Dagblaðið - 19.08.1981, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Pólverjar
í Alþjóða
gjaldeyris-
sjóðinn?
Hans-Dietrich Genscher, utanrikis-
ráöherra Vestur-Þýzkalands, hvatti
Pólverja í gær til að gerast aðilar að
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til þess
að auðvelda pólsku þjóðinni að greiða
úr hinni miklu skuldasöfnun hennar
erlendis.
Genscher setti þessa tillögu fram á
fundi sinum með Jozef Czyrek,
utanríkisráðherra Póllands, í gær.
Genscher sagði að aðild Pólverja að
gjaldeyrissjóðnum myndi ,,auka
verulega vilja annarra þjóða til að
veita aðstoð.”
Czyrek lýsti þvi yfir að aðild
Pólverja að sjóðnum væri mjög flókið
mál en hann gaf til kynna að ákvörðun
yrði tekin fljótlega.
Fundur OPEC-ríkjanna:
Ágreiningur
um olíuverð
Oliumálaráðherrum OPEC-rikjanna
mistókst á fundi sínum í Genf í gær-
kvöldi að komast að samkomulagi um
nýtt, sameiginlegt olíuverð. Erfiðast
hefur reynzt að sætta sjónarmið
Venezuela og Saudi-Arabiu í þessu
máli og vill Venezuela ákveða mun
hærra olíuverð en Saudi-Arabar sem
löngum hafa verið hófsamastir olíuút-
flutningsríkja í þeim efnum.
Geðrannsókn
Hinckleys
er nú lokið
John Hinckley, sem sakaður er um
tilraun til að ráða Reagan Bandaríkja-
forseta af dögum, var í gær fluttur
undir strangri öryggisgæzlu frá fangelsi
í Norður-Karólínu til höfuðstöðva
bandariska sjóhersins í Quantico i
Virginiu, að því er dómsmálaráðu-
neytið skýrði frá.
Hinckley, sem er 25 ára gamall,
hefur gengizt undir itarlega geðrann-
sókn í alríkisfangelsi í Butner í Norður-
Karólinu þar sem reynt hefur verið að
fá úr því skorið hvort hann er fær um
að komafyrir rétt.
Talsmaður dómsmálaráðuneytisins
sagði að geðrannsókninni væri nú lokið
og að dómstóll mundi fljótlega ákveða
hvort Hinckley verður formlega
ákærður fyrir að reyna að ráða forset-
ann af dögum.
Stanislaw
Walesa látinn
Stanislaw Walesa, stjúpfaðir Lech
Walesa, leiðtoga hinna óháðu verka-
lýðsfélaga í Póllandi, lézt úr hjartaslagi
í New Jersey í Bandaríkjunum i gær, 66
ára að aldri.
Sambland af
manni og geit
Nýverið fæddist í Accra í Ghana
furðuleg skepna, sem við athugun
reyndist vera sambland af manni og
geit. Skepnan var látin við fæðingu.
Hún hefur verið flutt á rannsóknar-
stofu þar sem þetta einstaka fyrirbæri
verður kannað.
Skepnan hafði mannsandlit en fjóra
fætur og eyru eins og geit.
Algjört neyðarástand í Perú vegna verkfalla:
Læknar sinna tæpast
neyðarþjónustu lengur
hafa þegar verið ellefu daga íverkfalli
Algjört neyðarástand er nú að
skapast i Perú vegna verkfalla. Hinir
þrettán þúsund læknar landsins hafa
þegar verið i verkfalli I eUefu daga og
í gær drógu þeir enn úr neyðarþjón-
ustu sinni og neituðu að undirrita
fæðingar- og dánarvottorð.
VerkföU hafa einnig leitt tU
lokunar banka landsins og lamað alla
starfsemi I eirnámum.
Talsmaður rikisstjórnarinnar segir
að ófriðurinn á vinnumarkaðinum
eigi sér pólitískar skýringar og sé
honum ætlað að grafa undan efna-
hag landsins.
VerkfaU námamanna kostar landið
eina miUjón doUara á dag, að þvi er
talsmaður stjórnarinnar sagði.
Einn af embættismönnum stjórn-
arinnar sagði aö óhugsandi væri að
stjórnin gæti gengið að kaupkröfum
verkfaUsmanna sem hljóða upp á 25
prósent launahækkun.
Læknar, sem krefjast 645 dollara á
mánuði i lágmarkslaun, hættu í gær
að undirrita fæðingar- og dánarvott-
orð og hættu neyöarþjónustu á
þremur stórum sjúkrahúsum í Lima,
höfuðborg landsins. í öðrum sjúkra-
húsum var neyðarþjónusta í algjöru
lágmarki. Sjúkrastofnanir einkaaðUa
starfa þó enn.
Femando Belaude, forseti
landsins, sagði fréttamönnum í gær,
að stjómvöld myndu grípa tU mjög
harkalegra aðgerða ef læknar gripu
til róttækari aðgerða. Ráðherrar hafa
varað lækna við þvi að þeir ættu á
hættu að verða leiddir fyrir rétt ef
þeir neita að sinna sjúklingum.
Mikil mótmælabylgja hefur gengið yfir Nýja-Sjáland að undanförnu vegna kynþátta-
stefnu Suður-Afriku. Ástæðan er heimsókn suður-afriska „rugby”-liðsins Spring-
boks til Nýja Sjálands. AUs staðar þar sem liðið hefur átt að leika hefur komið til
harðra mótmæla og viða varð að aflýsa leikjunum af þeim sökum. Myndin hér að ofan
var tekin er lögreglan fjarlægði mótmælendur af „rugby”-leikvcllinum f Christchurch.
Mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á vellinum i þeim tilgangi að hindra að
leikurinn færi fram. Það tókst ekki þvf lögreglan bar það allt af vellinum og sfðan
hófst leikurinn, tfu minútum á eftir áætlun.
Sjóðheitt kaffi
góðan daginn!
Það er notalegt að vakna á morgnana og fá
gott heitt kaffi og ristað brauð. Þessi frábæra
kaffivél og brauðristin valda þér ekki
vonbrigðum . . . nývöknuðum.
Kaffivélin er 45 sek. að hella upp á hvern bolla af frábæru
heitu kaffi. Þýsk gæða framleiðsla. Margar stærðir: 12, 10, 8, 6 og
18 bolla. Einnig með innbyggðum hitabrúsa og tölvuklukku
(sjálfvirk uppáhelling eftir minni).
Verð frá: Verð frá 399 kr.
Þessi brauðrist er með nýjum búnaði, lítilli tölvu sem tryggir að
brauðið sem þú glóðar, brennur ekki. Hijóðlaus brauðrist, tvær
sneiðar af brauði á 90 sek.
Verð. Verð 395 kr.
og ristað brauð
FÁLKIN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670