Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.08.1981, Qupperneq 27

Dagblaðið - 19.08.1981, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981. C útvarp NÝJASTA TÆKNIOG VÍSINDI - sjónvarp kl. 20,45:' Einn bezti og skemmti- legasti þáttur sjónvarpsins Þróun járnbrauta, beizlun sjávarorku og orrustuflugvélin „Black Bird” Nýjasta tækni og vísindi er meðal skemmtilegustu og beztu þátta sjón- varpsins. í kvöld hefur hann upp á margar nýjungar að bjóða. Til að byrja með verður rakin þróun járnbrauta aDt frá því þær voru fundnar upp til dagsins í dag. Á tímabili héldu menn að járnbrautatæknin væri að líða undir lok og tækju þá m.a. flugvélar við. En nú hafa orðið ýmsar nýjungar á þessu sviði og mætt þá helzt nefna rafsegulbrautirnar. En þar svífur lestin yfir teinunum á rafsegulsviði og kemur hvergi við brautirnar. Þessar lestir geta náð geysilegum hraða og er talið að þær verði farartæki framtíðarinnar. Japanir og Þjóðverjar eru orðnir mjög framarlega í þessari tækni og hyggjast nota rafsegulbrautirnar í næstu fram- tíð. Þátturinn fjallar þá einnig um beizlun sjávarorku, en menn hafa lengi rennt hýru auga til hafsins í þeirri von að geta beizlað orku þess. Mætti þá helzt nefna flóð og fjöru, en í Frakk- landi eru nú þegar orkuver sem ganga fyrir flóði og fjöru. En Frakkland er helzta landið til að beizla þessa orku, þar sem munurinn á flóði og fjöru er mikill. Það væri tæplega hægt að gera þaðhérálandi. En fleira er hægt að beizla af sjónum og er þá orkan í ölduganginum mikil. Ein raforkustöð gengur fyrir öldugangi á þann veg að margir flekar hafa verið bundnir saman. Þegar öldurnar hreyfast upp og niður framleiðir aflið raforkuna. í Japan nýttu tæknimenn olíuflutningaskip til raforkuframleiðslu. t skipinu eru þrír stórir lofttankar sem fyllast og tæmast eftir ölduganginum og framleiða þannig raforku. Síðast á dagskrá Nýjustu tækni og vísindi er orrustuflugvélin „Black Bird” sem var hönnuð af Bandaríkja- mönnum fyrir mörgum árum. Black Bird var upphaflega hönnuð sem bæði njósna- og orrustuvél og átti að taka við af njósnavélinni U-2. í dag á hún enn hraðflugs- og hæðarflugsmetið og flýgur á þreföldum hljóðhraða. Sem sagt, Black Bird er tæknilega þróaðasta vél í heiminum. Samt eru Bandaríkja- menn hættir að nota hana, þar sem hún er orðin úrelt. í stað njósnaflugvéla eru nú komnir njósnagervihnettir. -LKM. Að verða úti voru algeng örlög manna hér fyrr á tímum. Alltaf ættu fnenn að hafa 1 huga, að fara með aðgát út i náttúruna, þvi hún getur oft verið hættuleg hér á landi. Árið 1868 urðu fjórir menn úti við Fjallabaksveg, en þeir fundust ekki fyrr en löngu seinna. Um það verður fjaliað i Sumarvökunni. SUMARVAKAN - útvarp kl. 20,00: HeKör fjögurra manna —og trésmiðir sem nota ekki hamra og sagir Kristinn Hallsson hefur sumar- vökuna með einsöng á íslenzkum lögum og Árni Kristjánsson leikur undir á pfanó. Næst á eftir verður fjallað um atburð sem er að mestu fallin í gleymsku. Fjórir menn voru að koma austan úr Skaftár- tungu árið 1868. Leið þeirra lá um Fjallabaksveg og voru þeir á leið til sjóróðra, en komust þó ekki á leiðar- enda. Lengi var ekkert vitað um af- drif þeirra, en löngu siðar fundust beinin af þeim og var þá ljóst að þeir höfðu orðið úti. Frásaga þessi er eftir Pálma Hannesson rektor, en Sigurður Sigurmundsson 1 Hvitár- holti les. Eftir þessa döpru atburði skerst Baldur Pálmason, stjórnandi þáttarins, i leikinn og hressir á- heyrendur með ljóðum eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi. „Við vötnin ströng” er eina ljóðabókin sem hefur komið út eftir Benedikt og var það fyrir meira en þrjátiu árum siðan. En nú er Benedikt kominn hátt á niræðisaldur. Alltaf í nógu að snúast heitir næsti liður en þar talar Guðrún Guðlaugsdóttir við Kristin Június- son. Hann var lengi bóndi á Rúts- stöðum i Flóa og ræða þau um lifs- hlaupið á þeim árum. Kristinn, sem nú býr i Reykjavik, sótti þá um tuttugu vertiðir á sjó i Vestmanna- eyjum og á Suðurnesjum. Að lokum endar svo Sumarvakan með kórsöng þeirra félaga Trésmiða- félags Reykjavikur. Ekki eru það þó hamrar og sagir sem þeir nota i undir- leik, heldur verður það AgnesLöve, sem leikur með á píanó. -LKM. Gegn samábyrgð flokkanna —- Sjónvarp Okkur á Islandi þætti þessi ferðamáti nýstárlegur, en samt er hann að verða úreltur. Nú er verið að smíða járnbrautir framtíðarinnar. En það eru rafsegulbrautir sem hvergi snerta teinana. ÍÞRÓTTAÞÁTTUR HERMANNS GUNNARSSONAR -útvarp kl. 22,35: 65.000 íslendingar eru meðlimir íþrótta- sambands íslands f kvöld ætlar Hermann Gunnars- son að ræða við forseta íþrótta- sambands fslands, Svein Bjömsson. Það má segja að Hermann ráðist ekki á garðinn þar sem hann a lægsturþvi Sveinn sem er nýtekinn við forseta- stöðunni, hefur áreiðanlega nýjar hugmyndir fram að setjaum iþrótta- hreyfinguna i landinu og útbreiðslu hennár. I samtali við DB sagði Hermann að hann vonaðist til þess, með þessum hætti, að geta komið þarna i veg fyrir skilningsleysi ríkisins gagnvart iþróttamálum, i eitt skipti fyrir öll. ÍSf segir að rikið hirði meira frá íþróttahreyfingunni en það láti í té. „Það eru allir grátandi út af peningaleysi,” sagði Hermann, ,,og ég er orðinn alveg dauðleiður á þvi. ÍSf segir að 65.000 virkir meðlimir séu innan fþróttasambands fslands. Það gæti því orðið stærsti þrýstihópur hér á landi, og þvi furðulegt að hann standi sig ekki betur. En það verður eflaust margt á dagskránni hjá Sveini og hefur hann ýmsar hugmyndir um betri fjáröflun- arleið en þá sem nú rikir. En nú eru t.d. miklar byggingar- framkvæmdir i Laugardalnum á döfinni og margar aðrar framtlðar- áætlanir hjá fþróttasambandinu. En alls staðar koma upp peningavanda- málin og það má segja að 99 prósent af starfi fþróttasambandsins og sér- sambandanna sé betl. Það er leiðinlegt aö íþróttamenn þurfi um leið að vera atvinnubetlarar.” Sveinn Björnsson, forseti fþróttasambands fslands, verður gestur Hermanns Gunnarssonar I iþróttaþættinum. *

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.