Dagblaðið - 12.08.1981, Page 5

Dagblaðið - 12.08.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. 5 Samstarfsnefnd um hundahald: „HUNDAQGENDUM GEFINN FREST- UR TIL AÐ LOSA SIG VID HUNDANA” —skorað á bæjarstjóm Hafnarfjarðar að hún endurskoði afstöðu sína til hundahalds í bænum Samstarfsnefnd um heilbrigðis- eftirlit á höfuðborgarsvæðinu varð- andi hundahald hefur beint þeim ein- dregnu tilmælum til bæjarstjómar Hafnarfjarðar að hún endurskoði af- stöðu sina varðandi hundahald i Hafnarfirði. Auk þess Ieyfir nefndin sér aö vænta að lögreglu- og bæjar- yfirvöld í Reykjavlk og Kópavogi sjái sér fært að framfylgja gildandi banni við hundahaldi á viðkomandi stöðum á raunhæfan hátt. í ályktun samstarfsnefndarinnar segir að samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um rýmkun á reglum um hundahald gangi þvert á stefnu heilbrigðisyfirvalda i Hafnarfirði. Það sé ennfremur skoöun nefndar- innar að reynsla undanfarinna ára í þeim bæjar- og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem veitt hafa undanþágu við banni við hundahaldi, hafi sýnt að varnaðarorð gegn hunahaldi í þéttbýli hafi fullkomlega átt rétt á sér. Er í því sambandi vitnað til greinargerðar nefndarinnar frá 1975, en þar segir: „Hundahald á höfuðborgarsvæðinu stefnir óðfluga að : ■ því að verða stórfeUt vandamál. Að framkvæma takmarkað hunda- hald í þéttbýii er óframkvæmanlegt og fuUyrðingar um að það sé hægt er einungis blekking.”. Nefndin leggur til að hundaeig- endum veröi veittur eins árs, til eins og hálfs árs frestur til að losa sig við hunda sína. „Með þeim aðgerðum yrði ennfremur spornað gegn slysa- og sýkingarhættu, sóöaskap og því ónæði sem hundar tvimælalaust valda í þéttbýli,” segir ennfremur í ályktun nefndarinnar. Þess má geta að í samstarfsnefnd- inni eiga sæti, heilsugæzluiæknarnir í Hafnarfirði og Kópavogi, fram- kvæmdastjórar heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Kópavogs, og Reykjavíkur og borgarlæknirinn i Reykjavík. -ESE. Hurtdahald íþéttbýli hefiir aftur komizt í kastljósið og eru deilurnar magnaðar — eins og áður þegar hundahald hefur komizt í hámæli. DB-mynd Árni Páll. g'Órökstuddar fuUyrð- ingar og sleggjudomar” —segir Samband dýravemdunarfélaga íslands um ályktun samstarfsnefndarinnar Ályktun samstarfsnefndar um heU- brigðiseftirUt á höfuðborgarsvæðinu varðandi hundahald hefur mælzt mjög Ula fyrir hjá Sambandi dýra- vemdunarfélaga íslands og Hunda- vinafélaginu. Hefur Samband dýra- verndunarfélaga j>egar sent frá sér ályktun vegna málsins og búizt er við því að fundur verði boðaður í Hundavinafélaginu innan skamms. í ályktun Sambands dýravernd- unarfélag íslands segir m.a. aö allur málflutningur samstarfsnefndarinnar byggist á órökstuddum fullyrðingum og sleggjudómum, sem miði að því að réttlæta að alUr hundar á höfuð- borgarsvæðinu verði drepnir innan 18 mánaða. Segir í ályktuninni að samstarfsnefndin sé sjálfskipuð ein- staklingum sem í skjóU embættis- heitis síns villi á sér heimUdir. Bent er á að í nefndinni séu einungis-tðilar frá þrem af sex sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Sú fuUyrðing sam- starfsnefndarinnar að reynsla sé slæm af takmörkuðu hundahaldi í þeim bæjarfélögum sem slíkt hafa leyft, er í algjörri mótsögn við reynslu þá sem fengizt hefur, segir ennfremur í ályktun Sambands dýra- verndunarfélaga. Þaðséskoðun sam- bandsins að ályktun samstarfs- nefndarinnar samrýmist hvorki dýra- verndunar- né mannúðarsjónar- miðum og væntir sambandið þess að opinberir aðilar komi ekki til móts við kröfur nefndarinnar um bann við hundahaldi. - ESE TOKST ÞU PILLUIMA í DAG ?! interRent rental ' 0 Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt , á bílaleigubílum erlendis , Ljósritum sam - i stundis Vélritunar þjónusta FJÖLRITUN LJÓSRITUN VÉLRITUN STENSILL ÓÐINSGOTU 4 - REYKJAVÍK - SIMl 24250 SIGILD 0G VONDUÐ SOFASETT Verð frá kr. 8950,00 OPNA PEPSI-COLA GOLFMÓTIÐ á Grafarholtsvelli 15. og 16. ágúst 1981 1. Meistarakeppni — stigamót 2. Forgjafarkeppni 7 og uppúr (24/30 — 3/4) Kylfingum utan af landi er bent á afsláttarfargjöld Flugleiða — 35% — og einnig gistingu á Flugleiðahótelum. ALLIR KYLFINGAR VELKOMNIR Þátttökutilkynningar í síma 83745 fyrir kl. 14 á föstudag.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.