Dagblaðið - 12.08.1981, Side 27

Dagblaðið - 12.08.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. ft Útvarp 27 Sjónvarp D SUMARVAKA - útvarp kl. 20.00: Fjölbreytt efni í vökunni —forspár og fy rirboðar, vísur, frásöguþættir, söngur og Magnúsríki Sumarvakan byrjar með einsöng Maríu Markan og syngur hún nokkur íslenzk lög. Næst á eftir les Rósberg G. Snasdal rithöfundur úr bók sinni sem kom út fyrir nokkrum árum „Sveinn frá Elivógum og aðrir þættir”. Tekur þá Rósberg kafla úr því siðarnefnda eða „aðrir þættir”. Þar segir frá hjónum, Guðmundi Arnljótssyni og Elínu Arnljótsdóttur, en þau bjuggu fyrst á Brún i Svartár' dal og siðan á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau bjuggu þar frá miðri siðustu öld og höfðu margt að segja um forspár og fyrirboða. Verður t.d. sagt frá draumi sem hana dreymdi þegar hún gekk með sitt annað barn. En gestur á bænum réð drauminn og sagði hvernig færi fyrir barninu sem hún gekk með. Næsti liöur á dagskránni heitir „Blátt áfram” og er það nafn á vísnakveri sem Guðmundur A. Finn- bogason í Innri-Njarðvík gaf út í fyrra. Guðmundur fer þá með nálægt fjörutfu visur úr bók sinni. Rósa Gísladóttir frá Krossgeröi les siðan úr frásöguþætti eftir Eirík Sigurðsson rithöfund. Hann skrifaði Austfirskar sagnir, „Undir Búlandstindi” sem er einn veglegasti tindur við Berufjörð. En þessi frásöguþáttur er um Magnús rika á Bragðavöílum inn af Hamars- firði. Magnús riki var bóndi á nítjándu öld og var einn af fjárflestu bændum sinnar samtíðar. Bragða- vellir eru nú einn af þremur bæjum sem eru í byggð i Hamarsfirði. Síðast á dagskrá Sumarvöku syngur Karlakór Reykjavikur íslensk þjóðlög undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Baldur Pálmason hefur umsjón með vökunni. -LKM. Umsjónarmaður Sumarvökunnar er Baidur Pálmason fyrrum dagskrár- stjóri útvarpsins. Rósberg G. Snædal rlthöfundur les um forspár og fyrlrboöa I Sumarvök- unnl. DALLAS—sjónvarp kl. 20.50: PAMELA BERST FYRIR B0B6Y MED KJAFTI0G KLÓM —J.RL bruggar sín launráð Sagt er að hinn vinsæli Dallas þáttur verði því meira spennandi sem á söguna líður. í kvöld verður áttundi Dailas þátturinn og eflaust fáir bílar á götunni um það leyti. Hinn hatrammi J. R. kemur mikið við sögu i þessum þætti, að sjálfsögðu undirförull sem áður. Áhugamál hans er sem fyrr, að stía þeim Bobby og Pamelu í sundur og að þessu sinni notar hann til þess unga konu sem hafði verið vinkona Bobby’s, áður en Pamela kom til sögunnar. 4 Þau eru saklaus, brúnu, skæru augun hans J. R. Og alltaf þykist hann hvergi nærri koma Ulkvittnislegum verkum sinum. í áttunda þætti Dallas bruggar J. R. undirförul ráö tll að stia Pamelu og Bobby i sundur. Þessi gamla kærasta hafði farið út í hið ljúfa líf eftir skilnaðinn við Bobby og heldur við giftan mann. Eiginkona mannsins kemur aö þeim upp í rúmi og hótar þá manni sínum, öllu iilu ef hann bæti ekki ráð sitt. En meinið er að maðurinn er vel þekktur í mikilli áhrifastöðu. Manninum gengur þá illa við að losa sig við viðhaldið og fer til J. R. og biður hann um hjálp. Ekki hefði hann getað sótt betri mann heim, því J. R. sá sér góðan leik áborði til að losa sig við Pamelu. Kom hann þvi þannig fyrir, að Böbby og gamla kærastan hittust af „tilviljun”. Við endurfundi iifnar ástin á ný og reynir konan allt til að krækja aftur i Bobby. Segist hún vera illa stödd, en vilji byrja nýtt og gott líf með barni sínu. Þá lætui hím, með hjálp J. R., í það skína að Bóbby eigi barnið. Bobby hinr, saklausi dregst þar af leiðandi að henni og útvepar henni vinnu og íbúð. Á meðan verður Pamela náttúrlega mjög miður sin og leið á öllu. En þá tekur tengdamamman, Elly, af skarið og gefur henni þau ráð að berjast fyrir honum með kjafti og klóm. -LKM. Tommi og Jenni koma hvor öðrum á óvart klukkan 20.351 sjónvarpinu. Crip'0 geríð góð kaup Smáauglýsihgar MEBIABSINS Þverholti11 sfmi 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöid V.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.