Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. Fólk einangrað á Grænlandi í sex vikur: Þurfa fíugleidir að hætta við 50 ferðir? —vegna verkfalls loftskeytamanna á Grænlandi Fjöldi manns er nú einangraður í byggðarlögunum á Austur-Grænlandi vegna þeirrar ákvörðunar dönsku flug- málastjórnarinnar að banna allt sjón- flug til Kulusuk og Meistaravikur. Vegna verkfalls loftskeytamanna hefur ekki verið hægt aö fljúga til þessara staða síðan f lok júní og m.a. hafa Flugleiðir orðið að fella niður fyrir- hugaðar ferðir. — Það voru fyrirhugaðar 50 ferðir til Grænlands með ferðamenn á vegum Flugleiða i sumar en vegna verkfalls loftskeytamanna á austurströnd Grænlands hefur ekkert verið flogið síðan 1. júlí, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við DB. Sveinn sagði að búið hefði verið að bóka í margar þessara ferða og því hefði verkfallið komið sér mjög illa. Ekki sagðist Sveinn kunna neinar skýringar á þeirri ákvörðun að banna sjónflug til Kulusuk og Meistaravíkur. Til allra annarra staða á Grænlandi má fljúga sjónflug samkvæmt alþjóðalög- um. — Það er einn maður sem lokar flugvellinum í Kulusuk, sagði Helgi Jónsson, sem haldiö hefur uppi flugi til Grænlands undanfarin ár, er DB ræddi við hann. Sagðist Helgi ekki halda að það væru dönsk stjórnvöld sem sett hefðu bann við sjónflugi, heldur hefði hann staðið i þeirri trú að þeim sem gefið hefur flugvélum upplýsingar um veður og vinda á flugvellinum í Kulu- suk hefði verið bannað að ganga inn í LAUS STAÐA Kennarastaða i stærðfræði er laus til umsóknar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. ágúst nk. Umsóknareyðublöð f ráðuneytinu. Menntamálaróðuneytið, 10. ógúst 1981. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — lími 15105 ' ............—........ 1 1 * Bílamá/arar Óskum eftir góðum sprautara, aðstoðarmanni eða nema. Gott kaup í boði. Áferð hf., Funahöfða 8 — Sími 8S930. Tilboð óskast í tannlæknatæki og búnað til kennslu í tann- læknadeild Háskóla íslands. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 16. okt. 1981 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1981 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki 2. tl. þeirrar greinar, og á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1981 á þessa skattað- ila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að sóknar- gjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1981 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. 12. ágúst 1981 Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hálfdán Guðmundsson. störf loftskeytamanna. Helgi kvað það á austurströnd Grænlands vegna verk- niður 15—20 ferðir til Scoresbysunds, rétt að ófremdarástand væri að skapast fallsinsoghefðihannallsorðiðaðfella en eitthvað færri til Kulusuk. -ESE Óf remdarástandið á Grænlandi: Frystiskip sett í farþegaflutningana —fer þrjár ferðir á milli Grænlands og Reykjavíkur Dönsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að bæta úr samgönguleysinu við Austur- Grænland og verður skip sent til að flytja strandaglópa á Grænlandi til Reykjavfkur. Verða farþegarnir síðan sendir áfram til Kaupmannahafnar með flugi, en skipið mun halda aftur til Grænlands með fólk sem þurft hefur að bíða eftir fari í Kaupmannahöfn í umsex vikur. — Þetta er ófremdarástand og til skammar fyrir dönsk stjórnvöld, sagði Sigurður Oddgeirsson, sem búsettur er í Kulusuk, í samtali við DB. Sigurður sagði að fólk í Kulusuk og víðar á Austur-Grænlandi hefði nú verið ein- angrað frá umheiminum, hátt á annan mánuð, að því undanskildu að það hefði getað talað i síma. Margir hefðu verið í sumarleyfi á Grænlandi eða i Danmörku er verkfall loftskeytamanna skall á og hefðu viðkomandi þvi orðið innlyksa þar sem þeir hefðu verið staddir. — Ég er nú á leiðinni til Kaup- mannahafnar, til þess að útvega mér far til Grænlands, en ég býst fastlega við því að mér verði sagt að fara með flugi til íslands til að taka skipið til Grænlands, sagði Sigurður. Skipið sem hér um ræðir heitir Nanok, sem þýðir ísbjörninn og er það u.þ.b. 3000 tonn á stærð. Skipið, sem er frystiskip, mun fara þrjár ferðir til og frá Grænlandi og veröur það í Reykjavík, fyrst 17. ágúst og síðan 21. og25. ágúst. -ESE j on Ásgeir við störf á Vikunni. „Fyrst var farið að tala um samtök áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir haustið 1979.” DB-mynd Gunnar örn. |u/ v i Jón Ásgeir Sigurðsson um nýstofnuð samtök um fjölmiðlarannsóknir: FYRSTA VERKEFNK) VERÐ- UR AÐ FÁ ERLENDA 0G INNLENDA FYRIRLESARA — séra Bemharður Guðmundsson kosinn formaður samtakanna „Umræða um þetta félag byrjaði fyrst haustið 1979 en þá var verið að undirbúa ráðstefnu fyrir Norræna fjölmiðlafræðinga. Ráðstefnur af því tagi eru haldnar á tveggja ára fresti og sú næsta verður hér á landi í byrj- un næstu viku,” sagði Jón Ásgeir Sigurösson, blaðamaður á Vikunni, í samtah Á mánudaginn var haldinn stofn- fundur samtaka áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir. Jón Ásgeir er meðal þeirra áhugamanna, en hann ásamt Þorbirni Broddasyni og Sigur- björgu Aðalsteinsdóttur voru helztu áhugamenn að gera þessi samtök að veruleika hér á landi. Um langt skeið hefur slíkt félag verið starfandi á Norðurlöndum. Svo og alþjóðlegt félag. Komum saman í júlí ,,í júli hittumst við, 10 manns, á Hótel Borg og ákváðum að láta verða af stofnfundi sem síðan var haldinn á mánudag,” segir Jón Ásgeir enn- fremur. ,,Um undirbúning fundarins sáu Þorbjörn, ég og Sigriður H. Jónsdóttir en hún er fjölmiðla- fræðingur frá Berlín. Á fundinn mættu 12 manns og var það svipað og við áttum von á. Þar sem fundarmenn voru jafnmargir postulunum var samþykkt einróma að kjósa prest formann félagsins og var það séra Bernharður Guðmunds- son. Þetta var flest fólk sem stundað hefur nám i fjölmiðlun og félags- fræði. Blaöamenn voru þarna í minnihluta en við vonum aö samtök- in geti haft samstarf við Blaða- mannafélag íslands,” sagði Jón Ás- geir. Tilgangurinn er fjórþœttur „Samtökin eru opin öllum þeim sem áhuga hafa á fjölmiðlun. Næstu tvær vikurnar verða notaðar til að ýta á eftir fólki að gerast félagar.” — En hvert er markmið samtak- anna? „Tilgangurinn er fjórþættur. 1 fyrsta lagi að standa að eflingu ís- lenzkrar fjölmiðlarannsókna og kynningu þeirra meðal almennings. í öðru lagi að vekja umræðu um mark- verðar erlendar rannsóknir og ný- mæli í fjölmiðlun. í þriðja lagi að stuðla að menntun á sviði fjölmiðla og fjölmiðlunar. Og í fjórða lagi að efla tengsl við sambærÚeg samtök í öðrum löndum. Þar kemur tvennt til, norrænu samtökin og svo alþjóðlegu samtökin. Útgáfa tfmarits og margt f leira Á fundinum urðu miklar umræður almennt um fjölmiðlun. Vlsindalegar vinnubreytingar f skoðanakönnunum urðu einnig mikið umtalsefni og al- menn rannsóknarstörf. Samtökin ætla aö stuðla að ýmislegu á næst- unni, s.s. útgáfu á tímariti, eða fréttabréfi, hafa sérstök bókarkvöld og lögð verður áherzla á að fá erlenda fyrirlesara og innlenda til að fjalla um rannsóknir sem gerðar hafa verið á fjölmiðlum. Á ég von á að það verði eitt fyrsta verkefni samtakanna. Þá er einnig áhugi á að halda nám- skeið í fjölmiðlun og verður slíkt væntanlega rætt að lokinni norrænu ráðstefnunni, sem verður í næstu viku,” sagði Jón Ásgeir Sigurðsson. -ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.