síðasta námskeið Vals Nú er aðeins eftir citt námskeið á vegum knattspyrnuskóla Vals sumarið 1981. Hefst það 4. ágúst og stendur til 17. ágúst. Sem fyrr verður námskeið fyrir þátt- takendur sem fæddir eru 1972 eða síðar, haldin frá 10—12, en fyrir þátt- takendur 1972 og fyrr verða milli 13 og 15 daglega. Margt verður til skemmtunar, s.s. fótbolti, knattþrautir, videoo.fl. Leið- beinendur: Ólafur Magnússon, Njál! Eiðsson, Brynjar Níelsson. Innritun verður I slma 11134 næstu daga. Þátttökugjald er kr. 180,00. Hafa skal það er sannara reynist — Bolvíkingar ekki sáttir við skrif Ólaf svíkur-Víkinga Vegna skrifa um leik Bolvíkinga og Ólafsvíkinga i Bolungarvík vilja aðstandendur Bolungarvíkurliðsins taka fram eftirfarandi: Skv. staðfestingu frá starfsmanni mótsnefndar KSÍ er það ekki hlutverk heimaliðs að útvega dómara heldur að útvega linuverði og sjá um að leikvöllur sé undirbúinn. Má taka fram að KSÍ hefur ráðið mann til að sjá um að út- vega dómara í 3ju deildarleiki á Vest- fjörðum. I umrætt skipti, þegar í ljós kom að dómari hafði ekki mætt, var um þrjá valkosti að ræða. 1. Að aðkomuliðið sneri aftur án þess að leika leikinn þrátt fyrir að hafa lagt í gífurlegan kostnað. 2. Að heimamaður úr Bolungarvíkur- liðinu sem reynslu hefur I að dæma dæmdi leikinn. 3. Að kalla til dómara á staðnum með minni reynslu. Eftir að hafa haft samráð við starfs- mann mótanefndar samþykktu bæði liðin þriðja valkostinn, með vitund og samþykki fulltrúa mótanefndar, enda skildu heimamenn að aðkomuliðið hafði lagt í ærinn kostnað. Skv. upplýsingum KSÍ mun það ekki á neinn hátt standa straum af aukakostnaði sem til fellur ef endurtaka þarf leik vegna þess að dómari hefur ekki mætt. Ábending frá starfsmanni móta- nefndar um að gera athugasemdir vegna þessarar ráðstöfunar á leikskýrslu fyrir leik var báðum aðilum gerð kunnug. Hvorugur aðili gerði slíka athuga- semd. Forráðamenn Víkingsliðsins fóru fram á að annar línuvarða yrði frá þeim og var það samþykkt. Aðalregla okkar f leik er að bera virðingu fyrir andstæðingum og dómara og hefur enginn bolvlsku leikmannanna fengið að sjá gult eða rautt spjald það sem af er keppnistíma- bilinu — og mættu Víkingar gjarnan venja sig af stóryrðunum og taka nýja stefnu. Sú hegðun að kasta lausum hlutum í átt að leikmönnum er ekki til fyrir- myndar, hvort sem það er í Bolungar- vik eða Ólafsvík. Varðandi lengd leiksins er hið rétta að þegar flautað var til leiksloka var leiknum að fullu lokið og hafði þá dómari bætt við 2. mín. vegna tafa. Við hörmum að leikmenn Víkings gátu ekki haft stjórn á skapi sínu að leiknum loknum og gerðust sekir um mikið ósóma atvik sem áður hefur komið fram. Varðandi ummæli um þjálfara Bolvikinga vísum við þeim algerlega á bug. Hins vegar kom til hans kasta að skilja á milli tveggja leikmanna, sinn úr hvoru liðinu, er þeir fóru í hár saman, einnig að koma dómara á „óhultan” stað er Víkingar réðust að honum. Með vinsemd. Aðstandendur og leikmcnn knattspyrnudeildar Ungmennafélags Boiungarvikur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.