Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 14
% DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981. íþróftir Iþróttir iþrótfir Iþróttir íþrc GLÆSILEG LOKAATHÖFN — punkturinn yf ir i-ið á vel heppnuðu stórmóti i golf i á íslandi Það hefur varla farið fram hjá neinum að í síðustu viku fór fram á Grafarholtsvellinum Evrópumeistara- mót unglinga i golfi og lauk því á sunnudag með geysilega tilkomumikilli lokaathöfn sem fram fór utandyra — austan við golfskála þcirra GR-manna. Golf hefur frá upphafi fengið á sig orð fyrir að vera íþrótt fyrir snobbara, en a.m.k. hérlendis hefur sá hugsunar- háttur gerbreytzt á síðari árum enda leika menn og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins þessa frábæru fþrótt, ýmist til heilsubótar eða þá með keppni fyrir augum. Sennilega hefur engin íþrótt eins mikið af siðum á bak við sig og golfið og brot af því fengu menn að sjá þegar EM-unglinga var slitið á sunnudag. Þar voru saman komnar allar þátttöku- þjóðirnar, uppáklæddar, og í hátiða- skapi eins og vera bár. Andinn í kringum þessa athöfn var einkar léttur og gerðu menn óspart að gamni sínu meðan á verðlaunaafhend- ingunni stóð. Flugu þar ýmsar athuga- semdir uin frammistöðu manna í keppninni sjálfri og hentu menn góð- látlega grin að óförunum. Að verðlaunaafhendingunni lokinni beið liðanna glæsilegur málsverður í golfskálanum, sem skreyttur hafði verið í hólf og gólf rétt eins og „brúð- kaup aldarinnar” ætti að fara þar fram. Hvernig maturinn smakkaðist getum við ekki dæmt um en hér á sið- unni er að finna svipmyndir frá verð- launaafhendingunni. -SSv. DB birtir myndir frá lokaathöfn Evrópumeistaramóts unglinga í golf i í Grafarholti: Fyrirliði spánsku sveitarinnar þakkar fyrir sig „að hætti kylfingsins?” en bikarinr. eftirsótti biður gljáandi. Magnus Persson, yngsti meðlimur sænsku sveitannnar, tekur hér við verðlaunum sinum en félagarnír fylgjast andaktugir Sigursveitin á EM-ungiinga, sveit Spánverja, stendur hér bisperrt eftir að hafa meðteldð verðlaui DB-myndir Sig. Þorrí. Stefán H. Stefánsson tekur við viðurkenningum fyrir sig og sina menn úr hendi Gunnars Torfakonai Phillip Walton, likast til sterkasti kylfingurinn á mótinu, sýndi ekki almennileg tilþríf fyrr en I hol var komið. Hann tekur hér við verðlaunum sinum frá Konráð R. Bjarnasyni, forseta GSt. Að brosir McHenry að aðförunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.