Dagblaðið - 19.08.1981, Qupperneq 2
♦'ÍT/i' ♦// f k' *’ f. f ♦*♦*.♦*#’>*
HANNYRÐA OG BARNAFATAVERZLUNIN
SPORIÐ
Mcsía o# sérstœðasta úrvalið af hannyrðavörum; garn og lopi, prjónar,
allar stcerðir og gerðir, mesta og bezta úrvalið. —
Barnafatnaður, sœngurfatnaður, handklceði, diskaþurrkur og margt,
margt fleira. —
Litið þið inn einu sinni — þá komið þið aftur I GRlMSBÆ og þarfcest
ALLT, ALLT, ALLTMÖ...
SPORIÐ, GRÍMSBÆ VIÐ BÚSTAÐAVEG - SÍMI82360
Smurbrauðstofan
BJORNINN
NjáSsgötu 49 — Simi 15105
Fjármálastjóri
Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust
til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi
hafi viðskiptafræðimenntun eða staðgóða reynslu við
fjármál, bókhald og stjórnun. Laun eru sam-
kvæmt launaflokki B21.
Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir
25. ágúst nk. til rafveitustjóra sem veitir nánari
upplýsingar um starfið.
Rafveita Hafnarfjarðar.
EIGNANAUST HF.
SKIPHOLTI5
SÍMI29555
Byggingarlóð í Garðabæ.
Verð 150 þús.
Lóð á Arnarnesi
Rúmlega 1700 ferm byggingarlóð á fallegum stað. Gott út-
sýni. Nánari uppl. á skrifstofunni, ekki í síma.
Lóð á Áiftanesi
937 ferm byggingarlóð. Hitaveita komin í götu. Verð 150
þús.
Baldursgata
2ja herb. íbúð á 2. hæð. 65—70 ferm. Verð 360 þús.
Lindargata
2ja herb. íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi, sérinngangur. Verð
320 þús.
Baldursgata
2ja herb. ósamþykkt íbúð í kjallara. Möguleiki á sérinn-
gangi. Verð 200 þús.
Hringbraut
3ja herb. ibúð á 3. hæð. 80 ferm. Verð 450 þús.
Kjarrhóimi
4ra herb. 100 ferm mjög góð íbúð á 3. hæð. Verð 550 þús.
Óskar eftir raðhúsi, eða sérhæð í Kópavogi eða Fossvogi.
Kaplaskjólsvegur
5 herb. íbúð á 4. hæð í blokk. íbúðin er 140 ferm, 40 ferm í
risi. Mjög snyrtileg íbúð. Verð 650 þús.
innri-Njarðvík
4—5 herb. einbýlishús. 120 ferm + 50 ferm bílskúr. Bygg-
ingarréttur fyrir annarri hæð ofan á. Verð 550 þús.
Skoðum og metum íbúðir samdægurs, leitið upplýsinga.
Fljót og góð þjónusta er kjörorð okkar.
ÞorvaldurLúövíksson hrl.
• vSji'á éí yjiOpamvG'jA .aiöAJaoAf.t
Grandvar segir að sjávarútvegurinn eins og hann er rekinn hér á landi sé ein hringiandi vitleysa.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981.
Launabrjálæði
hjá sjómönnum?
—„það sem mest stingur í augun við fljótlega athugun”?
Grandvar skrifar:
,,Hlutur á hæstu bátunum yfir 100
þúsund á mánuði”! Þessi fyrirsögn
var í einu dagblaðanna yfir frétt um
humarvertíðina, sem nú er nýlokið.
Og er það nokkur furða, þótt þetta
þykir fréttnæmt? Skipstjórar eru
"með um 140 þúsund og aðrir
skipverjar með um 100 þúsund
krónur fyrir tvo og hálfan mánuð.
Nú segja einhverjir: „Þetta er nú
aðeins á aflahæstu bátum,” eða
„það þarf nú ekki að tína þetta til,
þessir menn hafa kannski ekkert í
laun næstu mánuði á eftir. ’ ’
f flestum tilfellum er þetta þó ekki
þannig. Enginn þarf að segja manni,
að sjómenn, frekar en aðrir hætti að
vinna, þótt þeir ljúki einni tegund
vertiðar. önnur vertið tekur við. Nú
er það loðnan og ekki verða
mánaðarlaun minni þar, ef mið er
tekið af fyrri vertiðum.
Sannleikur málsins er sá, að það er
löngu liðin tíð, að sjómenn hafi lág
laun, — sem betur fer auðvitað.
En það er af og frá, að það geti á
nokkurn hátt staðizt, að skipstjórum
á humarvertíð eða nokkurri annarri
vertíð séu greidd laun, sem nemi 14
milljónum gamalla króna fyrir tvo og
hálfan mánuð og hásetum 10
millj. gkr.
Það er engin launung, að sjávarút-
vegur eins og hann er rekinn hér á
landi er ein hringlandi vitleysa, og
þar reynir hver að hafa af öðrum sem
mest hann má, — og síðan allir til
samans af hinum sameiginlega sjóði
landsmanna, rikinu.
Hinar ýmsu stéttir í sjávarútvegi,
frá útgerðarmönnum til háseta draga
þessa atvinnugrein svo niður, að
verðmæti það, sem næst fyrir hina
fullunnu vöru, er langt fyrir neðan
það sem annars staðar gerist. Má lfta
til Færeyinga sem sönnun um það.
Færeyingar eru komnir langt fram
úr íslendingum bæði hvað varðar
vinnslu úr sjávarafla og eins hvað
varðar rauntekjur aflaverðs fyrir
þjSðarbúið.
En það versta er þó, að þótt sjávar-
útvegur á íslandi eigi að heita sjálf-
stæður atvinnurekstur að mestu, þá
er hann svo upp á hið opinbera
kominn, að hann er í raun rekinn
með styrkjum af almannafé eins og
raunar fleira í landinu. Hann nýtur
sérstakra kjara í lánaviðskiptum við
banka og ýmiss konar möguleg og
ómöguleg fríðindi eru veitt þeim, sem
sjávarútveg stunda, t.d. í sköttum,
sem svo aðrir, sem stunda venjulega
launavinnu greiða i ríkari mæli.
En launabrjálæðið hjá sjómönn-
um er þó ; vafalaust það sem mest
stingur í augun við fljótlega athugun
á þeim bónbjargarrekstri, sem nefnist
sjávarútvegur.
Fiskbúðin í Fellagörð
um til fyrirmyndar
— hreinleg og mikið úrval
Pálhelður Einarsdóttir hringdl:
Ég hringi vegna þess að hér í Fella-
görðum er fiskbúð sem mér finnst
vera svo til fyrirmyndar, hvað fiskúr-
val og hreinlæti varðar, aö ég vil
endilega vekja athygli á henni.
Nýlega urðu eigendaskipti á þess-
ari verzlun og frá því að hafa verið
meðallags er hún nú svo góð, aö ég er
hrædd um að missa hana úr hverfinu,
ef fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu.
I Þarna fæ ég jafnframt ýmsar fisk-
tegundir, sem oft eru ófáanlegar ann-
ars staðar, svo sem karfa, steinbit,
Raddir
lesenda
Vi
ufsa og fleira. til þess að kvarta, en svo hreyfir sig
Mér finnst fólk oft vera svo fljótt enginn þegar vel er gert.
í fiskbúðinni i Fellagörðum „fæ ég ýmsar fisktegundir sem oft eru ófáanlegar ann-
ars staðar,” segir ánægður viðskiptavinur.