Dagblaðið - 12.08.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981.
KfSBIABW
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoóarrítstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal.
iþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. v
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson. &/agi S.g-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hui'' Hákonardótt >,
Krístján Már Unnarsson, Sigurður Sverrísson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sk .urður Porri Sigurðsson
og Sveinn Pormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Práinn ÞorleKsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hal>-
dórsson. Dreifingorstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Pverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Unur).
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siöumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Aikrfftarvarð á mánuflf lir. 80,00. Varfl f lausasfltu lir. G,00.
Einkarétturínn erbrostinn
Myndsnældumenn og hið opinbera
starfa saman á Grænlandi. Grænlenzka
sjónvarpið lætur klúbba áhugamanna
sjá um að dreifa efni þess á bezta út-
sendingartíma og leyfir þeim á móti að
nota annan tíma fyrir sig sjálfa.
Sigurður Oddgeirsson, kennari í Kulusuk, lýsti þessu
í Dagblaðinu fyrir nokkrum dögum. í öllum helztu
bæjum Grænlands hefur verið komið á fót kapalsjón-
varpi, reknu af frjálsum klúbbum, sem ekki starfa í
ágóðaskyni.
Sjónvarpsmál Kulusuk eru komin svo langt fram úr
íslandi, að þar er stundum sent á þremur rásum sam-
tímis. Þar er flutt efni úr sjónvarpsdagskrám margra
landa auk kvikmynda og annars efnis af myndsnæld-
um.
Fyllilega er orðið tímabært, að íslenzk stjórnvöld og
sjónvarpið átti sig á þróun tækninnar og reyni að not-
færa sér hana í stað þess að standa eins og álfar út úr
hól, bannandi þetta og setjandi einkarétt á hitt.
Yfirvöld þurfa að sleppa krampakenndu taki sínu á
einkarétti og hliðvörzlu. Þau þurfa að átta sig á, að al-
menningur hefur nú náð tökum á leiðum til að sjá í
sjónvarpi hvaða efni, sem honum þóknast að sjá.
Úrelt er orðin hugsun finnsku bókavarðanna, sem
ákváðu að taka Andrés önd úr söfnunum, svo að hann
spillti ekki börnunum. Úrelt er orðið, að góðviljaðir
menningarvitar ákveði, hvað við fáum að sjá í sjón-
varpi.
Úrelt er orðið, að menningarlegir velferðarmenn eigi
að sitja og skammta til okkar efni frá hugsanlegum
Nordsat-sjónvarpshnetti, svo að við fáum ekki of
mikið af enskum reyfurum og nógu mikið af norræn-
um vandamálum.
Tæknin er að fara í kringum þessa elskulegu hlið-
vörzlu mannanna, sem vilja einokun til að geta gert á
okkur góðverk. Eftir nokkur ár fara að koma á loft
aðrir sjónvarpshnettir, sem við getum náð beint í tækin
okkar.
Og myndsnældurnar hafa þegar veitt forskot á sæl-
una. í flestum fjölbýlishúsum hefur verið tekið upp
samstarf um sýningar. Og einbýlishúsafólk vill óðfúst
leggja kapla milli húsa. Yfirvöld geta streitzt við, en
hljóta að gefast upp.
Einokun sjónvarpsins er brostin. Stjórnvöld eiga að
viðurkenna þetta og breyta lögum um einkarétt Ríkis-
útvarpsins og Pósts og síma. Fólk fær sér innanhúss-
kerfi og kapla, hvort sem er. Það horfir á hvaða efni,
sem það vill.
í stað þess að streitast við, eiga stjórnvöld að beina
kröftum sínum að því að skapa hinni nýju tækni heil-
brigðan ramma og gæta þess, að nauðsynlegustu lög
séu haldin, en önnur séu felld niður til einföldunar.
Gæta þarf höfundaréttar af myndsnældum eins og
af öðru efni. Finna þarf einfalt greiðslukerfi, sem full-
nægir brýnustu þörfum höfunda og framleiðenda og
hindrar á virkan hátt það sjórán, sem nú er stundað í
sumri snælduleigu.
Einnig þurfa stjórnvöld menntamála að reyna að
finna leiðir til að fá myndsnælduefni textað til verndar
íslenzkri tungu. Ekki er þó víst, að slíkar leiðir séu
færar, þegar gervihnattasjónvarpið er komið hingað.
Grænlendingar hafa gert okkur skömm til og einnig
vísað okkur veginn. Þeir hafa notfært sér tæknina,
enda hafa þeir skilið, að framhjá henni verður ekki
gengið. Nú er komið að okkar yfírvöldum að skilja
líka.
KJARNA-
LEIÐSLA
TIL KÍNA?
„í bili eru Sovétríkin í hlutfallslegri sókn
og þvi líklegri upphafsaðili styrjaldar.
Bandaríkjamenn hyggjast nú snúa taflinu
Um nokkurt skeið hef ég skrifað
fáeina dálkmetra um íslensk öryggis-
mál í blöðin. Viðbrögðin hafa verið
ærið misjöfn (þau óopinberu) en um
leið lítil (þau opinberu) — nema helst
gróusögur, sem ekki eru blaðaefni.
Reyndar eyddi Björn Bjarnason
(MBI.) á mig einni grein eða svo og
Árni rljartarson (Dagfara) nokkrum
dálksentimetrum.
Mig hefur lengi undrað hve fá orð
ég fæ í eyra frá öllum þeim sem eru
herstöðvaandstæðingar eins og ég.
Sú hreyfing er alls ekki sammála um
allar hliðar hermálsins og öllum fyrir
bestu að ágreiningur, gagnrýni, til-
lögur og nýmæli séu rædd í alvöru.
En því miður gildir um hermálaum-
ræðuna eins og aðra þjóðmálaum-
ræðu á landinu, að hún er ýmist mik-
il að vöxtum og full af skætingi, lítils-
virðingu og rökleysum eða mörkuð
þögninni einni. Fólk hefur oft orð á
þessu og segist vera leitt á karpinu.
Byrja mætti á þvi að taka mark á
fólki.
Svo ekkert fari milli mála
Dálkmetra mína má draga saman í
fáein atriði. Full þörf er á að stað-
hæfa þau:
r
N0RDURLÖND,
NAT0 —
0GÍSLAND
Allt bendir til þess, að brátt verði
lögð mun meiri áherzla á gleggri
skiptingu áhrifasvæða heims- og risa-
veldanna, Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna, heldur en hingað til hefur
verið raunin.
Kemur þar tvennt til. Annars vegar
þörf Sovétríkjanna á yfírráðum
orkuríkra landsvæða, ekki sizt þar
sem olíu er að finna, þar sem orku-
skortur gerir nú mjög vart við sig í
Sovétríkjunum.
Hins vegar kemur til sú stað-
reynd, að Bandaríkin taka meira og
minna á sig ein þær kvaðir, sem
fylgja því að vera í forsvari fyrir hinu
vestræna varnarbandalagi, Atlants-
hafsbandalaginu, ásamt því að bera
hitann og þungann af vörnum hins
frjálsa heims í Austurlöndum, fjær
og nær.
Það þjónar því hagsmunum bæði
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, að
nokkur uppstokkun fari fram á því,
hvað sé hvers og hver sé hver, þegar á
reynir.
Sovótrfkin
þreifa f yrir sór
Segja má, að með innrás Sovét-
manna í Afghanistan hafi þeir fyrir
Kjallarinn
Geir Andersen
sitt leyti hafið þreifingar á því,
hvernig viðbrögð Vesturveldanna
yrðu við þeim aðferðum, sem beitt
var til þess að auka olnbogarými sitt
á svæði, sem stóð þeim nálægt land-
fræðilega, án þess að vera hernaðar-
lega viðkvæmt fyrir Vesturveldin.
Auk þess var yfirtaka Afghanistan,
ef vel til tækist, nokkurt skref í þá átt
að afla aðfanga á korni og öðrum
landbúnaðarafurðum, svo og málma,
svo sem kopars, blýs, járns og
magnesíum svo og kola. Þessi hráefni
má finna í talsverðum mæli í Afghan-
istan. Og í landinu eru viða frjósamir
dalir, þar sem akuryrkja skilar upp-
skeru í drjúgum mæli.
Eins og kunnugt er heppnaðist inn-
rás Sovétmanna ekki sem bezt í
Afghanistan. Svo illa sem landsmenn
létu að stjóm þeirra valdhafa sem
fyrir voru, þá brugðust þeir enn verr
við, þegar þeir sáu bryndreka Rússa
flæða inn í landið og hermenn þeirra
setjast um helztu staði og forðabúr
landsins. — Þreifingar Rússa um
meira olnbogarými hafa orðið þeim
dýrar og erfiðar í Afghanistan. En
þreifingar halda áfram.
Þó eru það
Norðurlöndin
Segja má, að allt frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar hafi Sovétmenn
litið hýru auga til Norðurlandanna