Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981.
Hjörtur með ijöoaböKina stna: „part ao
selja á annað hundrað bækur til að klára
prentunarkostnaðinn.”
DB-myndir: Sig. Þorri.
Arnaldur Arnarson gitarleikari. Hann stundar nú tónlistarnám i Manchester
i Englandi.
Amaldur Amarson
keppir við fimmtíu
beztu ungu gítar-
leikara heimsins
Arnaldur Arnarson er einn af fimm-
tíu heimsins beztu gítarleikurum af
yngri kynslóðinni sem hefur verið val-
inn til að taka þátt í fyrstu alþjóðlegu
Segovia samkeppni gítarleikara. Hún
verður haldin dagana 9.—14. október
næstkomandi í Leeds kastala í Kent
sem reistur var árið 1119, um svipað
leyti og Hrói höttur skelfdi auðkýfinga
í Skírisskógi.
Alþjóðleg dómnefnd undir forystu
hins heimsþekkta gítarleikara Andres
Segovia mun skera úr um hæfni gítar-
leikaranna f tilkynningu frá aðstand-
endum keppninnar segir að verðlaunin,
sem eru í boði, séu hin hæstu í
sambærilegum keppnum. Heildar-
upphæð verðlaunanna er 6.450
sterlingspund sen nemur um 90.300
íslenzkum krónum. Auk þess stendurj
sigurvegaranum til boða margvíslegur
heiður.
Arnaldur Arnarson er 22ja ára gam-
all, búseltur 1 Mnn hester í Englandi.
Hann hóf tónlistarnám tiu ára gamall.
Frá ellefu ára aldri til átján ára aldurs
lærði hann á gítar hjá Tónskóla Sigur-;
sveins og lauk þz.’-.n prófi árið 1977.
Hann hefur ví ða komið fram, bæði á
sviði, í útvaipi og sjónvarpi. Keppi-
nautar Arnalds eru á aldrinum sautján
ára til þrítugs. Flestir þeirra koma frá
Englandi ng Bandaríkjunum. Aðeins
einn annar keppandi kemur frá
Norðurlöndunum, Daninn Jesper
Lutzhoft.
-AT
Á neðrí hæðinni I Dalbæ hefur Hjörtur til umráða tvö litil herbergi sem hann notar til að binda f bælcur. A borðinu standa
nokkrir ár.gangar af norðlenska menningarritinu Súlum. Hann var að binda Súlurnar inn fyrir Ingva á Bakka.
Skáldog útgefandi á eftirlaunaaldri:
„ Guðjón hvatti mig til
að gefa Ijóðabókina út”
— segir Hjörtur Björnsson frá Vökuvöllum,
vistmaöur í Dalbæ á Dalvík.
við ljóðagerð. Bókin hefur að geyma
sýnishorn af því sem hann hefur ort um
dagana. Miklu meira á hann í möppu
sem er geymd í hillu í herberginu. Börn-
in hans báðu hann að taka saman sýnis-
horn af skáldskapnum. Ætlunin var að
láta ljósrita Ijóðin í litlu upplagi. Meira
varð úr útgáfunni þegar til kom: bók sá
loks dagsins ljós.
Hjörtur Björnsson fæddist í Loð-
mundarfirði í desember árið 1907 og
fluttist til Seyðisfjarðar 1920. Til Akur-
eyrar flutti hann 1938 en hafði í milli-
tíðinni verið eitt ár á Jótlandi og einnig
við nám við bændaskólann að Hvann-
eyri. Ætlunin var raunar að fara líka til
Þýzkalands að læra raffræði en af því
varð ekki.
,,Ég fór heim til Islands og sá ekki
eftir þeirri ákvörðun. Allt var að verða
vitlaust í Þýzkalandi á þessum tíma.”
Nasisminn óð uppi og brátt var skollið
á heimsstríð.
Hjörtur vann hjá Akureyrarbæ um
skeið og síðan í verksmiðjum Sam-
bandsins. Hann var jafnframt með
smábúskap á Vökuvöllum. Árið 1973
flutti hann að Grund í Svarfaðardal,
þegar sonur hans og tengdadóttir hófu
búskap á jörðinni. Þaðan lá leiðin að
Dalbæ. Þar hefur hann fengið aðstöðu
til að binda inn bækur og segist hafa
nóg viðaðvera.
,,Ég hef átt við bókbandið síðan ég
var stráklingur og lærði iðnina á Akur-
eyri af Jakob- Lilliendahl (föður Ing-
„Það hafði ekki hvarflað að mér að
gefa út bók. Guðjón (Brjánsson for-
stöðumaður í Dalbæ) hvatti mig til
þess. Útgáfan er óhemju dýr. Ég kosta
hana sjálfur og þarf að selja nokkuð á
annað hundrað bækur til að klára
prentunarkostnaðinn,” sagði Hjörtun
Björnsson frá Vökuvöllum við Akur-
eyri.
Tvö ljóðakver, þúfnakollar —
gaman og alvara, heitir lítil ljóðabók
sem Hjörtur er nýbúinn að gefa út.
Hann er vistmaður í Dalbæ, heimili
aldraðra á Dalvik. Vigdís forseti fékk
eitt eintak að gjöf frá höfundi þegar
hún heimsótti Dalbæ um daginn:
,,Ég vakti alla nóttina þegar talin
voru atkvæði í forsetakosningunum.
Gunn-
birni var
skítkalt
á bryggj.
unm
Gunnbjörn Arnljótsson sagði að sér
væri skítkalt. Til að verjast kuldanum
dró hann puttana upp í ermarnar og
bretti kragann upp undir eyrun. Hann
stóð niðri við sjó á Akureyri á
dögunum og fylgdist með strákum
veiða ufsa á bryggjunni. Gunnbjörn
sagðist vera 6 ára og stundum stæði
hann sjálfur með veiðistöng á bryggj-
unni. Því sagðist hann ekki nenna þann
daginn. Lái honum hver sem vill.
- ARH / DB-mynd Sig. Þorri.
Um morguninn setti ég saman visu og
sendi Vigdísi. Nú færi ég henni þessa
bók.”
Hjörtur kvaðst lengi hafa dundað
ólfs apótekara á Dalvík, nú forstjóra i
Holtsapóteki í Reykjavík). Jakob var
eini lærði bókbindarinn á Akureyri.”
FÓLK
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSON