Dagblaðið - 12.08.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981.
II
Enn er ekki búið að skipa
í„myndsegulbandanefndina”
—tilnefningu vantar f rá Neytendasamtökunum
— Ég býst við þvl að við tökum
ákvörðun um þetta mjög fljótlega. Ef
það kemur í ljós að fulltrúi Neyt-
endasamtakanna eigi eitthvert erindi í
þessa nefnd, þá munum við tilnefna
fulltrúa undireins, sagði Jóhannes
Gunnarsson, varaformaður Neyt-
endasamtakanna, er hann var
spurður hvað liði tilnefningu samtak-
anna á fulltrúa í nefnd þá sem á að
kanna „myndsegulbandamálið”.
Knútur Hallsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, sagði í
samtali við DB að það eina sem stæði
í vegi fyrir því að „myndsegulbanda-
nefndin” yrði skipuð væri að til-
nefningu Neytendasamtakanna
vantaði. Ekki sagðist Knútur vita
hvenær nefndin gæti komið saman til
fyrsta fundar, en nefndinni er ætlað
að kanna tæknileg og lagaleg atriði
varðandi „myndsegulbandamáliö”.
Menntamálaráöherra skipar nefnd-
ina.
— Það eina sem hefur vafizt fyrir
okkur er hvaöa hlutverk þessari
nefnd er ætlað og hvernig hún á að
taka á þessu máli, sagði Jóhannes
Gunnarsson. — Ef það kemur í ljós
að nefndinni sé aðeins ætlað að fjalla
um höfundarréttarraál og þess
háttar, þá er hæpið að Neytendasam-
tökin eigi eitthvert erindi í nefndina.
Ef ætlunin er hins vegar sú að fjalla
einnig um hagsmuni almennings þá
mun ekki standa á okkur að skipa
fulltrúa, sagði Jóhannes Gunnars-
son. - ESE
Talsverðar skemmdir urðu á bilum sem stóðu undir veggnum og eins og sjá má á innfelldu myndinni var stör skella á
veggnum á eftir. DB-myndir Bjarnleifur.
Pússning hnmdi á bfía
Þrír bílar skemmdust allnokkuð er
pússning hrundi utan af húsi Jóns
Loftssonar hf. við Hringbraut um tvö-
leytið í gær. Voru bilarnir kyrrstæðir á
bUastæði við húsið er pússningin
hrundi en engin meiðsli urðu á mönn-
um.
Þórarinn Jónsson hjá Jóni Loftssyni
hf. sagði í samtali við DB að ekki væri
vitað af hverju pússningin hefði hrunið
og trúlega hefðu engir verið sjónar-
vottar að atvikinu.
Sem fyrr segir skemmdust bílarnir
allnokkuð, m.a. brotnuðu framrúður
þeirra og bretti og vélarhlífar
beygluðust. Mun ábyrgðartrygging
hússins bæta tjónið að fullu.
-ESE
Var handtaka forstöðumanns Skúlagarðs ólögleg?
„Handtökumálið” tek-
ið fyrir á mánudag
Kæra Þórarins Björnssonar, for-
stöðumanns í Skúlagarði á hendur yfir-
lögregluþjóninum á Raufarhöfn fyrir
meinta ólöglega handtöku í siðasta
mánuði, verðurtekin fyrir í næstu viku.
Hjörtur O. Aðalsteinsson, sem
skipaður hefur verið umboðsdómari í
málinu, heldur norður á mánudag og er
búizt við þvi að rannsókn taki tvo til
þrjá daga.
Hjörtur sagði í samtali við DB að
hann væri ekki alveg búinn að ákveða
hvar haim ynni að rannsókn málsins,
en likast til yrði það á Húsavík. Sagði
Hjörtur að hann myndi taka skýrslur af
öllum málsaðilum á staðnum, en trú-
Vondir vegir
fyrir austan
Vegir um Suðurland til Austfjarða
hafa verið með eindæmum slæmir
undanfarið. Má segja að vegurinn frá
því að bundið slitlag endar og vegurinn
austur um að Höfn séu nánast óöku-
færir. Þykir mönnum fyrir sunnan og
austan þetta undarlegt þegar vega-
gerðin lýsti þvf yfir fyrir verzlunar-
mannahelgi að vegir væru í bezta
hugsanlegu ástandi. Menn þykjast hins
vegar aldrei hafa séð eins lélegt ástand
vegaognú. -DS/Júlía, Höfn.
lega yrði hann einnig að taka sér ferð á
hendur til Seyðisfjarðar og ræða við
vitni. Er þar um að ræða liðsmenn
hljómsveitarinnar Lólu sem urðu vitni
að handtökunni.
Að rannsókn lokinni verður málið
sent ríkissaksóknara til ákvörðunar.
VIÐ BRÝR OG
BLINDHÆÐIR . .
ÞARF ALLTAF
AÐ DRAGA ÚR FERÐ
Ef allir tileinka
sérþáreglu g
mun margt ||ráÐ
betur fara.
IFERÐAR
Gosdrykkjastríðið ruglar mótaskrá
Golfsambandsins:
Pepsi bauð
betur en Kók
— og þess vegna heitir Opna Coca Cola-mótið
nú Opna Pepsi Cola mótið
Auglýsingastríðið á milli framleið-
enda gosdrykkja hérlendis hefur
varla farið fram hjá neinum. Það
nýjasta I þeim málum snertir keppni
golfmanna sem fram fer um næstu
helgi.
Opna Pepsi Cola-golfmótið nefnist
sú keppni og leysir hún af hólmi opna
Coca Cola-mótið sem verið hefur við
lýði allt frá árinu 1961 og alltaf farið
fram á golfvellinum við Grafarholt
sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur
til umráða.
Coca Cola-mótið hefur undanfarin
ár verið eitt stærsta mót sinnar
tegundar hérlendis og gefið stig til
landsliðs. í mótaskrá fyrir árið 1981
er þess getið að helgina 15.—16.
ágúst eigi Coca Cola-mótið að fara
þannig fram að ákvörðun um að
breyta nafni keppninnar hefur verið
tekin eftir að sú skrá var gefin út.
Dagblaðið leitaði til þeirra aðila
Pétur Björnsson, forstjóri Kók,
spilar golf: „Tökum ekki þátt i þvi
sem samrýmist ekki eðlilegum við-
skiptaháttum.”
sem málið snýr að og reýndi að afla
skýringa á því sem gerzt hafði.
„Það var ákveðið í stjórn Golf-
klúbbsins í vetur að þeir sem halda
mótin borgi eitthvað fyrir að halda
þau, ekki aðeins verðlaun heldur
einnig peninga,” sagði Svan Frið-
geirsson, formaður Golfklúbbs
Reykjavíkur í samtali við DB.
Svan sagði að forráðamenn Pepsi
Cola hefðu haft samband strax í vor
og boðizt til að halda mót og borga
fyrir þaö. Coca Cola hefði hins vegar
ekki sýnt mótshaldi áhuga.
„Það hefur öllum staðið til boða
að halda mót, ef þeir á annað borð
borga fyrir það. Okkur vantar
penigna til að reka klúbbinn. Við
erum alls ekki að blanda okkur inn í
gosstríð á milli Coca Cola og Pepsi
Cola,” sagði Svan Friðgeirsson.
Pétur Björnsson, framkvæmda-
stjóri Coca Cola-umboðsins, sagði
það afar einkennilegt að fyrsta og
elzta opna golfmót landsins, Coca
Cola-keppnin, skyldi verða fellt út.
„Ég fékk uplýsingar hjá einum
stjórnarmanna Golfklúbbs Reykja-
víkur að Pepsi Cola hefði gert kaup-
samning við klúbbinn. Þeta er líkt
ýmsum öðrum samningum sem
gerðir hafa verið af Pepsi. Við viljum
hins vegar ekki taka þátt í svona
löguðu þar sem þetta samrýmist ekki
eðlilegum viðskiptaháttum,” sagði
Pétur.
Forstjóri Sanitas, Ragnar Birgis-
son, hafði þetta að segja:
„Golfklúbburinn náði ekki samn-
ingum við Kók og leitaði því til okk-
ar. Samningar náðust og ákveðið var
aö við yfirtækjum þetta mót.”
Ragnar var spurður hvað Sanitas
hefði þurft að greiða fyrir að mótið
yrði kennt við Pepsi. Því vildi hann
ekki svara. Samkvæmt öðrum heim-
ildum DB nam greiðslan 10 þúsund
krónum. Auk þess útvegar og borgar
Pepsi öll verðlaun i mótinu.
-KMU
GÓDUR 0G MIKILL
HUMAR Á HÖFN
Humarvertíð lauk í gær á Höfn í
Hornafirði. Hefur afli 1 ár verið bæði
betri og meiri en i fyrra. Þannig voru
komin á land á föstudaginn 259 tonn af
slitnum humri frá því 26. ágúst. Um
mánaðamótin júli og ágúst í fyrra
höfðu hins vegar veiözt 195 tonn.
Fimmtán bátar stunduðu humar-
veiðarnar. Þeir hafa fengið mikið af
fiski með humrinum og hafa verið sett
á land 930 tonn af öllum mögulegum
fisktegundum eftir að vetrarvertíð
lauk. Þykir Hafnarbúum súrt í broti að
á meðan svo er fæst sjaldan nýr fiskur
í búðum og þá sjaldan það er fæst
einungis ýsa, aldrei neinar nýjar og
spennandi tegundir.
Að lokinni humarvertíð taka
bátarnir að búast á síldveiðar. Síld-
veiðin hefst 20. ágúst.
- DS / Júlía, Höfn.